Eyjablaðið


Eyjablaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 8 Vextir og afborganir skulda Vestmannaeyja- bæjar hækka um 27 pros I»ökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KATY ÞORSTEINSSON Dóróte Oddsdóttir, Emma á Heygum, Bragi Straumfjörð . Verkamenn, Verkakonur! Stjórn verkfallsins og verkfallsverðir hafa aðsetur á skrifstofu verkalýðsfélaganna, Bárugötu 9. Hafið samband við skrifstofuna. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ SNÓT. VERKALÝÐSFÉLAG VESTMANNAEYJA. TILKYNNING frá skattstofunni Athygli skal vakin ó því, að frestur til að skila skattframtölum rennur út í kvöld kl. 12 á miðnætti. SKATTSTJÓRINN. Lerngi hélt íhaldið því fram með talsverðu stolti, að undir þess stjórn risi bæjarfélagið úr skuldum og efldist að öllum fjárhagsstyrk, og sumir þeirra liafa líklega trúað þessu. Ekki ber því að neita, að lieldur hafa þeir á síðustu ár- um dregið saman þetta raup sitt íhaldsbroddarnir. Þó kvækla þeir stundum á því ennþá, þótt allt sé það með meiri tæpi tungu í seinni tíð. Raunveruleikann í þessum efnum má iiins vegar marka á því, að stöðugt þarf það sama í- hald, sem gortar af ráðdeild sinni og búhyggni, að hækka greiðslubyrði bæjarbúa til af- borgana og vaxta af skldum bæj arsjóðs. Á árinu 1960 var þessi útgjaldaliður áætlaður 1.260.000 kr. eða nokkru meira en tíunda hver króna af öllum útsvörum bæjarbúa. Nú telur íhaldið samt, að þessi upphæð muni hvergi hrökkva fyrir greiðslubyrðinni í ár og hefur samþykkt í fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1961 að áætla upphæð þessa 1,6 millj. króna. Það er 27% hækkun frá fyrra ári, og svelgja Samningafundur í dag. Samninganefnd Verkalýðsfé- lagsins og atvinnurekenda hélt samningafund í gær. Ekki náð- ist þar samkomulag og er ann- ar viðræðufundur boðaður í dag. Rætt hefur veiið um að vísa deilunni til sáttasemjara, en at- vinnurekendur óskuðu fundar í dag áður en til þess kæmi. Til sölu! 1. ) E'nbýlishús lítið. 2. ) íbúð í nýju húsi 3 her- bergi og eldhús. 3. ) 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. 4. ) Lóðarréttindi, húsgrunna 5. ) Bifreið — órgerð 1960. og hólfbyggð hús. Kaupanda hef ég einnig að 25 — 30 tonna vélbót. JÓN HJALTASON Heimagötu 22. Sími 447. þessi útgjöld því áttundu hverja krónu, er bæjarbúar borga í út- svör á þessu ári. Hér virðist stefnt í alvarlega átt, því öll hin síðustu ár hefur þessi greiðsla hækkað, ekki einasta í krónum talið, heldur einnig hlutfallslega, örar en aðrir út- gjaldaliðir bæjarins. Hvað sem öllum fagurgala og skrumi líður hjá þeim vísu í- haldshúsbændum, Ársæli og Guðlaugi, þá vitna þessar áætl- anir, skráðar og samþykktar af þcim sjálfum, svo glögglega að ekki verður um villst um það, að alltaf er bærinn að sökkva dýpra og dýpra í skuldasvaðið undir þeirra stjórn. Vilja nú selja Dalabúið Á síðasta bæjarstjórnarfundi lagði meirihlutinn fram tillögu um að fá heimild sér til handa til þess að selja Dalabúið með öllu er því heyrir. Upphaflega var það ætlun í- haldsins að afgreiða tillöguna endanlega á fundinum. En þeg- ar fram á það var sýnt, að hér væri um að ræða ráðstöfun á bæjareignum, sem skiptu millj- ónum króna að verðmæti, var á- kveðið að hafa tvær umræður um tillöguna, og var henni því vísað til bæjarráðs og Dalabús- nefndar til umsagnar. Það eru rök meirihlutans fyr- ir hinni fyrirhuguðu sölu, að ekki sé lengur þörf fyrir bú- rekstur þennan, þar eð mjólkur flutningar lúngað séu nú komn- ir í viðhlítandi horf. Það mun þó lfestra mál, að svo sé ekki og full þörf sé enn fyrir búið. Ljósavél Continental, 8 hestöfl, 5 kíló- wött, 120—240 volt. Benzínmót- or, 4 cylindrar. Lítið notuð til sölu. Upplýsingar gefur ' Gunnar Þórarinsson, Sírni 13176. Laugavegi 76. — Reykjavík. Sjómenn semja Framhald af 4. síðu. Af heildarafla bátsins (brúttó) fái skipverjar í sinn hlut 29,5%, er skiptist í jafnmarga staði og menn eru við bátinn. í Vest- mannaeyjum má ekki skipta í fleiri staði en 10. Samkvæmt gömlu samningun 11 m var aflaprósenta til skip- verja komin niður í 25,26% úr brúttó verðmæti afla bátsins, þar sem sjómenn urðu alltaf að búa við allt annað og lægra fisk verð en útgerðarmaðurinn fékk. Kjarahækkunin er því rúmlega 17% samkvæmt þessum samn- ingi. Ef miða má við þær tölur, sem upp hafa verið gefnar um fiskverð á þessu ári, mætti var- lega áætla, að það gæfi ennfrem ur hlutarhækkun sem næmi 6— 8% svo að kauphækkun ætti að geta orðið allt að 25%, og sé um góðan fisk að ræða, -þá meira en það. Á dragnót og humarveiðum hækkar prósentan úr 35% af skiptaverði í 37% af brúttóverð mæti. Hlutur matsveins hækkar úr föstu kaupi í 1V4 hlut. Þá skal landformaður á línubát fá kr. 6,00 af hverri smálest fisks, er veiðist á línu. Samningurinn er mjög langur og ýtarlegur og margt í honum bundið sem ekki hefur verið hér í samningum áður, svo sem helgarfríin og fleira.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.