Eyjablaðið


Eyjablaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ Framhald a£ 1. síðu. sloppi vikum saman, til þess að halda skildi fyrir reykvískum auðmönnum í væntanlegri glímu þeirra við Dagsbrún og önnur stéttarfélög, sem þegar hafa lagt fram kaupkröfur, og allir vita að munu fylgja þeim eftir með verkföllum, ef til þarf innan fárra vikna? Það er auðreiknað dæmi, að atvinnurekendur í Vestmanna- eyjum eru þegar búnir að valda sér miklum mun meira tjóni með tregðu sinni til að ganga til samninga við verkamenn og verkakonur en þeirri upphæð nemur, sem fer á heilu ári til kauphækkunar þeirrar, sem hægt er að ná samningum um. ístöðuleysið gagnvart Reykjavíkurvaldinu er dýrt. ístöðuleysi atvinnurekenda hér gagnvart höldum Vinnu- veitendasambandsins í Reykja- vík er þegar orðið verkafólki ærið dýrt. Þó er vinnuveitend- um Iiér í Eyjum þetta þó mikl- um mun þyngra í skauti sjálf- um, og bæjarfélagið sem slíkt fær í þessu efni, sem og mörg- um fleirum, að gjalda þess ó- þyrmilega, hvað forustumenn þess brestur á í víðsýni og manndómi. Hjal atvinnurekenda um eigin volæði getur ekki komið í staðinn fyrir kaup. En hvað sem öllu öðru líður þá er verkalýðshreyfingin stað- ráðin í því að taka ekki við vol- æðishjali atvinnurekenda í stað kjarabóta, né heldur að láta undirgefni þeirra við Reykja- víkurvaldið hefta sig í að knýja fram nýja kjarasamninga. Vol- æðið hafa þeir sjálfir yfir sig kallað með stuðningi við stjórn- arstefnu, sem var og er útgerð- inni fjandsamleg, og vandræð- unum í samskiptum sínum við ríkisvaldið, bankana og stóru auðhringana, sem þeir hafa fal- ið sölu afurða sinna, þýðir þeim ekki að reyna að skáka upp á verkafólkið, sem situr við skarð- an hlut, einmitt af völdum þeirra afla, sem atvinnurekend- ur hafa leitt til öndvegis í þjóð félaginu. Það verður barizt til sigurs. Volæðishjalinu, sem ekki staf ar af kaupþunga heldur illri stjórnarstefnu, verður aðeins svarað á einn veg: Ber þú sjálf- ur fjanda þinn. Verklýðsfélögin, sem nú standa í verkfalli finna samúð stéttarsystkina sinna hvarvetna að af landinu. Samstaðan kem- ur meðal annars fram í fjár- stuðningi við verkfalls-fólkið og mun það tryggt, að ekki verði það svelt inni. — Barátt- unni mun skilyrðislaust haldið fram til sigurs. Snólarkonur eru einhuga Framhald af 1. síðu. átekta meðan verið var að ræða og samræma kröfur þeirra. Á Alþýðusambandsþingi s. 1. haust voru þær svo endanlega samþ., þótt mörgum þætti þar of skammt gengið. Félögunum var svo í sjálfs vald sett að haga að- gerðum eftir því, sem hentaði á hverjum stað. Miðstjórn Alþýðusambands- ins hafði fram að þessu reynt að fá einhverju áorkað við ríkis stjórnina um lækkun vöruverðs, sem verkalýðsfélögin gætu met- ið til einhverra kjarabóta, en engu slíku var sinnt. Vinnandi fólk var því neytt til að hefja kjarabaráttu. Verka fólkið hér krafðist þess af sín- um félögum, að nýir samningar yrðu gerðir fyrir vertíð, og þar ákveðið að Verkalýðsfélagið og Snót hefðu þar algera samstöðu. Skynsamlegast þótti að reyna að leysa þessi mál meðan róðra- bann útgerðarmanna batt flot- ann, svo að landverkafólk yrði tilbúið til starfa þegar róðrar hæfust. Þetta hefur þó strandað á 'atvinnurekendum, þeir hafa nú, eins og áður, fremur efni á allri þeirri sóun verðmæta, sem stöðvun atvinnutækjanna hefur í för með sér, en lítilfjör legri kjarabót til hins vinnandi fólks. Það er vægast sagt óþjóð- holl stefna, sem Vinnuveitenda- samband íslands rekur um þess ar mundir, og hún mun sann- arlega verða brotin á bak aftur. Verkakonur eru búnar að fá nóg af því að vera lægst laun- aða vinnuaflið. Þátttaka þeirra í atvinnulífinu réttlætir fylli- lega að þeim sé meiri sanngirni sýnd. Félag þeirra er viður- kenndur samningsaðili gagn- vart atvinnurekendum hér og mun á þeim vettvangi halda fast við lágmarkskröfur þeirra. Snótarkonum er fullkomlega treystandi að standa einhuga um kjaramál sín. Þær hafa áður sýnt, að þær liafa einurð til að bcra mál sín fram lil sigurs. V crkakona. Vinnuafl ekki falf á lægra verði Vextir og afborganir hækka í risaskrefum Þess var getið í síðasta Eyja- blaði, að samkvæmt nýsam- þykktri fjárhagsáætlun bæjarins munu vextir og skuldaafborgan- ir bæjarsjóðs hækka um 27% frá síðasta ári og nema 1,6 millj kr. eða áttundu hverri krónu af útsvörunum. Þótt þessar tölur einar saman beri því glöggt vitni, að rnitt í góðæri undanfarinna ára sekkur Vestmannaeyjabær und- ir stjórn íhaldsins stöðugt dýpra í skuldafen, þá er með þessu minnstur hluti sögunnar sagð- ur. Tvö hin helztu fyrirtæki bæj- arins safna þó skuldum miklum mun hraðar en bærinn sjálfur. Þau fyrirtæki eru höfnin og raf- veitan. Á síðasta ári stóð meðal ann- ars þessi liður í fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs í tekjubálkinum: Ríkisframlag og lántaka vegna framkvæmda 9.740,000,— Framlag ríkisins nam það árið hálfri milljón króna, svo lán- tökur liafa þá væntanlega num- ið um 9 milljónum. Þá voru vextir og afborganir hafnarinn- ar áætlaðar 600 þús. kr. Nú ætlar hafnarnefndin sér tekjuliðinn: Ríkisframlag og láritökur hvorki meira né minna en 14 millj. 475 þús kr. Afborg anir og vextirnir eru líka hækk aðir um 233% og eiga á þessu Vaxta- og afborgunargreiðslur: 1960 Bæjarsjóður 1.260.000 Rafveitan 900.000 Hafnarsjóður 600.000 ári að nema tveim milljónum króna. Rafveitan ráðgerir 10 milljón kr. nýja lántöku á árinu ofan á fyrri skuldir sínar. Vaxta- og af- borganabyrðin mun því þyngj- ast úr 900 þús kr. í 1 millj. og 500 þús.íkr. eða um 67%. Nú er að sjálfsögðu ekki við því að segja, þótt hófleg lán séu tekin til nytsamlegra fram- kvæmda, ef þau fást með skap- legum kjörum. En þegar þeir hinir sömu tnenn, sem ráða lán- tökuhlaupi Vestmannaeyjabæj- ar sitja einnig hinum megin við borðið og leggja sitt lóð á vog- ina til að sprengja upp öll vaxta kjör, er augljóst, að þeir eru bæjarfélagi sínu hinir óþörf- ustu. Út yfir allan þjófabálk tekur þó, þegar þeir leyfa sér að tala um skuldasukk andstæðinga sinna, sem um skeið báru á- byrgð á stjórn bæjarins, samtím is eigin framkvæmd í skuldasöfn un, sem er margföld við það, sem nokkru sinni áður hefur þekkzt. Til glöggvunar fyrir bæjar- búa skal hér sýnd í heild sú byrði vaxta og afborgana, sem Vestmannaeyingum er ætlað að standa undir á yfirstandandi ári með útsvörum, vörugjöld- um og rafmagnsgjöldum, og hver hækkunin er frá fyrra ári: 1961 hækk. kr. hækk. % 1.600.000 340.000 27% 1.500.000 600.000 67% 2.000.000 1.400.000 233% 2.760.000 5.100.000 2.340.000 Af þessu litla yfirliti, sem um ræðir, má Ijóst vera, að vext gert er beint eftir áætlun í- ir og afborganir eru eins og nú haldsins sjálfs um þróun fjár- cr komið langstærsti útgjalda- mála þeirra stofnana, sem þar Framhald á 3. slðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.