Eyjablaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 1
EYJAB
22. argangur
Vestmannaeyjum, 19. apríl I961
6. tölublað.
Ihaldið ætlar að bregða búi
Bæjarstjórn hefur samþykkt að bjóða
Dalabúið út til sölu eða leigu. - Við-
reisnin hefur siigaö búskap bæjarins,
og ráðdeild þeirra Guðlaugs og Ársæls
leiðir til þess, að bærinn flosnar upp frá
búskapnum.
anna, heldur samþykkt að bjóða
Dalabúið til sölu eða leigu.
Ekki breytti það neinu, þótt
bent væri á, að ólíklegt má
teljast að við útboð búsins nú
fái bærinn kauptilboð, sem
skili því verðmæti, sem í bú-
inu liggur.
Allir voru fulltrúar íhalds-
ins útbelgdir af því, að mjólk
í janúar s. 1. lagði meiri-
hluti bæjarstjórnar fram tillögu
um að bjóða kúabú bæjarins
að Dölum út til sölu. Tillög-
unni var vísað til Dalabús-
nefndar og síðari umræðu.
Svo leið og beið og enginn
fundur var haldinn í bæjar-
stjórn fyrr en 14. apríl. En þá
var heldur ekki beðið boð-
urframleiðsla búsins mætti
með engu móti hætta, en vildu
koma henni í hendur einka-
rekstursins, rétt eins og þeir
vissu ekki, að fátt hefur á síð-
ustu árum orðið sér jafn ræki
lega til skammar og ýmsir
þættir einkarekstursins, sem
virðist í fæstum greinum þola
„viðreisnina", sem postular
einkarekstursins komu á í
fyrra, einmitt til að hinn marg
lofaði einkarekstur gæti sýnt yf
irburði sína.
Það er augljóst mál, að eng-
in trygging er fyrir því, að Dala-
búið verði rekið að neinu gagni
ef bærinn sleppir af því hend-
inni, eða hver skyldi svo sem
geta bannað þeim, sem búið
eignuðust að bregða búi eða
flosna upp?
Hitt er augljóst, að meðan
hægt er að hafa hér þær gras-
nytjar, sem enn er, þá er það
ekki til uppbyggingar byggðar-
laginu, að bæjarfélagið hlaupist
frá því búi, sem það með ærn-
um kostnaði hefur komið sér
upp.
Lanssíminn áformar miklar
framkvæmdir hér í sumár
Hýr hafnarbálur
Svo sem getið hefur verið um
í blöðum, er nýlega komið hér
í höfnina nýtt skip, hafnarbát-
urinn Lóðsinn.
Bátur þessi er um 70 rúmlest
ir að stærð með 500 hestafla
díselvél. Báturinn er smíðaður
í Þýzkalandi eftir teikningu
Hjálmars Bárðarsonar og er sér
staklega miðaður við hlutverk
sitt hér í og við höfnina.
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að hinn eldri hafnarbátur,
Léttir, var fyrir löngu ófullnægj
andi til þeirra starfa, sem hafn-
arbátar hér þurfa að hafa.
Ekki er enn upp gefið, hvað
hinn nýi bátur kostar. Hinn
upprunalegi smíðasamningur
um liann hljóðaði upp á 605
þúsund þýzk mörk, en það er
nálægt sex milljónir íslenzkra
króna, en allar breytingar, sem
gerðar hafa verið frá samningn-
um eru þar að auki, að svo
miklu leyti, sem þær valda
kostnaðarauka, svo og kostnað-
ur við undirbúning smíðanna
og heimsiglingu skipsins.
Björgunarfélag Vestmanna-
eyja og Slysavarnadeildin Ey-
kyndill hafa búið Lóðsinn ýms-
um tækjum til björgunarstarfa
og Slysavarnafélag íslands hef-
ur gefið gúm-björgunarbát
skipið.
Einar Sveinn Jóhannesson er
skipstjóri á Lóðsinum, en Sig-
urður Sigurjónsson vélstjóri.
Gamli hafnarbáturinn, Léttir,
verður enn í notkun undir
stjórn Ólafs Ólafssonar eins og
áður.
Eins og kunnugt hefur verið
um skeið, er unnið að undir-
búningi þess, að sæsímastrengur
verði lagður milli Islands og
Færeyja. Endastöð íslands-meg-
in verður hér í Eyjum, suður
við Stórhöfða.
Þaðan verður lagður jarð-
strengur að símstöðvarhúsinu,
stöðvarhúsið stækkað og búið
nýjum tækjum til sjálfvirkrar
símaþjónustu. Einnig verða ný-
ir strengir lagðir að tækjastöð-
inni á Stóra-Klifi, en sú stöð
fær mjög aukin verkefni, þar
Framhald á 2. síðu.
Gamli hafnarbáturinn „Léttir" tekur á móti „Lóðsinum" 4. apríl