Eyjablaðið


Eyjablaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 3
ARAMOT 5 1960 — stjóri á Bergi er Kristinn Páls- son. Humarveiðarnar hér voru stundaðar yfir sumarið af um 30 bátum og gengu þær ágæt- lega, enda tíðarfarið einstakt. Hæstu bátar munu hafa aflað um 50 tonn af humar auk ann- ars afla, sem jafnan er einhver. Haustveiðar urðu fremur litl ar. Nokkrir bátar réru þó með línu, en fengu lítið. Þátttaka í þeim veiðum varð hverfandi lít- il að þessu sinni, enda féll nú niður bakábyrgð bæjarsjóðs fyr- ir vissum greiðslum vegna þess ara veiða, en hún hefur verið í gildi fáein undanfarandi ár. Dragnótaveiðar ieyfðar: Eftir nokkurra ára stapp og málþras á Alþingi voru á vor- dögum samþykkt lög um tak- markað leyfi til dragnótaveiða í fiskveiðilandhelginni. Þetta notfærðu sér samtals um 30 bátar hér um lengri eða skemmri tíma yfir sumarið. Afii var yfirleitt fremur góður, einkum af þykkvalúru. Veiðarn ar liófust síðast í júní og stóðu fram í október-lok. Mest af dragnótaaflanum var fluttur ísvarinn á markað í Danmörku, en verð það, er Flatfiski dragnotabata skipað um borð í danskt skip til útflutnings. framleiðendur fengu úr þeim sölum varð aðeins brot af því, sem vonir stóðu til. Verklýðsmól: Það má til tíðinda telja, að allt árið var í landvinnu unnið án þess að neinir samningar væru í gildi um kaup og kjör. Öll vinna fór þó fram eftir þeim samningum, er síðast giltu, nema hvað lög voru sam- þykkt á Alþingi til breytinga á þeim (afnám verðlagsuppbótar). Sjómannafélagið Jötunn og Vélstjórafélagið gerðu hinn 12. marz viðbótarsamning við Út- vegsbændafélagið um aflaverð skipverja eftir að hafa boðað verkfall, sem þó ekki kom til framkvæmda, en það átti að hefjast 14. marz. Eigendaskipti á Vestmannaeyjalandi; Samkvæmt lagaheimild sam- þykktri á Alþingi fór fram sala á landareign ríkisins í Vest- mannaeyjum. Vestmannaeyjabær keypti landið, en það eru svo til allar eyjarnar, heimaland og úteyjar. Kaupverðið var 1 milljón króna, er greiðist á 25 árum. Stangveiðimót: Að forgöngu Flugfélags ís- lands var hér að vori haldið al- þjóðlegt mót stang-veiðimanna. Þátttakendur voru rösklega 30 mest útlendingar af ýmsu þjóð- erni, en einnig nokkrir íslend- ingar. Leigður var tugur fiskibáta til athafna fyrir stangveiðimenn ina og þótti mólið vel takast og aflinn vera ríkulegri en á nokkru slíku móti hafði áður fengizt. Framkvæmdir ó vegum hins opinbera: Vatrtsleiðsla er fyrirhuguð á bryggjurnar og í fiskiðjuverin við höfnina frá vatnsbólinu við Skiphellra og hófst leiðslulögn um vesturhluta Strandvegar seint á árinu. Gengið var frá vatnsgeyminum sunnan Skip- hellranna, en hann var raunar að mestu byggður á árinu 1959. Nýr dfangi i hafnargerðinni hófst að hausti með því, að byrj að var að reka niður stálþil fyr- ir botni Friðarhafnarinnar. Hef ur það verk gengið vel og er fyrirhugað að alls verði bryggju þil þarna lengt um 320 til 330 metra. Malbikun gatna var fram- kvæmd að sumrinu og gekk greiðlega, enda tíðarfarið eink- ar hagstætt. Alls voru bikaðar um 2(4 km. gatna samtals. Þess ir vegir breyttu þannig um svip: Heiðavegur upp að Bessa- stíg, Vestmannabraut vestan Skólavegs og austan Kirkjuvegs, Miðstræti, Kirkjuvegur upp að Hvítingavegi, Sólhlíð og Heima gata. Þá fór og fram hellulagning nokkurra gangstétta. Framkvæmdir ó vegum einkaaðila: Ný fiskvinnslustöð er hér í uppsiglingu, Fiskiver Vest- mannaeyja h. f. Fiskverkunar- hús á vegum þess er í smíðum við Strandveg innan Hlíðarvegs. Var það lítillega tekið í notkun á vertíð, þótt varbúið væri, en ekki kom það mjög að sök, þar eð færabátar einir lögðu þar upp, en afli þeirra var fádæma rýr á þessari vertíð. Kaupfélag Vestmannaeyja opn aði nýja, veglega kjörbúð í end urbyggðu húsinu Bárugata 7. Er verzlun sú nú hin nýstárleg asta í bænum. Fisk i mjö Isverksmiðjan hef ur nú verið endurbyggð að veru- legu leyti og stendur sú fram- kvæmd raunar yfir ennþá. Sam- hliða þessu var verksmiðjan bú- in tækjum til þess (í sambandi við Lifrarsamlagið) að bræða síld og annan feitfisk. Framhald á 4. síðu. Malbikaðir voru 2(4 km. af vegakerfi bæjarins. — Mynd- in er frá Heiðarvegi.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.