Eyjablaðið


Eyjablaðið - 17.05.1961, Side 1

Eyjablaðið - 17.05.1961, Side 1
EYJABLA 22. argangur Vestmannaeyjum, 17. maí 1961 8. tölublað Ein vitleysan býður annarri heim: Verður Herjólfur tekinn úr Vestmannaeyjaferðum? Nú eru komnar fram tillögur um að hætta Vest- mannaeyjaferðum Herjólfs, rífa þriðjung far- þegarúmsins úr Esjunni og lóta þau tvö skip í hringsiglingar um landið. Þegar róðherrar blaðra um hluti, sem þeir hafa ekki vit á, Það hefur verið tízka hjá í- haldinu að undanförnu að tala þeim mun meira um sparnað í opinberum rekstri, sem það hef- ur á því sviði gerzt sukksamara í framkvæmd. Fróðir menn telja, að á árinu 1960 hafi á vegum ríkisins og Reykvíkinga verið varið 37—40 milljónum króna í vezlur og annað staut kringum gestakom- ur til landsins. Engan þarf því að undra þótt fjármálaráðherrann, Gunn- ar Tlioroddsen Iiafi talað drjúgt um sparnað í upphafi þessa árs eða í áætlunargerðum fyrir það. — Hann boðaði mikinn sparn- að í fjárlagáræðu sinni, og þing- liðið, sem studdi fjárlög lians, boðaði sparnað á næsta ári í 28 liðum. En engu að síður hækk- uðu fjárlögin verulega og ein- göngu vegna aukinnar eyðslu, því framkvæmdir voru skornar niður. Meðal þessa sparnaðar, sem færður var á skrá og boðaður sem fagnaðarerindi var 5 millj. kr. lækkun á framlagi til strand siglinganna. En það var látið fylgja með breytingu þessari, að ckki yrði á neinn hátt dregið úr þjónustunni, heldur átti galdur- inn að liggja í því að fá út- lcnda sérfræðinga til að skipu- leggja þessa starfsemi upp á hag kvæmari máta en áður hafði verið gert. Fyrstu tillögurnor voru fórónlegar. Eyjablaðið hefur áður sagt frá því (hinn 6. des. s. 1. í grein- inni Ráðherrar hafðir að fífl- um), hve fáránlegar hinar fyrstu tillögur norsku sérfræðinganna reyndust. En sýnt þótti, að ef þær ættu að korna í framkvæmd myndu þær ekki einasta rýra strandsiglingaþjónustuna held- ur og stórauka kostnaðinn við hana. Jafnvel ráðherrarnir sáu þetta og sögðu sínum norsku leigu- spekingum að lesa upp og læra betur, að þessum tillögum hefði einungis verið hlegið, svo nú yrðu þeir að vandasig og ná saman sparnaðartillögum, er hægt væri að sýna. Nú á að kreppa að Vestrnannaeyingum. Og nú eru komnar nýjar til- lögur til ríkisstjórnarinnar. Þær eru byggðar á mikilli vinnu spekinganna, sem búnir eru að fara nokkra hringi umhverfis landið með strandferðaskipun- um og liggja auk þess langtfm- um saman undir feldi, til að í- grunda speki sína. Ekki hefur stjórnin þó árætt að kunngera fólkinu í landinu hin nýju áform, hvað þá að hrinda þeim í framkvæmd enn sem komið er. En Eyjablaðinu þykir ástæða ti! að gefa Vest- mannaeyingum kost á að vita, það sem það hefur orðið á- skynja um úr tillögum þessum og veit með fullri vissu um, enda snertir það ekkert byggðar lag á Iandinu óþyrmilegar en Vestmannaeyjar, ef stjórnar- völdin skyldu heimskast til að framkvæma tillögur spekinga sinna. Auk þess sem suint úr eldri tillögum leigu-spekinganna er nú endurtekið, eru hinar nýju tillögur aðallega þessar: 1. Hætt skal að hafa skip í Vestmannaeyjasiglingum. 2. Rifið skal farþegarými Esj unnar að þriðjungi og hún þannig höfð í hringsiglingum um landið. 3. Sett skal millidekk í lest Framhald á 2. síðu. Kaupið óbreyft Þar eð samningar Verka- lýðsfélagsins og Snótar við Vinnuveitendafélagið voru útrunnir hinn 15. maí, hafa margir að því spurt, hvaða kaup ætti að greiða eftir þann tíma. Því er vert að upplýsa eft- irfarandi: Kaupið' breytist ekkert. Það er löngu viðtekin regla, að unnið er eftir síð- asta samningi, er í gildi vai', þar til nýr samningur er gerð ur eða verkfall eða verkbann er tilkynnt af öðrum hvorurn samningsaðila. Ekkert af þessu hefur gerzt og því er unnið eftir samn- ingunum, sem gerðir voru hér í vetur, unz málum verð- ur á annan veg skipað. Einn umiækjandi um brauðið Halldór Kolbeins prestur á Ofanleiti hefur, svo sem kunn- ugt hefur verið um skeið, sagt starfi sínu lausu. Umsóknarfrestur um brauð- ið var auglýstur til 15. maí. Biskupsskrifstofan upplýsir, að aðeins einn umsækjandi sé um brauðið, Þorsteinn Lúter Jónsson, prestur f Stöðulsholti í Hnappadalssýslu. Þorsteinn er fæddur 1906 í Reykjavík. Hann er sonur hjón anna Maríu Guðlaugsdóttur frá Hallgeirsey í Landeyjum og J óns Þorsteinssonar söðlasmiðs frá Ártúnum á RangárvöIIum. Hinn .væntanlegi prestur er mörgum Vestmannaeyingum kunnur, bæði vegna ætternis sfns og ekki síður sökum kvon- fangs síns, en hann er giftur Júlíu Matthíasdóttur Finnboga- sonar á Litlu-hólum hér í bæ. Á árunum 1925—1927 vann Þor steinn hér við verzlunarstörf í verzlun Egils Jakobsen. Þótt umsækjandi sé aðeins einn, fer samt fram kosning og er líklegt að hún verði 28. þ. m. Högni í Vatnsdal látinn Hinn 14. þ. m. lézt Högni Sigurðsson bóndi í Vatnsdal. Hann var á 87. aldursári. Högni var Vestmannaeyingur að uppruna, sonur Sigurðar Sig urfinnssonar hreppstj. á Heiði. Eyjablaðið mun síðar minnast þessa merka manns.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.