Saga - 2004, Side 111
(Sturlubók, k. 300). Það má til sanns vegar færa að skipulagið er
miðað við jarðeignir en það útilokar engan veginn að verkið hafi
verið hugsað sem einhvers konar sagnarit. Melabók sker sig engan
veginn úr hvað þetta varðar. Víst er hún snautlegri og rýrari að öllu
leyti en hinar gerðirnar en að grunnuppbyggingu er hún mjög svip-
uð þeim, þ.e. um ættartölur og forn fræði ýmiss konar. Engan veg-
inn líkist hún fremur Kolskeggskaflanum en hinar gerðirnar. Í
Melabók er að finna umfangsmiklar ættartölur sem er að finna að
stofninum til í öllum gerðunum. Sögulegar frásagnir eru sömuleið-
is í öllum gerðum Landnámu, eins og af uppvexti heljarskinns-
bræðra, göfgi leysingja Auðar djúpúðgu og spádómi hennar, illdeil-
um Hrafsa við Kjallakssyni og Njálsbrennu (Melabók k. 30, 27, 29,
7). Kolskeggskaflinn er heldur ekki allur með sama formi og þar er
a.m.k. ein söguleg frásögn sem rekja má til Kolskeggs því þar segir
af vitnisburði hans og er vísað til hans á eftirfarandi hátt í lok frá-
sagnarinnar: „Sverd þat atti siþar Kolr son Sidu-Halls. Enn Kol-
skeGr eN frodi hafdi sed hornit“ (Sturlubók, k. 310, Hauksbók, k.
207).81 Þetta sýnir að sögulegt efni hefur átt heima í öllum þekktum
gerðum Landnámu. Ekki er heldur líklegt að þessi stuttaralegi stíll
og efnisafmörkun hafi verið algilt form á þeirri Landnámu sem
Melabók studdist við því að ábendingu um innihald hennar er að
finna í svokölluðum eftirmála Þórðarbókar (afbrigði frá Skarðsár-
bók sem vafalaust má rekja til Melabókar). Þar segir skýrt og greini-
lega að þar sé að finna vitneskju fyrir þá sem „vita vilia fornn fræde
eda rekia ættartolur“ (Þórðarbók, k. 335). Annars staðar kemur
sama hugsun fram: „at vita hid sanna um landabygder og ad reka
fornar ættartolur“ (Þórðarbók, k. 171).82 Eftirfarandi dæmi úr Mela-
bók (k. 15) sýnir þess konar áherslu á ættarrakningu:
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 111
81 Þessa tilvísun til Kolskeggs hins fróða hefur sömuleiðis verið að finna í
Melabók því að Þórðarbók hefur hér afbrigði við texta Skarðsárbókar, sbr.
Skarðsárbók, bls. 149 nm. Það er einnig athyglisvert að minnst er á Kol, son
Síðu-Halls, því að sonur hans, Oddur, var mikilvægur heimildarmaður Ara
fróða um Noregskonungaævir samkvæmt upplýsingum Snorra Sturlusonar:
„Hann [Ari fróði] ritaði, sem hann sjálfr segir, ævi Nóregskonunga eptir sögu
Odds Kolssonar, Hallsonar af Síðu…“: Heimskringla I, bls. 6.
82 Guðrún Ása Grímsdóttir setti það fram sem tilgátu að 17. aldar maðurinn
Þórður Jónsson hefði undir áhrifum frá fornmenntastefnu samtímans bætt
þessum orðum við, sjá: Guðrún Ása Grímsdóttir, „Fornar menntir í Hítardal“,
bls. 50. Sú tilgáta fær engan veginn staðist þar sem sömu upplýsingar koma
fram að hluta við upphaf Norðlendingafjórðungs. Þórður gefur enn fremur til-
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 111