Eyjablaðið


Eyjablaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 1
4. tölublað. falt á lægra 22. árgangur Vestmannaeyjum 16. februar 1961 Vinnuafl er ekki lengur verði en fyrir tveim árum Festa og einbeittni einkennir baráttu verkafólks- ins í yfirstandandi kjaradeilu. Fjárstuðningur og baráttukveðjur berast nú hvaðanæva að frá verk- lýðsfélögunum. Eftir Jiær uggvænlegu skreð- ingar, sem orðið hafa á kjörum launjrega síðustu 2 árin, hafa verkalýðsfélögin nú risið upp til varnar Jiví að svo haldi fram sem verið hefur. Hóflegar kröfur. Verklýðsfélögin gera hóflegar kröfur um leiðréttingu sinna mála að því er framtíðina varð- ar, og treystist enginn til að halda Jiví fram að ábyrgðarleys- is eða ævintýramennsku gæti um kröfugerðina. Allt og sumt sem fram á er farið er kaup- hækkun samsvarandi því, sem Hagstofa íslands telur að verð- lag á vörum og þjónustu hafi stigið á síðasta ári og stytting vinnuvikunnar í 44 stundir eins og tíðkanlegt er í mörgum vinnugreinum hérlendis og eins og er hin almenna regla í nágrannalöndum okkar. Einskis krafizt fyrir liðinn tíma. Þótt ærin ástæða væri til, er ekki farið fram á eyris bætur fyrir hin lögþvinguðu kauprán liðins tíma, en svo sem allir vita höfðu verklýðsfélögin í höndum samninga við atvinnu rekendur, sem ákváðu miklum mun hærra kaup á tveim síð- ustu árum en greitt var. Van- efnd þeirra samninga var helg- uð með lögum. Kröfugerð verkalýðsfélaganna og ákvörðunin um að láta ’hjá líða að heimta bætur fyrir lið- inn tíma, sýnir íyllstu nærgætni og tillitssemi við atvinnuvegi Vestmannaeyinga, sem vissulega standa nú hallari fæti en oft áð- ur vegna hinnar fáránlegu og ó- Jrjóðhollu stjórnarstefnu, sem ríkt liefur hér um skeið. Verklýðshreyfingin ber ekki óbyrgð á þungum hag útvegsins. Á þeirri stjórnarstefnu, sem hér veldur nú þungum búsifj- um, bera verklýðsfélögin enga ábýrgð, — Jivert á móti var hen'ni á komið gegn mótinælum og viðvörunum verklýðshreyf- ingarinnar, en með vinsemd og stuðningi atvinnurekenda. Atvinnurekendur hafa líka tekið við hverri hækkuninni af annarri á reksturskostnaði sín- um úr hendi stjórnarvaldanna án Jiess að mögla, allt þar til nú um áramót, að útvegsmönnum fannst nóg kornið. Vaxtahækk- unin kallaði ekki fram nein mótmæli atvinnurekenda. Hún samsvaraði Jió framundir 25% kauphækkun hjá frystihiisunum. Söluskattshækkunin, er spennti upp allar rekstrarvörur báta og fiskiðnaðar, hlaut heldur engin mótmæli atvinnurekenda. Þeir tóku við þessu og mörgu fleiru með blíðu, ef ekki þakklæti úr hendi sinnar stjórnar. En Jrað máttu allir vita, að af launjieganna hálfu yrði ekki þegjandi biiið undir dýrtíðar- öldu stjórnarinnar við hið lækk aða kaup um aldur og ævi. Við vinnum ekki fyrr en leiðréffing fæsf. Og nú er stundin komin. Verkafólk segir: Hingað og ekki lengra. Við búum ekki lengur við okkar lækkaða kaup. Við vinnum ekki fyrr en leið- rétting er fengin. Þetta skilja atvinnurekendur hér á staðnum. En þótt þeir létu rétta sér hvern beizkan bikar stjórnarinnar og sypu í botn án þess að bægja and- styggðinni frá sér, þá halda þeir nú öllu í kyrrstöðu og aðgerða- leysi, þegar kauphækkunarkraf- an, sem er auðvitað bein afleið- ing stjórnaraðgerðanna, kemur íram. Verkakyennafélagið Snót hef ur átt í verkfalli í þrjár vikur, jafnhliða Verkalýðsfélaginu hér. Nú eru einnig Sjómannafélag ið Jötunn og Vélstjórafélagið í samiiðarverkfalli með áður- nefndum félögum. Það er því ekki úr vegi að rifja nokkuð upp tildrög þess ástands, sem nú hefur skapazt og hver við- horf verkakvenna eru í þeirri kjarabaráttu, sem þær nú heyja. Haustið 1958 gerði Verka- kvennafélagið Snót síðast samn inga við atvinnurekendur hér og fékk þá dálitla leiðréttingu á kaupi, leit nú út fyrir að sæmilega mætti við una um sinn, en sú dýrð stóð þó ekki lengi, Jiví í ársbyrjun 1959, er ný ríkisstjórn hafði setzt að völdum, voru laun alls vinn- andi fólks í landinu stórlega skert með lagaboði, þá lækk- Tapið af sföðvun er marg- falf meiri en kauphækkun nemur. Atvinnurekendur mótmæla ekki réttmæti kaupkröfunnar. Þvert á móti viðurkenna þeir réttmæti hennar, að minnsta kosti að einhverju marki. Þeir segja bara: Við ráðurn ekki við þetta. Okkur er Jietta ofvaxið eftir að svo hefur verið þrengt að okkur sem nri er. í þessu kann að finnast sann leikskorn. En Jrá má spyrja: Hafið Jiið efni á að láta Kjartan Thors og aðra brodda vinnuveitendasam- bandsins fyrirskipa ykkur að halda atvinnuvegunum hér í Framhald á 2. síffu. uðu t. d. laun verkakvenna um 500 kr. á mánuði miðað við átta stunda vinnudag. En þetta var aðeins byrjunin, allir vita um áframhaldið, hina stórkost- legu gengislækkun og hömlu- lausu dýrtíð, sem síðan hefur geysað, en kaup hinna lægst launuðu er á sama tírna bund- ið með lögum. Allir heilvita menn viður- kenna nú, að vart sé hægt að lifa lengur af þeim launum, er verkafólki eru skömmtuð, nema að það geti þrælað sér rit meira og minna í næturvinnu. Kaup verkakvenna er hreint smánarkaup, sem ekki verður búið við lengur. Snót hefur haft lausa samn- inga sína frá því seint á árinu 1959, en þá sögðu flest verkalýðs félög upp samningum, en biðu Framhald á 2. síðu. Snótarkonnz ERU EINHUGA

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.