Eyjablaðið


Eyjablaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ 22. árgangur. Vestmannaeyjum, 31. janúor 1961. 3. tölublað. Landverkafólkið mun knýja fram hækkað kaup Verkfall Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Snót- ar hófst 25. janúor. - Samúðarverkfall Jötuns og Vélstjórafélagsins hefsr 4. febrúar. Hið almenna kaup verkamanna og verkakvenna er svo lógt og veitir svo ófullkomna lífsmöguleika í dýrtíðarhaf- róti yfirstandandi tíma, að engan þarf að furða ó því, þótt stértarfélögin geri alvarlega tilraun til að ná fram kjarabótum. Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja og Verkakvennafélagið Snót hafa af knýjandi nauð- syn hafið vinnustöðvun til að fylgja fram samningsgerð um kanpkröfur sínar frá síðustu áramótum. Sjómenn fengu 20—25% hækkun. Sjómenn hafa nú samið um kjör sín á yfirstandandi vetri og er auðsætt, að þeir hafa í þeim samningum fengið veru-- lega kjarbót, að því er ætla má 20—25% hækkun frá síðasta ári. Allt síðastliðið ár stóðu samn ingar landverkafólksins opnir og sumpart ónýttir með lagaboð um. Það verða því allir að játa, að til þess liggja hin eðlilegustu rök að samið verði nú um bætt kjör verkafólks. En þótt réttmæti aðgerða verkafólksins sé almennt viður kennt og að minnsta kosti aðal- krafa verkalýðsfélaganna, 20% kauphækkun, talin eðlileg, þá reyna þó ýmsar málpípur íhalds ins að tína til mótbárur og and mæli gegn skjótum og eðlileg- um kauphækkunarsamningi. Skulu nú helztu andmælin lítillega skoðuð og réttmæti þeirrar hugsunar ,sem að baki þeim Hggur, athuguð: Vilí/u þeir nýja stöðvun ó hávertíð? Fyrsta mótbáran er jafnan sú, að verkalýðsfélögin hér hefðu átt að bíða eftir Dagsbrún í Reykjavík með samninga. Þar cr því til að svara, að líklegt er að Dagsbrún knýji fram samn- inga síðar í vetur, máske í marz mánuði. Verkamenn og verkakonur hér eru um skeið búin að vera í óbeinu verkfalli vegna þess, að flotinn hefur af öðrum á- stæðum verið bundinn. Það væri því í fyllsta máta óeðlilegt að reyna ekki samhliða þeirri stöðvun að leysa mál landverka fólksins — eða hver mundi held ur kjósa annað verkfall og þá ofan í hávertíðina? Það er al- veg víst, að ýmsir þeir, sem nú reyna að draga réttmæti yfir- standandi verkfalls í efa og hafa á orði að bíða hefði átt eftir Dagsbrún, þeir hefðu sagt ljótt um samstöðu með Dagsbrún í nýju verkfalli eftir að vertíð var komin á skrið. Hafa þeir eingöngu skyldur en engin réttindi? Önnur mótbáran gegn samn- ingum þegar í stað er sú, að at- vinnurekendur geti ekki samið vegna kauphækkunarbanns at- vinnurekenda í Reykjavík. Rétt er það, að ekki skortir auðmenn ina í Vinnuveitendasambandinu í Reykjavík viljann til að liggja á kaupi verkafólksins, og við þau öfl hafa Vestmannaeyingar löngum verið of leiðitamir. Hitt er svo algert bull, að samn ingar án þeirra leyfis séu óhugs andi. Hver lætur sér detta í hug, að reykvískir atvinnurekendur muni spyrja Vestmannaeyinga um það, hvað þeir megi semja um við Dagsbrún, þegar þar að kemur? Nei, um það verða Eyja menn hreint ekki spurðir. Og hver ætlar að dæma vinnuveit- endur hér svo volaða, að þeir séu aðilar að Vinnuveitendasam bandinu með þungar skyldur til að halda skildi fyrir reykvísk- um burgeisum, en réttindi hafi þeir engin til að vera sjálfstæð- ar persónur. Allt skraf um réttleysi at- vinnurekenda hér er því yfir- skin og úrslitin í vinnudeilunni velta ekki á réttindum þeirra heldur manndómi þeirra. Þar er ekkert að misso. Þriðja mótbáran og sú síðasta sem hér verður rakin að sinni er sú, að það sé stefna ríkis- valdsins og bankanna, að kaup megi ekki hækka, og að þeir sem semja um hækkað kaup muni engrar náðar njóta á hærri stöðum. Sjálfsagt eru rík- isstjórninni ekki gerðar upp rangar sakir með þessari tilgátu, en bábilja er það þó, að hugsa sér þetta einhverja raunveru- lega hindrun í vegi samninga. í fyrsta lagi er nú nýbúið að gera stóra almenna kauphækk- unarsamninga, þar sem eru sjó- mannasamningarnir, og í öðru lagi vita það allir, að enn víð- tækari samningar um kauphækk anir eru á næstu grösum. En það, sem þó gerir endanlega út af við gildi þessarar ástæðu er það, að útvegur landsmanna hef ur aldrei neinnar náðar notið hjá þessari ríkisstjórn eða stofn- unum þeim, sem hún á yfir að ráða, svo í því efni er hreint ekkert að missa. Nýir samningar og bætt kjör ver<Sa knúðir fram. I þessari kjaradeilu hníga öll rök að einu marki: Kjör verka fólks verða að batna, ella verð- ur vart lífvænt fjölskyldufólki Framhald á 2. síðu. Milljónaijón á Hörgeyrargarðinum Belgiski togarinn Marie Jóse Rosette, sem strandaði á Hörg- eyrarhafnargarðinum hinn 10. jan. s. 1. veltist þar unz hann brotnaði í spón. Áður hafði hann þó brotið hafnargarðinn og stendur nú opið gat gegnum hann 8—10 m. breitt og opið frá sjó og upp undir hið þykk- steypta gólf á garðinum, en það hangir saman enn sem komið er. Út frá gatinu, sem sjórinn gengur gegnum virðist garður- inn ætla að halda áfram að brotna til suðurs og sér því ekki fyrir endann af tjóni þessu. Allt er enn á huldu um það, hver ábyrgð ber á tjóni þessu. Sumir telja að vátrygging skips ins muni greiða skaðann. Aðgerðarleysi bæjaryfirvald- anna meðan enn var hugsanlegt að hefta skemmdirnar byggðist á þeirri hugmynd, að ekki væri vert að hafast neitt að fyrr en samband hefði verið haft við vátryggjendur skipsins. Sú hugmynd hefur komið fram í sambandi við tjón það, sem orðið er og auðsjáanlega kostar milljónir króna að bæta, að vert sé að stytta Hörgeyrar- garðinn. Hugmynd þessi er frá Jóni Sigurðssyni hafnsögumanni. — Bendir hann á, að með þessum hætti væri hægt að fá innsigiing una beinni og að hans mati myndi ókyrrð í höfninni ekki aukist við styttingu garðsins.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.