Eyjablaðið


Eyjablaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 4
ÚR BÆNUM Vertíðin er mjög léleg: Að kvöldi liins 15. apríl var heildarafli bátaflotans hér um 17.000 tonn vegið upp úr bát- um. Á sama tíma í fyrra var afl- inn veginn á sama hátt 43.500 tonn. Lifrarmagnið reyndist á sama tíma 1090 tonn á móti 2782 tonnum á sama tíma í fyrra. Ef aflamagnið frá því að ver- tíð byrjaði, þ. e. frá marzbyrj- un, er borið saman við síðasta ár, er aflinn nú 17 þús tonn á móti 31 þús. tonnum í fyrra, eða 14 þúsund tonnum minna á þessu hálfs annars mánaðar tímabili. En færri bátar ganga nú héðan en í fyrra. Þegar aflatregða kemur í of- análag við alla aðra erfiðleika útgerðarinnar af viðreisnarsök- um, verður útlitið ærið dökkt. Aflabrögðin síðustu daga. Frá miðjum mánuði hafa afla- brögð almennt verið dauf. Þó hafa nokkrir bátar náð upp miklu aflamagni á þessum dög- um. Bezt hefur þetta gengið hjá v/s Kristbjörgu, sem nú mun orðin næst hæsti bátur að afla með nálega 400 lestir upp úr bát. Færabátarnir hafa einnig feng ið góðan kipp síðustu daga og var þeim ekki vanþörf á því, þar eð afli þeirra hefur svo til enginn verið þar til hina 5 eða G síðustu daga. Fram að þeim tíma var afli þeirra flestra inn- an við 10 tonn, en hinir síð- ustu dagar hafa gefið sumum þeirra milli 30 og 40 tonn. Jón Magnússon fró Sólvangi lótinn. I fyrradag lézt Jón Magnús- son frá Sólvangi á sjúkrahúsi í Reykjavík, þar sem hann hafði ÍS2S2S2S2S2S2S2S2S2S2SSS2SSS2S2S2S2SSS2S2S2S2R2S2S2Í Hús fi! sölu Nú hef ég til sölu m. a.: 1. ) íbúð, 2 herbergi og eld- hús7 við Vesturveg, allt sér. 2. ) Kjallari við Heimagötu, 2 herbergi rúmgóð og aðstaða til að gcnga fró eldhúsi og baði. 3. ) Einbýlishús við Bakkastíg, 7 herbergi og eldhús. Margt fleira er til sölu. ,Vin- samlegast hafið samband við mig, ef þér þurfið að selja hús eða kaupa . JÓN HJALTASÖN Heimagötu 22. Sími 447. S2S2S2S2S2S°S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S EYIABLADID L tgcfandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggi Gunnarsson. Prentsm. Eyrún hf. Si § •c o« i Sumardaguiinn fyrsli. Skemmtun barnaskólans í Samkomuhúsinu hefst kl. 2: DAGSKRÁ: 1. Skemmtunin sett: Steingrímur Benediktsson. 2. Lúðrasveit barnaskólans leikur. Oddgeir Kristjánsson stjórnar. 3. Blokkflautuleikur. 4. Leikþáttur (6. bekkur A). 5. Leikþáttur (4. bekkur A). 6. Söngur, skólakórinn. Oddgeir Kristjánsson stjórnar. 7. Þjóðdansar og leikfimisýning. Hafdís Ámadóttir stjórnar. 8. Lúðrasveit skólans leikur. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 í Samkomuhúsinu og kosta 10 kr. fyrir börn og 20 kr. fyrir fullorðna. Stéttarfélag barnakennara. ‘•í» S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2!?2S2S2S2ít2S2S2S2?t2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2??2S2S2S2S2S2S2S2?t2??2S2R2S2S Nýkomið! FINNSKT GABON, 16 og 19 mm. stærð 5x10 fet. MASONÝT, 4x9 fet. Nýja kompaníið h. f. Sími 480. dvalið um mánaðar skeið. Jón var hér kunnur borgari, vann um langt skeið við loft- þjöppunarvél á vegum bæjarins og var nú síðast starfsmaður skattstofunnar. Mat’ til suldaskila. Kreppulánastarfsemi stjórnar valdanna hcfur nú sent hingað matsmenn sína til að meta eign- ir þeirra fyrirtækja, sem sótt liafa um skuldaskilalán úr hinni nýju lánadeild Fiskimálasjóðs, og eru þeir búnir að stunda hér uppskriftir sínar um skeið. Löbirtingablaðið tekur fjörkipp. Ein er sú útgáfustarfsemi í landi hér, sem viðreisnin hefur lieldur betur fjörgað upp á. Það er Lögbirtingablaðið. Um þessar rnundir má kalla að Lögbirtingur sé orðinn að dagblaði svo ört kernur hann út. Efnið er að langmestu leyti auglýsingar um nauðungarupp- boð á eignum vegna vanskila á skuldum á opinberum gjöldum. Guðlaugur samþykktir á sig traust. Á bæjarstjórnarfundi hinn 14. þ. m. samþykktu íhaldið og kratarnir sjálfum sér lof og prís fyrir að hafa hleypt Bretum inn í íslenzku landhelgina. Elías Sig fússon tók það þó fram við at- kvæðagreiðsluna, að sitt traust og þakklæti væri ekki ætlað Guðlaugi Gíslasyni heldur Guð- mundi í. Guðmundssyni. Ekki verður séð, að þar hall- ist mikið á sem Elías þakkar sæmdarmanninum Guðmundi í en Guðlaugur sjálfum sér. í fagTiaðartillögu þessari var hvergi getið um hinn glæsta ár- angur fiskveiðanna, sem land- helgissamningurinn var líkleg- Öllum skaðabótakröf- um hafnorinriar neitað. Belgiski togarinn, Marie Jose Rosette, sem strandaði á Hörg- eyrarhafnargarði 10. jan. s. 1. braut hafnargarðinn verulega, svo sem kunnugt er. Af hálfu bæjarvaldanna var gerð skaðabótakrafa á liendur eigendum og vátryggjendum skipsins, en slíkri kröfu neita þeir. Bærinn hefur nú ákveð- ið að hefja málsókn á hendur þessum aðilum til tjónbóta vegna hafnarskemmdanna, sem skipið olli. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var upplýst, að þrjár hugmynd- ir væru uppi um, hvernig við- gerð á garðinum skuli haga. í fyrsta lagi kemur til mála að gera við garðinn og halda honum í því horfi, sem hann hefur verið í. í annan stað þyk- ir koma til mála að stytta garð- inn aftur í það horf, sem liann var í 1925, en þá var hafnar- garðshausinn rétt við þann stað, sem gat er nú á garðinum, og yrði þá að sprengja og fjarlægja fremsta hluta garðsins ásamt hausnum, sem nú er. Þá hefur í þriðja lagi komið til greina að stytta garðinn og byggja auk þess álmii úr honum, eins ög hann þá yrði, til austurs. Að hverri leiðinni, sem horfið yrði, mundu framkvæmdir kosta milljónir ki'óna. Bærinn hefur nú óskað eftir dómkvaðningu manna til að meta tjónið, sem á garðinum er orðið. Sökum þess, að fjárráð hafn- arinnar eru mjög þröng eins og málum er nú komið og allt er í óvissu um tjónbætur, þá er lík- legast, að viðgerð á garðinum fari ekki fram á sumri komanda heldur híði hún betri tíma. Dráttur á viðgerð býður hins vegar heim hættum á frekari skemmdum á garðinum, og er málið því allt hið alvarlegasta. Lir til að gefa nú og í framtíð- inni og má það teljast furðuleg háttvísi, þegar á allt er litið, sem íhaldsmenn og kratar hafa áð- ur um landhelgismálið sagt. EYJABLAÐIÐ þakkar öllum viðskiptamönn- um sínum og lesendum fyrir samstarfið á vetrin- um og óskar þeim gleðilegs sumars. EYJAILADID

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.