Eyjablaðið


Eyjablaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Yfirlýsing frá Inga R. Helgasyni Hann hefur þegar stefnt Morgunblaðinu. Síðastliðinn sunnudagsmorg- un vaknaði ég við það að vera orðinn stórþjófur. Ritstjóri víðlesnasta blaðs Iandsins, Morgunblaðisns birti þennan morgun á forsíðu, sem aðalsunnudagsuppslátt, fregn þess efnis, að ég hafi stolið 400 þúsundum króna úr sjóðum Sósíalistaflokksins og af því til- efni verið rekinn úr fram- kvæmdastjórastarfi flokksins, en Ægi Ólafssyni verið falið að afla fjár upp í sjóðþurrðina. Mér hefði ekki brugðið meira þótt ég hefði lesið andlátsfregn mína á sömu forsíðu, því að sem ég er lifandi er ég fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins og hef aldrei stolið fé, hvorki úr sjóðum Sósíalistaflokksins né annarra. Eg náði fljótlega tali af Sig- urði Bjarnasyni ritstjóra og spurði hann, hvernig á þessari fregn stæði. Hann sagðist ekki hafa verið á laugardagsvaktinni og aðcins lesið fregnina eins og ég. Ilann kvaðst mundi athuga málið. Eg náði síðar um daginn í nýja ritstjórann, Eyjólf K. Jónsson, sem rekur lögfræðiskrif stofu hér í bænum, eins og ég, við hliðina á ritstjórnarverki sínu. Jú, hann hafði sett frétt- ina í blaðið og talið sig hafa hana eftir góðum heimildum, sem hann vildi þó ekki til- greina.. Eg benti hontun á ýmsa forystumenn Sósíalistaflokksins til að spyrja þá, hvort nokkrir fjármunir hefðu horfið og hver væri framkvæmdastjóri flokks- ins. Það taldi hann óþarfa, en sagði að lokum: hringdu í mig á morgun ég þarf að tala við mína menn. W' Húsnæði 2 herbergi og eldhús óskast sem fyrst. Upplýsingar í síma 28. Herberai óskast sem fyrst. Upplýsingar í prentsmiðjunni. í morgun náði ég aftur tali af ritstjórninni og krafðist þess að húii aflaði sér án tafar upp- lýsinga um sannleiksgildi þess- arar fregnar hjá réttum aðil- um, birti í þriðjudagsblaðinu leiðréttingu og bæði mig afsök- unar. Því var synjað. Fyrir tilverknað þessara blek- riddara lyginnar stend ég því sem þjófur án þess að nokkurt fé hafi horfið, og rekinn úr því starfi, sem ég gegni enn og hef gegnt undanfarin 4 ár. Ritstjórnin er sem sagt stað- ráðin í því að nota áróðursmátt Morgunblaðsins til þess að reyna að svipta mig æru og mannorði í trausti þess, að fjöldi fólks trúi henni þrátt fyr ir yfirlýsingar mfnar og ann- arra og augljósar staðreyndir. í slíkum pólitískum vopnaburði býr svo mikil lágkúra og ó- drengskapur að siðaðir menn frábiðja sér slíkt, og ég hélt sannast sagna, að l'orráðamenn Morgunblaðsins liefðu dug í sér til að halda blaðinu frá slíkum vopnaburði. Þar að auki býr í þessum vopnaburði leyndur tilgangur Eyjólfs K. Jónssonar að rýra mannorð mitt og traust, en hann veit, að ég sem lögfræð- ingur er trúnaðarmaður margs fólks í peningamálum, en sá þáttur jressa máls hlýtur sér- staka meðferð Lögmannafélags íslands. Eg hef að sjálfsögðu stefnt Morgunblaðinu og ritstjórn jjess, til þyngstu refsingar, ó- merkingar ummælanna og skaða bóta, og fær þá Eyjólfur tæki- færi til að tilgreina heimildar- menn sína fyrir rétti. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 13. febr. 1961. Ingi R. Helgason. Saumanáimkeið verður haldið á næstunni. Tek einnig að mér að sníða og Jiræða saman. Stmi 451. Rúna ísaksdóttir. Yfirlýsing framkvæmda nefndar SósíalistafGokks ins: Framkvæmdanefnd Sósíalista- fiokksins sendi Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu, sem blaðið birti: „Síðhstliðinn sunnudag birt- ist í Morgunblaðinu algjörlega tilhæfulaus ósannindi um „fjár drátt“ og „fjármálaóreiðu“ í Sósíalistaflokknum og auk jress ærumeiðandi aðdróttanir um framkvæmdastjóra flokksins. í tilefni af þessum skrifum Morg unblaðsins óskar framkvæmda- nefnd Sósíalistaflokksins þess, að eftirfarandi leiðréttingar verði birtar: 1. Umrædd skrif blaðsins eru með öllu tilhæfulaus ósannindi. 2. Ingi R. Helgason er frain kvæmdastjóri flokksins eins og hann hefur verið undanfarin ár og liefur engin breyting ver- ið gerð í þeim efnum. 3. Guðmundur Vigfússon gegnir sama starfi hjá flokknum og hann hefur gert um alllang- an tíma og hefur engin breyt- ing orðið á. 4. Aðdróttanir um „fjár- drátt“ og „fjármálaóreiðu" eru tilefnislausar og rangar frá rót- um, enda hefur enginn eyrir horfið úr sjóðum Sósíalista- flokksins og engin athugasemd komið frá endurskoðendum né öðrum innan flokksins vegna reikninga hans. Framkvæmdastjórn Sósfalista- flokksins lýsir undrun sinni og fyrirlitningu á slíkum skrifum sem þessum. Og þar sem hún gerir sér ljóst, að ritstjóm Morgunblaðsins veit full vel, að umræddar aðdróttanir og full- yrðingar blaðsins eru ósannar þá væntir hún þess, að blaðið birti framanritaða leiðréttingu. Reykjavík, 13. febr. 1961. F. h. Framkvæmdanefndar Sósí- alistaflokksins. Einar Olgeirsson (sign). Brynjólfur Bjarnason (sign) Vextir og afborganir liður samfélags Vestmannaey- inga. Enginn útgjaldaliður fjár- hagsáætlunar bæjarins kemst í námunda við þá 5,1 milljón króna, sem skuldaklafinn leggur á okkur. Hækkunin á jressum gjöldum einum saman nemur 2 milljónum og 340 þúsundum króna, en það jafngildir 520 kr. á hvert mannsbarn í bænum eða 2.600 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu til uppjafnað- ar. Bein afleiðing þeirrar fjár- málastjórnar, sem hér er að verki, er hækkun útsvara, hækk un hafnargjalda, liækkað verð á raforku, en allt þetta hefur ver ið framkvæmt á síðasta ári og sér ekki fyrir neinn enda á jaeirri þróun. En jrað 'er hugmynd íhalds- ins, að allar eigi hækkanir þess- ar ásamt með öðrum hækkun- um að leggjast á fastbundið og úhreyft kaup fólksins. Nýkomin V. A. C. Axel Ó Lárusson skóverzlun 8S8S8SSSSSSSSS82S2S2SSSSSSS2S2S2SSSSS2SSS2SS*S8SS2S2S2SSSS8SSSSSSSS2SS^SSS2S2S2SSSSS28SS£S2S2SSSi'S2SSS2S£; ÚTGERÐARMENN! Þeir, sem ætla að kaupa smáriðnar síldar- nætur eftir teikningum frá mér, tali við mig sem fyrst. . INGÓLFUR THEÓDÓRSSON. *2*2*2*2*2*2*2S2*2*2X2X2a2S2*2í2*2*2a2*2*2*2X2*2í2*21®!2J(2!!2*2!!2!^2!^2?2í2?2!K?,2?2!£S2S2?2?2?2?2S2í2!'.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.