Eyjablaðið


Eyjablaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 1
EYJABLADI I 22. árgangur. Vestmannaeyjum 19. janúar 1961. 2. tölublað. Ágreiningur innan L. Í.Ú. tefur samninga við sjómenn Að undanförnu hefur sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, haldið fundi með deiluaóiijum flestar nætur. Ekkert miðar í samkomulagsátt og virðist orsökin fyrst og fremst vera ósamkomulag innan Landssambands íslenzkra útvegsmanna um fiskverðið. Nú er svo komið, að um 30 félög sjómanna hafa hafið vinnu stöðvun og fleiri bætast við með degi hverjum. Samninga- viðræður hafa staðið yfir síðan fyrir jól milli samninganefnda sjómannasamtakanna innan Al- þýðusambands íslands og Lands sambands íslenzkra útvegs- manna, fyrst ræddu nefndirnar saman beint, en án árangurs. Samninganefnd sjómanna vís- aði deilunni til sáttasemjara rík is ins í byrjun þessa mánaðar og hafa viðræður farið fram á hans vegum síðan. Á s. 1. ári starfið á vegum sjómanna og útgerðarmanna nefnd, sem gerði athugun á samningum aðilja, sem reyndust vera allt að því jafnmargir og félögin, sem samið hafa. Nefnd in lauk störfum í desember s. 1. og varð sammála um að eðli- legast væri að gerður væri einn samningur um kjör bátasjó- manna, sem gilti fyrir landið allt. Kröfur sjómanna. Fljótlega eftir að þessi nefnd hafði lokið störfum var samn- inganefnd sjómannasamtakanna tilbúin með kröfur sjómanna sem . voru í aðalatriðum þessar: 35% af brúttó afla miðað við 10 menn á bát. mánuði vegna utvegsmanna Kaup,trygging. Frítt fæði. Slysatrygging. Kr. 700,00 á sjófataslits. Samninganefnd lýsti yfir á fyrsta samningafundi að launahœkkun kæmi ekki til greina. Strax og L. í. Ú. hafði í hönd um kröfur sjómanna, settust hinir vísu spekingar við að reikna og ekki lét árangurinn á sér standa. Blöð atvinnurek- enda birtu ávöxtinn ferskan og glæsilegan: Kröfur sjómanna jafngiltu 77% launahækkun. Eitthvað virðist losaralegt í hinum merku reiknivélum L. í. Ú. Krafan um slysatryggingu var metin sem 18% hækkun. Allir aðrir, sem þetta hafa reikn að, fá nokkuð aðra útkomu eða í hæsta lagi 1,8% og munar því á þessum eina lið aðeins 16,2%. Fæðið var metið til 15% hækkunar. Öllum sjómönnum er örugglega ljóst, að þetta er hinn fáránlegasti reikningur og allir útgerðarmenn, sem hafa í höndum fæðisreikninga fyrir báta sína vita, hvílík fjarstæða þetta er. Þessi dæmi verða látin nægja hér, en rétt er að taka fram, að allir liðir hækkunarútreikninga L. í. Ú. eru rangir að einhverju leyti. Þegar þetta er skrifað eru svör útgerðarmanna nákvæm- lega hin sömu og á fyrsta samn- ingafundinum, þeir segjast ekki til viðtals um launahækkun. Samninganefnd sjómanna gerði strax þegar sáttasemjari fékk deiluna til meðferðar til- raun til að auðvelda samkomu- lag með því að lækka kröfur sínar verulega og var þá meðal annars felld niður krafan um frítt fæði. Svör útgerðarmanna eru samt alltaf hin sömu og því alltaf borið við, að útgerðin þoli ekki hækkun launa. Sjálfsagt er að játa, að margir útgerðarmenn hafa að undan- förnu búið við erfið reksturs- skilyrði, en engum, sem af al- vöru vill hugsa um þessi mál, kemur til hugar, að orsökin sé of há laun sjómanna. Rétt er að benda á nokkur at- riði sem skýra þetta: Fiskverðið. Verðlagsráð L. í. Ú. og frysti húsaeigendur sendu frá sér um áramótin samkomulag um fisk- verð og flokkun fisks og þykjast þar miða við hið nýja ferskfisk- mat, sem nú á að taka til starfa. Staðreyndin er sú, að þessi verðflokkun er miðuð við veið arfæri en ekki gæði og nýtur ekki meiri vinsælda hjá útgerð armönnum en svo, að valdaklik an, sem stjórnar L. í. Ú. hefur ekki enn þorað að kalla saman framhaldaðalfund, sem á þó eft- ir að fjalla um þennan endemis samning. Útvegsbændafélag Vestmanna eyja mótmælti strax slíkum vinnubrögðum og samþykkti einróma að hefja ekki róðra og er sú samþykkt enn í fullu gildi. Útgerðarmenn hér eiga heið- ur skilið fyrir að hafa mótmælt þessum svikasamningi og vita skulu þeir það, að sjómenn standa óskiptir við hlið þeirra með kröfunni um rétt fiskverð og sanngjarna flokkun. Útgerðarmenn á Hornafirði hafa náð sérsamningi við frysti- hús Kaupfélagsins þar og er verðið verulega hærra og flokk unin eðlilegri. Oft hefur verið minnzt á fisk verð í Noregi og ekki að á- stæðuláusu, þegar athuguð er sú staðreynd, að íslenzkur með- alvertíðarbátur fær 700.000 kr. minna fyrir afla sinn, en sam- bærilegur norskur bátur. Efast nokkur um, að sæmilegt væri að gera út á íslandi, ef norska fiskverðið gilti hér. Þrátt fyrir þetta er hlutur sjó- Framhald á 2. síðu. Verkfall frá 25. jan. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verka- kvennafélagið Snót hafa lýst yfir vinnu- stöðvun frá og með 25. janúar, ef samn- ingar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Samningaumleitanir hafa staðið yfir að undanförnu, en enginn árangur náðst. Mjólkur og pósfflutningar stöðvast ekki.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.