Eyjablaðið


Eyjablaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 1
1. tölublað. 22. árgangur. Vestmannaeyjum 6. janúar 1961. „Viðreisnin” hefur stöðvað bátaflotann Útgerðarmenn hafa neitað fiskverðstil- lögum verðlagsráðs LÍÚ og bundið bát- ana. Ösamið er um kaup og kjör sjó- manna og Jötunn og Vélstjórafélagið hafa boðað verkfall frá og með 15. jan. Þróun útvegsmálanna hefur verið sú að undanförnu undir hinum svonefndu „viðreisnar- ráðstöfunum" stjórnarvaldanna, að stöðugt liefur syrt í álinn bæði um rekstursafkomu fiski- bátanna og þó alveg sérstaklega um kjör sjómanna. Hver ráðstöfunin á fætur annarri hefur verið gerð til að íþyngja þessum atvinnuvegi: vaxtaokur, lögþvinguð svik í fiskverði til sjómanna, stórauk- in útflutningsgjöld sjávaraf- urða, margfaldaðir skattar á innfluttar þarfir útvegsins, og í framkvæmd komið á alræði fiskkaupenda um verð á fiski til bátanna. Ofan á þetta bætist svo sú plága fyrir Vestmannaeyinga, að verðlagsráð LÍÚ hefur nú sam- ið um fiskverð eftir sérstakri nýrri flokkun, sem aðeins að litlu leyti á skylt við gæðamat, en í aðalatriðum er fjárkúgun kjötkatla-liðsins við Faxaflóa á hendur Vestmannaeyingum og öðrum þeim, sem veiða megin- magn afla síns í net eða á færi. Fláttskap LÍÚ-stjórnar og svikræði við Eyjar má svo marka af því, að hún óskaði sérstak- lega eftir því, að nú yrði gerður einn heildarsamningur við sjó- menn í öllum verstöðvum lands ins. Við þessu var vel brugðizt hér og samningamenn sendir til Reykjavíkur, en ekki reyndir samningar heima. Nii hefur hins vegar komið á daginn, að í fullu samráði LÍÚ- stjórnar, hafa farið fram leyni- legar samningaumleitanir milli útgerðarmanna á Suðurnesjum og sjómannasamtakanna, sem stjórnarlepparnir þar hafa yfir- ráð í. Þótt þetta tiltæki hafi strandað á andstöðu almenns fundar í sjómannafélögunum á Reykjanesi, þá sýnir tilraunin þó, að þrátt fyrir allar óskirnar um heildarsamning átti ekki að hika við að halda Vestmannaey- ingum í verkfalli, bíðandi eftir heildarsamningum meðan Faxa- flóamenn fengju að sleppa frá vandanum. Það er ekki síður furðulegt, að LÍÚ-liðið skyldi leggja á það ofurkapp að ákveða fisk- verðið án þess að hleypa full- trúum sjómanna nálægt þeim samningum, þar eð það var þó yfirlýst við upphaf kjarasamn- ingstilraunanna, að sjómönnum væri ætlað að búa við sama fisk verð og útvegsmenn fengju. Af öllu þessu og raunar mörgu fleiru, sem ekki er kost- ur á að ræða í þessari grein, er ljóst, að ítök Vestmannaey- inga í LÍÚ virðast engin vera, þegar á hólminn er komið, og verður í engu séð, að þau sam- tök séu Eyja-mönnum að neinu liði nema síður sé. Þá er það ekki síður Ijóst, að stjórnarvöld landsins eru útgerð inni fjandsamleg, enda nú yfir- lýst af hennar fulltrúum, að ekki verði byggt á fiskveiðum nema þá sem auka-atvinnugrein á komandi árum. Vestmannaeyingum væri því hin mesta nauðsyn að standa saman, útvegsmenn og sjómenn hlið við hlið gegn ríkisvaldi í- haldsins, gegn fiskkaupahring- unum og krefjast þess sameigin- lega, að verðmæti fiskframleiðsl unnar komi til skila til sjó- manna og útgerðar, en gufi ekki upp í gróða fiskhringa, sem draga heilar verksmiðjur, er Jreir byggja og kaupa í útlönd- um, út úr fiskverðinu, eða í eyðsluhít stjórnarvaldanna. Skerðing ellilífeyris afnumin IUm síðastliðin áramót !; rann út það ákvæði al- jl mannatryggingalaganna, að ; ;; skerða mætti eða fella nið- ;; I; ur ellilífevri þess fólks, sem ; ;; hefur tekjur yfir visstmark. ; j; Nú eiga því allir, sem ! ;; náð hafa 67 ára aldri rétt ! 1; á fullum ellilífeyri, hvort ; I; sem þeir hafa einhverjar ; !; tekjur eða ekki. Þeir, sem j; !; frestað hafa töku ellilífeyr- ;; ;! is, svo að nemur heilu eða 1; ;! heilum árum fram yfir 67 jj J; ára aldur, eiga auk þess jj I; rétt á sérstakri hækkun elli ;j 1; lífeyris vegna þeirrar frest- !; !; unar, og eins þótt frestun !; j! lífeyristökunnar hafi verið jl jj vegna tekna. j! ;j Við þetta skapast mörg- jj ij um mönnum hér í Eyjum jj ;; réttur til ejlilífeyris og !; jl aettu allir þeir, sem hér !; j! eiga lilut að máli að leggja !; j! fram lífeyrisumsóknir sín- j! ;j ar nú í janúarmánuði. jj . - M' —— + 39756 Birt hafa verið vinnings- númer í Þjóðviljahapp- drættinu, sem dregið var í á Þorláksmessukvöld. Aðalvinningsnúmerið er ‘39756 — vinningur: fokheld íbúð, 180 þús. kr. að verð- mæti. Aukavinningar: 5000 kr. vöruúttekt hljóta nr. 39755 °o'39757- i—« . -------------------* Töpunum breytt í lán. Ríkisstjórnin hefur nú rausn ast við að gera útgerðinni kost á að breyta verulegum hluta vanskilaskulda hennar í löng lán. Það var þó á sinni tíð eitt helzta boðorð stjórnarinnar að ekki mætti auka útlán til útvegs ins. En í því kviksyndi öng- þveitis, sem kerfi stjórnarinnar hefur skapað, fellur mörg fræðikenning „viðreisnarinnar“ fyrir lítið og dugar þá skammt meðan eftir situr stjómin sjálf og slitur af áformum hennar. Kokhreysti, sem um munar. Það vakti að vonum mikla athygli, þegar ríkisstjórnin gaf út opinbera tilkynningu um það, að Kaninn hefði goldið henni 6 milljónir dollara, þ. e. 228 milljónir íslenzkra króna í mútur fyrir að koma hér á „viðreisn“. Að vísu voru múturnar kall- aðar óafturkræft framlag vegna byrjunarörðugleika við hið nýja efnahagskerfi. Hitt mátti þó ekki síður furðulegt telja, að sama daginn og Jressi tilkynning var birt, kom Ólafur Thors forsætisráð- herra í útvarpið og skýrði m. a. frá því, að viðreisnarráðstafan- irnar væru nauðsynlegar til að treysta efnahagslegt sjálfstæði Jojóðarinnar! 11

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.