Eyjablaðið


Eyjablaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 2
.[ 2 EYJABLAÐIÐ Nýr fisknr verði einungis metinn eftir gæðum Svo sem kunnugt er hefur Útvegsbændafélagið her ekki enn hafið róðra sökum þess, að verðflokkun sú á fiski, sem fyr- irhuguð er, mundi enganveginn skila útgerðinni (né sjómönn- unum) því verði fyrir fiskinn, sem viðunandi getur talizt. Ráðamenn LÍÚ og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hafa sem sagt samið um flókna verð- flokkun, sem aðeins að yfirvarpi er í tengslum við gæðamat það á ferskum fiski, sem lögum sam kvæmt skal nú upp tekið. Þessi verðflokkun fisks stend- ur nú alveg í vegi fyrir því að íóðrar hefjist bæði hér og á ýmsum öðrum stöðum, þar sem sjómannasamningarnir Iiafa ver- ið felldir vegna hinnar óeðli- legu flokkunar. Til þess að freista þess að koma réttlátari skipan á þessi mál, hafa þeir Lúðvík Jóseps- son og Karl Guðjónsson lagt fram á þingi lagafrumvarp um mat á nýjum fiski. Þar er gert ráð fyrir því, að óheimilt skuli vera að verðflokka fisk eftir öðru en gæðamatinu (ekki eftir því með hverjum hætti fiskur- inn er veiddur) og að útvegs- menn og sjómenn semji sameig- inlega við fiskkaupendur um fiskverðið, en sáttasemjari ríkis- ins í vinnudeilum hafi hönd í bagga um verðsamninga. Frumvarpið er þannig: 1. grein: Þegar framkvæmd er verð- flokkun á nýjum fiski, sem seld ur cr upp úr fiskiskipi, skal verðflokkunin miðast við þrjá gæðaflakka samkvæmt. reglum ferskfiskeftirlitsins, þannig að í fyrsta verðflokki verði fiskur, stm er gallalaus, í öðrum verð- fldkki fiskur, scm ekki er hæf- ur lil frystingar, en hæfur í saltfisk og skreiðarverkun, og í þriðja verðflokki óvinnsluhæfur fiskur, t. d. fiskur, sem ber merki um súr eða ýldu eða er morkinn úr netum. Óheimilt er að flokka fisk eftir öðrum reglum. Þó getur nefnd sú, er um ræðir í 2- gr., ákveðið allt að 12% verðlækkun á smáfiski vegna vinnsluskostnaðar. 2. grein: Fiskverð í hverjum verð- flokki skal ákveðið af nefnd fisksölu- og fiskkaupaaðila. Ráð herra skipar nefndina eftir til- nefningu eftirtalinna aðila þannig: A. Af hálfu fisksöluaðila: 3 fulltrúar tilnefndir af Landssambandi íslenzkra útvegs manna. 3 fulltrúár tilnefndir af Al- þýðusambandi Islands. B. af hálfu fiskkaupenda: 3 fulltrúar tilnefndir af Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, í fulltrúi tilnefndur af Sam- bandi íslenzkra samvinnuiélaga. í fulltrúi tilnefnaur af Sam- lagi skreiðarframleiðenda. í fulltrúi tilnefndur af Si'iu- sambandi íslenzkra fiskíramleið- cnda. Nefndin starfar undir hand- leiðslu sáttasemjara ríkisins í vinnudeilum. Nú næst ekki samkomulag nefndarmanna um fiskverðið, og tekur þá sáttasemjari ríkis- ins sæti í nefndinni, og fellir hún úrskurð þannig skipuð. 3. grein: Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til ársloka 1961. Svo hljóðandi giæinargerð láta flutningsmenn fylgja frum- varpinu: Frumv. þetta er flutt af því sérstaka tilefni að skapazt hef- ur hið alvarlegasta ástand í at- vinnulífi þjóðarinnar vegna á- greinings um verðflokkun á nýj um fiski. Tilefni þessa ágreinings er það, að stjórnendur LÍÚ og stjórnendur nokkurra fiskkaupa samtaka, hafa gert tillögur að verðflokkun á fiski. Fjöldi út- vegsmanna getur ekki fallizt á þessar flokkunarreglur. Þannig hafa útvegsmenn í Vestmannaeyjum, stærsttu ver- stöð landsins, neitað að hefja róðra, ef verðflokkun ætti að byggjast á þessum reglum og samtök útvegsmanna víðsvegar um landið hafa einnig mótmælt þeirn. Meðal sjómanna er ekki síð ur mikil andstaða gegn regl- um þessum og hafa kjarasamn- ingar víða ekki fengizt samþykkt ir í samtökum sjómanna af þeim sökunr. Vegna þessa er útvegurinn víða um land stöðvaður og sér ekki fyrir endann á þeim deil- um. Verðflokkunartillögur stjórn- ar LÍÚ og fiskkaupenda eru í aðalatriðum byggðar á því, að verðleggja fisk eftir því með hvaða veiðarfærum hann er veiddur og á hvaða árstíma. Reglur þessar eru því ekki byggðar á gæðamati og víkja í verulegum atriðum álveg frá því. Augljósir ágallar á verðflokk- unartillögunum eru margir og má t. d. nefna þessa: 1. Handfærafiskur gettur sam kvæmt reglunum aldrei orð- ið í vcrðhæstu flokkunum, hversu góður sem hann er, þótt alltaf Iiafi verið talið, að betri fisk sé ekki unnt að fá, en vel með farinn færafisk. 2. Ýsa, sem jafnan hefur ver- ið með verðhæsta bolfiski, er hér veiðist, er svo til öll verð felld um 12—17%. Verð á beztu ýsu verður þannig 40 —60 aurum lægra hvert kg. en verð á þorski, og er það í öfugu hlutfalli við útflutnings verð á frystum fiski. 3. Bezti netafiskur getur aldrei samkvæmt reglum þess- um komizt hærra en í 3. verð flokk. Slíkur fiskur er þó seldur sem úrvalsfiskur á kröfuhæstu markaði erlendis. 4. Þá er gert ráð fyrir því, að sumarveiddur fiskur sé verð- felldur um 12—17%. Yrði á þann hátt verðfelldur fiskur smábáta, sem oft og tíðum flytja að landi úrvals fisk. Verðflokkunarkerfið fyrirhug- aða er nýtt af nálinni og liefur ekki jrekkzt hér áður. Fngin andmæli liafa heyrzt um Jiað, hvorki frá útvegs- né- sjómönnum, að verðmismunun sé gerð á fiski eftir gæðum hans, Jiótt þeir uni ekki verðflokkun, sem byggð er á allt öðrum grunni, þótt þar sé gæðamat haft að yfirvarpi. Með frumvarpi Jiessu er gert ráð fyrir að verðflokkun fisks verði algerlega byggð á gæða- mati ferskfiskseftirlits ríkisins, en í reglum þeirrar stofnunar er einmitt ákveðin sú Jiriggja stiga gæðaflokkun, sein í frum- varpi þessu er lagt til að verði einnig verðíiokkun. Flokkunarákvæði þessa frum- varps eru tekin beint upp úr 37. gr. reglugerðar um fersk- fiskeftirlit útgefinnar 13. janú- ar 1961. Samkvæmt reglum þeim, sem Jietta frumvarp gerir ráð fyrir yrði allur gallalaus fiskur í hvaða veiðarfæri, sem hann er veiddur, á livaða tíma sem er, í hæsta verðflokki. Þannig mundi allur fiskur, sem frystur er og útfluttur sem 1. fl. vara, verðleggjast í samræmi við það. í annan verðflokk félli svo aljur sá fiskur, sem ekki er tal- inn liæfur í frystingu, en Jró nægilega góður til saltfiskverk- unar eða í skreið. í Jiriðja og lægsta verðflokk færi aðeins sá fiskur, sem ekki er vinnsluhæfur til manneldis og unninn yrði í íiskimjöl eða dýrafóður. Landverkafólk knýr fram hækkun Framhald af 1. síðu. er býr við hina almennu at- vinnu Jressa bæjar. Eðlilegast og hagkvæmast verkafólki jafnt sem atvinnurek endum er að leysa deiluna nú Jiegar, og á Jiessum vetri verði ekki efnt til atvinnutruflana Jiegar yfirstandandi deilu og róðrabanni útvegsbænda lýkur. Vestmannaeyingar eru þegar búnir að fá sig fullsadda á Jjví að láta auðmannastétt Reykja- víkur ráða málum sínum, en þar er eftirminnilegasta dæmið, sú verðflokkun á fiski, sem lít- vegsmenn nú hafa risið gegn, þar sem LÍÚ-broddar og Sölu- miðstöðvarmenn ætla að verð- fella stórlega framleiðslu Jiessa byggðarlags án tillits til vöru- gæða, til Jiess að ná upp fisk- verði við Faxaflóa. Verkamenn og verkakonur munu því í fullkominni ein- ingu og með traustum stuðningi sjómannasamtakanna leiða yfir- standandi verkfall til lykta með nýjum samningi um bætt kjör vinnandi fólks svo sem fyllsta nauðsyn ber til.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.