Saga - 2004, Page 174
menn á ódáinsakur þar sem þeirra bíði snjallar hugmyndir úr sam-
hengi og án stuðnings hinna alræmdu stórsagna, sem hann á ein-
um stað kallar líka viðmið fræðanna.7 Gera mætti athugasemd við
þá óheftu einstaklingshyggju sem fram kemur í þessu sjónarmiði,
en ég læt aðra um það. Tvær annars konar athugasemdir vil ég aftur
á móti gera. Sú fyrri snýr að spurningunni um hvernig eigi að bera
sig að við að losna við stórsagnir en sú síðari að markmiðinu með
því að gera slíkt, eða öllu heldur að því að tilgang virðist skorta
fyrir afnámi þeirra í einvæðingarkenningunni.
Hvernig losa menn sig við stórsagnir? Í einvæðingarkenning-
unni, eins og hún hefur þróast, er hvergi að finna neina útlistun á
því hvernig skuli framkvæma þessa frelsun eða með hvaða aðferð-
um það muni yfirhöfuð vera mögulegt.8 Þetta ætti auðvitað að vera
höfuðatriði í kenningunni því að hún stendur og fellur með því að
það sé vinnandi vegur fyrir sagnfræðinginn að losa sig úr formgerð
stórsagnanna. Án þess að fengist sé við þessa spurningu er tilraun
einvæðingarinnar dæmd til að hverfast að lokum um eigin sjálf-
sögðu stórsagnir. Það eru einmitt stórsagnirnar og viðmið fræð-
anna sem gera okkur kleift að segja eitthvað merkingarbært um
söguna. Nauðsynlegt er því að leita leiða, meðal annars í nafni
gagnrýnnar hugsunar, til að afbyggja tilteknar stórsagnir sem um
leið eru skilgreindar, ekki síst stórsagnir sem fela í sér þöggun á
ákveðnum meðlimum samfélagsins í nútíð og fortíð. Þetta væri að
mínu mati forvitnileg leið til að þróa frekar einvæðingarkenning-
una. Nefna má til dæmis í þessu sambandi hugmyndir indversku
fræðikonunnar og róttæklingsins Gayatri Spivak sem haldið hefur
fram nálgunum sem fela í sér markvissa afbyggingu vissra þátta
þess fræða- og menningarbundna farangurs sem rannsakandanum
fylgir og auðvelda á þann hátt orðræðu þar sem meðvitað er forð-
ast að innlima framandleikann í hagkerfi sjálfsins.9 Enn sem komið
er hefur Sigurður Gylfi einungis lauslega ymprað á þessum mögu-
leika en ekki tekist á við hann í samhengi kenningarinnar.10 Við
okkur blasir því kenning sem, án þess að útiloka vandann við að
hafna stórsögnunum, virðist telja frelsið rannsakandanum eðlis-
Ó L A F U R R A S T R I C K174
7 Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi“, bls. 21.
8 Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sögunnar“, nmgr. 77.
9 Sjá t.d. The Spivak Reader. Selected Works of Gayatri Chakravorty Spivak. Ritstjór-
ar Donna Landry og Gerald MacLean (New York og London, 1996), bls. 4–7.
10 Sjá þó: Sigurður Gylfi Magnússon, „Að stíga tvisvar í sama strauminn. Til
varnar sagnfræði. Síðari grein“, Skírnir 177 (vor 2003), bls. 153–154.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 174