Eyjablaðið


Eyjablaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 3
ÉYJABLAÐIÐ 3 Frá Heilsuverndarsföðinni Framvegis verður stöðin opin sem hér segir:. I. Ungbarnavernd: þriðjudaga kl. 3 -4 fyrir börn yngri en 1 árs. Kúabólusetning sömu daga. Miðvikudaga kl. 3 -4 fyrir börn eldri en 1 árs. Kúabólusetning sömu daga. II. Berklavernd: þriðjudaga og miðvikudaga kl. 4 - 5 e.h. (röntgenskoðun). Héraðslæknir Frá héraðslækni Viðtalstími minn í stofu verður framvegis kl. 1—2,30 daglega, nema laugardaga kl. 11—12 f. h., og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 1—2, en þá daga er ég jafnframt í Heilsuverndarstöð- kl. 3-5. HENRIK LINNET. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Aðaifundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 3. júní 1961 og hefst kl. 1,30 eftir hádegi. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhögun á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1960 og efnahags- reikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðend- um. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef tillögur koma fram). 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um- boðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. maí — 1. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fundinn. Reykjavík, 10. janúar 1961. STJÓRNIN. BSSS2S2SSS8828288SSS288o£S2S£$8SSS2S2S2o£S^SS2S£o2$2S2S2SSS£SSS£?2S2S£S2S»S«ó2S2S$o2S»SSo2S2S£S28SS2S282SS Ákveðið hefur verið að ráða nokkrar stúlkur til flugfreyju- starfa hjá félaginu á vori komanda. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19 til 28 ára og hafa gagnfræðaskóla- menntun eða aðra hliðstæða menntun. Kunnátta í ensku ásamt einu Norðurlandamálanna er áskilin. Umsóknareyðublöð verða afhent í afgreiðslu félagsins, Lækjargötu 4, Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum þess á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Egilsstöðum, ísafirði og Vestmannaeyjum. Eyðublöðin þurfa að hafa borizt félag- inu útfyllt og merkt „Flugfreyjustörf“ eigi síðar en 21. janúar. r Flugfélag Islands Fundur verkalýðsfélaganna Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verka- kvennafélagið Snót halda sameiginlegan fund í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Samningarnir. Stjórnirnar. Nauðungaruppboð það, sem auglýst var í Lögbirtingablaðinu 1960, í 98., 100. og 102. tbl. á netagerðarhúsi Netagerðar Vestmannaeyja h. f., við Heiðarveg, ásamt öllu múr- og naglföstu og lóðarréttindum, svo og öllum vélum, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, úti- búsins í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 26. janúar 1961 kl. 14,00 á eigninni sjálfri. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. Til sölu! Eg hef nú til sölu m. a. aftir- talið: 1. ) Húseignina Vesturhús. Er tvær íbúðir, 3 og 6 her- bergja. 2. ) 3 herbergja íbúð í nýju húsi lausa til íbúðar. 3. ) 3 herbergja íbúð við Vest- urveg, allt sér, laust til í- búðar. Margt fleira fasteigna hef ég til sölu. JÓN HJALTASON Heimagötu 22. Sími 447. Trillubálur 4—5 smálesta, ekki eldri en 4 ára óskast til kaups norður í Grímsey. Upplýsingar í síma 620. Bíll til sölu Moskovits-bíll, model 1957, í góðu standi, til sölu. Upplýsingar gefur IMRE, í síma 145.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.