Eyjablaðið


Eyjablaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 4
Handritin í ræðu og Ijóði EYJABLAÐIÐ Ltgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggi Gunnarsson. Prentsm. Eyrún hí. Hverjir stela? Nú hefur verið gert samkomu lag við dönsku stjórnina um heimflutning verulegs hluta hinna gömlu, íslenzku handrita, sem hinar síðustu aldir hefur legið í vörzlu Dana, á Árna- safni og víðar. Þessu ber auðvitað að fagna, því eðlilegt er, að hver þjóð fái að varðveita sín handritaskinn og skráða fornleifð. En um leið ög íslenzku þjóð- inni áskotnast þessi fornu skjöl verður þess vart, að sumir menn taka að láta eins og með því séu öll vandamál íslenzku þjóð- arinnar leyst fyrir tíma og ei- lífð. Þeir, sem þannig láta eru þó ekki ýkja fjölmennir, og í hópi þeirra eru helztir ráðherr- arnir úr íslenzku ríkisstjórninni. Því er þó verr, að þetta er mik- ill misskilningur. Barátta íslendinga fyrir sjálf- stæði sínu bæði á sviði efnahags og menningarmála hlýtur að halda áfram, hvort sem handrit- in liggja í Danmörku eða hér heima á íslandi. Það er meira að segja ekki rétt, að hnattstaða handritanna geti neinu breytt um sögu eða bókmenntir íslend inga. Ráðherrarnir, sem nú telja öllu borgið með hinum fyrir- hugaða handritaflutningi eru raunar ekki eins sannfærðir og eir vilja vera láta um að allt sé fengið. Þeir eru enn ekki búnir að róa svo samvizkuna eftir land- helgissamningana við Breta, að þeir geti talað um þennan samn ing með eðlilegum hætti, þvert á móti hlaða þeir upp fráleit- um orðræðum um, að hér hafi íslendingar fengið alla sína ósk, alla sína von, og menntamála- ráðherrann, Gylfi Þ. Gíslason, orðaði það svo í fréttaauka út- varpsins fyrir skömmu, að þessi handrit væru einasta réttlæting- in fyrir sjálfstæði íslands- — rétt eins og sjálfstæði landsins væri glæpur, sem þyrfti réttlætingar við. En Danir hafa notfært sér það sérstaka hugarástand, sem ríkj- andi er í herbúðum íslenzkra ráðherra um þessar mundir. Þeir létu ráðherra íslands und- irrita það með þessum handrita samningi, að aldrei framar skyldu íslendingar gera tilkall til eins eða neins, hvorki hand- rita eða annarra muna úr ís- lenzkri eigu, sem vera kynni nú í vörzlu Dana á söfnum eða hjá einkaaðilum. Og það þarf engan að undra, þótt Danir geti haft bækur Árna Magnússonar að gjald- miðli sínum í viðskiptum við þau stjórnarvöld íslands, sem láta Breta borga sér með sneið- um af Selvogsbanka. En ofmat ráðherranna á gömlu skinnunum beinir þjóð- inni ekkert fram á veg. Það er fullkomin þröngsýni og villi- trú, að tilvera íslenzku þjóðar- innar og þróun hennar til fram- fara og hagsældar byggist ein- ungis á skorpnum skræðum. Mikið mættu ráðherrarnir, sem nú mæla af forpokun og rembingi um handritin öfunda Árna heitinn Guðmundsson frá Háeyri, sem vissulega stóð eng um þeirra að baki í aðdáun fag- urra bókmennta, af því að geta rætt liandritamálið af mannleg um léttleika og skilningi. Árni orti um það dægurlaga- texta fyrir nokkrum árum og mitt í hástemmdum rembings- ræðum um málið nú, hljóma þær vísur nú sem ferskur blær í daunmettuðum óþef: Menn hal'a kannski veitt at- hygli frétt, sem kom í útvarp- inu 2. maí um fiskveiðar við Lófóten í Noregi. Var talið, að þar hefði orðið ein bezta vertíð nú um langan tíma, eflahlutir liefðu orðið frá 5—10 þús. norsk um krónum (þ. e. rúmlega 25— 50 þús. kr. íslenzkar), og hæsti báturinn hefði aflað 240 lestir. Sá afli hefði gert 250 þús. kr. norskar (1 millj. 332 þús. íslenzk ar krónur) og aflahlutur á þeirn bát orðið 15 þús. norskar krón- ur (um 80 þús. ísl. kr.). Það kemur á daginn, að afli, sem hér telst vera mjög lítill, er þar talinn góður. Það er verð ið á fiskinum, sem öllu breytir. Eftir þessum fréttum að dæma, sem eríitt mun að rengja, er verðið hvorki meira né minna en helmingi hærra en hér eða yfir 5 kr. íslenzkar hvert kg. Mönnum verður á að spyrja: livað veldur þessum mismun? Og hvað segir Emil sjávarút- vegsmálaráðherra nú, skyldi hann hafa hlustað á fréttina? Og hversvegna halda menn, að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafi barizt eins og ljón á þingi gegn því að rann sóknarneínd væri kosin til að rannska þennan mikla verðmis- mun, sem er hér á fiski og í Nor egi og grafast fyrir orsakirnar? ÚR BÆNUM Fóru ó 1. maí hótíð í Moskvu: Eins og mörg undanfarin ár bauð verkalýðssamband Sovét- ríkjanna sendinefnd frá Alþýðu sambandi íslands til hátíðahald anna í Moskvu hinn 1. maí. Að þessu sinni dvelja þrír Is- lendingar þar eystra um þessar mundir í boði þessu. í þeim hópi er Hermann Jónsson, for- maður verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, en hinir tveir eru Kristinn Ág. Eiríksson úr Járn iðnaðarmannafélaginu í Reykja vík og Sigurjón Jónsson úr Dags brún. Þeir munu væntanlegir heim um miðjan þennan mán- uð. Ný rukkarastaða: Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að ráða nýjan rukkara til starfa hjá bænum til viðbótar þeiin, sem fyrir er. Þetta er eina dæmið, sem menn vita til, þar sem viðreisn- in hefur skapað aukna atvinnu. Byggt undir nýja vélasam- stæðu í rafstöðinni. Vélakostur rafstöðvarinnar hef ur um skeið verið af skornum skammti. Áformað var að setja upp nýja vélasamstæðu fyrir síð ust.11 vertíð en það hefur dregizt á langinn. — Ný, 2500 hestafla vél í Rafstöðina er hingað kom in fyrir nokkru, og er um þess- ar mundir verið að byggja und ir liana rammlegar undirstöður. Ekki þótti fáanlegt nægilega gott steypuefni til þess á neinum aðgengilegum stað, svo gera þurfti sérstakan veg að möl á útströnd Eiðisins austanverðri, og var steypuefnið síðan sótt þangað. HÁNDRITAGLORÍA Agætis kall og engum líkur Arni Magnússon safnaði mörgum skrítnum skræðum skrifaði lon og don, elskaði hérna unga frú en átti í Danmörku ófrýnilega, öllum leiða aflóga kellingu. Viðlag: Arni kallinn oft í svalli með ýmiskonar fuglum skrítnum lenti (Og ég sjálfur orðinn hálfur og yrði kannski fullur, ef ég nennti). Skræðurnar urðu eftir, Jjegar Arni kallinn dó, Þær, sem ekki fóru í eldinn cða grænan sjó. Arni kallinn oft í svalli með ýmiskonar fuglum skrýtnum lenti. Fannst hann ýmsum fingralangur fór þar skræðan mörg. Fyrir skinnin skilding bauð ’hann; skorti margan björg. En út af þessum fornu fræðum frægt er mannsins nafn, og úti þar er enn við lýði Arna-bókasafn. Arni kallinn oft í svalli o. s. frv. SSSSSSSSS8SSSSSSSSSSSSSSSSS3SSSSSSSSSSSS8SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3SS3SSSSSSSSSSSSSSSSSS

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.