Alþýðublaðið - 26.10.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.10.1923, Blaðsíða 4
4 ALJ>ÝÐUBLAÐIÐ flytti íslenzkri alþýðu mjög hættulegar kenningar. Eg álít því, að sjálfsagt sé að fylgja jafnaðarmönnum, og eg kýs A-listaim og hvet alla aðra alþýðumenn til að kjósa hann. Alþýðumaður. ----o---- Psgurflugur. II. B-lista-blöðin — burgeisablöð- in — láta drjúglega um sigur- vonir sínar. Telja þau B-listan- um vísan stórsigur hér í bæn- um við kosninguna á laugar- daginn. Á hverju eru nú þessar vonir þeirra bygðar ? Því er auðsvarað. Þær eru sem sé bygðar á: Banntrygð Jóns Þorlákssonaij-, sannleiksást Jakobs, hreinskilni Magnúsar og prúðmensku Árna frá Höfðahólum. Lárusar litla er nú að engu getið. Verði þeim að góðu. Morgunblaðið fullyrti í gær (M/10) að fundurinn í Nýja Bíó i fyrrakvöld hefði verið eindreg- ið á bandi B-listans. Vitanlega eru þessi ummæli til orðin áð- ur en fundurinn var settur. Hið sanna er, að enda þótt þessi fundur væri boðaður af B-lista- mönnum og þeir hefðu reynt að smala þangað fylgismönnum sín- um sérstaklega, þá hefir ef til vill enginn þeirra funda, sem haldnir bafa verið í þessari kosningabaráttu, orðið þeim að jafnmiklu óliði sem þessi. Jafn- vel áður ákveðnir fylgismenn B-listans, hurfu gersamlega þá fylgi við listann, eftir að hafa hlustað á ræðu Héðins Valdi- marssonar á þessum fundi. Á unglingafundi B-listans í Bárunni um daginn hafði Bene- dikt Sveinsson skorað á Kjós- endafélagið að styðja B-listann. í þessu félagi er nú enginn nema hann sjálfur. Líklega hefir áskorunin þó ekki verið óþörf, en hæpið mun hvort hún kem ur að gagni. Annars er það full- ▼íst, að sumir af íorgöngumönn- um kjósendafélagsins og megin- þorri kjósenda, er þeim félags- skap fylgdu, eru nú eindregið fylgjandi A-listanum. Mörgum var forvitni á því, er þessi kosningabarátta hófst, hvað talsmenn burgeisaflokksins hefðu fram að bera málstað sín- um til stuðnings og til andmæla gegn stefnu Alþýðuflokksins. Nú '■ er þetta komið í ljós í blöðum flokksins og á kjósendafundum. Og hvað er það þá? Persónu- legar skammir og fólsleg fár- yrði rökþrota vesalinga og — annað ekki. Uppskeran á laug- ardaginn fer auðvitað eftir sán- ingunni. Magnús Jónssou dósent bar á fyrsta kosningafundinum í Nýja Bíó svo hóflaust og heimskulegt oflof á íslenska alþýðu fyrir gáf- ur og lærdóm, að engum gat dulist, að maðurinn vissi, að hann var að fara með ötaðlaust fleipur. En þetta sýndi jafnframt álit hans á alþýðunni, því að auðvitað hefir hann búist við, að hún mundi gangast upp við þetta skjall og borga það með atkvæðum á kjördegi. Nei, Magnúsisæll! Alþýða þessa bæj- ar er því miður hvorki svo gáfuð né lærð, sem þér sögðuð, en hún er svo skynsöm að hún skilur, þegar gert er svo ótví- rætt gys að henni, sem þér gerðuð á þessum fundi, og hún lætur ekki að sér hæða. Burgeisaflokkurinn er hrædd- ur, hræddur, svo ofboðslega hræddur, að hann hefir nú ekki annað fyrir sér að bera en fólsku og fáryrði. Svo ofboðsleg hræðsla hefir aldrei gripið hann fyrr. Hvað veldur ódæmum þess- um? Ekkert annað en það, að al- þýðan hér í bæ ætlar að kjósa og senda inn á þingið gáfaðan mentamann, sem hún veit að er einbeittur og ótrauður forvígis- maður hennar, Héðinn Valdi- marson. Starf Héðins til hagsmuna fyrir alþýðuna, verkalýðinn hér í bæ, er oröið svo kunnugt, að hann þarfnast ekki meðmæla. En væri nokkurra meðmæla K JÖT nýtt í kroppum og spaðsaltað í tunnum í Kjötbúð Kaupfélagsins Laugaveg 33. Nokkrir piltar geta fengið til- sögn í ensku á Bergþórugötu 16 uppi, ódýrt. Til viðtals frá 12—1 og 6—7. þörf, þá hefir auðvaldið hér í bæ eða burgeisaflokkurinn lagt þau til. Hræðslufát það sem, komið hefir á þetta lið við fram- boð Héðins, eru þau sterkustu meðmæli, sem unt er að fá fyrir frambjóðanda frá alþýðuflokkn- um. Og alþýða þessa bæjar mun sýna það á morgun að hún kann að meta þessi meðmæli. Hún kýs öll og óskift A-listann. Þegar Jakob Möller var að flytja seinni ræðu sína á Báru- fundinum um daginn, gat Jón Þorláksson ekki haldið höfði. Á fundinum í Nýja Bíó 7. þ. m. vitnaði Jón Þorláksson, að margir kjósendur hefðu farið af Bárufundinum þar áður vitrari en áður fyrir ræðu Jakobs. Þetta mun satt vera, en átt er við þá kjósendur, sem áður höfðu flón- skað sig á því að greiða Jakobi atkvæði. Þeir gera það ekki aftur. Pyrsti máttarstólpi væntan- legrar stjórnar þeirra Jóns Magn- ússonur og Magnúsar Guðmunds- sonar var reistur í Nýja Bíó sama dag — Jakob Möller. Steinolíufélagið gerði Jakob að stjórnarandstæðingi í fyrra; hann fann sig knúðan til að taka upp þykkjuna fyrir það. Hvort skyldi hann hafa fengið nokkuð fyrir vikið? Ósannindi eru það frá rótum að atvinnumálaráðherrann hafi undirskrifað erindisbréf Gunn- ars Egilson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjöm Halldórsson. Prentsmiðja Hallgríms Bene- diktssonar, Bergstaðastræti 19.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.