Eyjablaðið


Eyjablaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 2
> 8 i EYJABLAÐIÐ Aumleg afkoma hjá bæjar sjóði og stofnunum hans Ekki bólar enn á bæjarreikn- ingunum fyrir árið 1960, en endurskoðun bæjarins hefur gert yfirlit um afkomu bæjarins, rafveitunnar og hafnarsjóðs á fyrsta fjórðungi yfirstandandi árs. Tölur þær, sem fram koma í því yfirliti, sýna glöggt, að þungt er fyrir fæti um inn- heimtu þeirra tekna, sem ráð er fyrir gert í fjárhagsáætlun- um þessara stofnana. Bæjarsjóður. Árstekjur bæjarsjóðs eru á- ætlaðar um 15,5 millj. kr. Á fyrstu þremur mánuðunum hafa komið í kassann rösklega 3,3 milljónir króna. Ekki væri það neitt óskaplega slök inn- heimta, ef þær tekjur væru eðlileg innborgun af liinum á- ætluðu tekjum, en svo er ekki. Innheimta áætlaðra tekna nær ekki heilli milljón króna. Nær hálf þriðja milljón króna af hinum 3,3 innborguðu eru: Eldri útsvör ..... 1.688.480,78 Eldri faste.gj.... Sg-SQ1^0 Tekin lán .......... 484.626,36 Minnkun sjóðs .... 242.861,79 Tekjur utan áætl 2.455.360,43 Svo sem allir hljóta að sjá, er verulegur hluti þessarar heildarupphæðar alls ekki nein- ar raunverulegar tekjur, held- ur eignaeyðsla og lántökur. Af hinum áætluðu 15,5 millj. kr. tekjum hafa í marzlok að- eins komið inn kr. 889.731,85. Með öðrum orðum sagt: Þeg- ar liðinn var 1 /4 af árinu, var 1/17 partur teknanna innheimt ur. En ekki verður annað séð en að eyðslan hafi nokkurnveg- inn haldið áætlun. Rofveitan. Rafveitan telur sig eiga von í 6,8 millj. kr. rekstrartekjum á árinu. (Hún ráðgerir auk þeirra 10 millj. kr. lántöku í ár). Hún hefur því á ársfjórðungn um náð inn 12. parti af hin- um áætluðu rekstrartekjum. Auðvitað hefur það ekki nærri nægt henni fyrir rekstrar- ( útgjölduin, hvo hún hefur auk- ið skuldir sínar við viðskipta- menn sína og banka og lækkað sjóð sinn um samtals rösklega hálfa milljón króna á tímabil- inu frá ársbyrjun til marz-loka. Framhald af 1. síðu Herjólfs og hann síðan tekinn í hringsiglingar umhverfis land ið á móti Esjunni. 4. Hekla verði seld án þess, að nokkurt skip komi í henn- ar stað. Vinsælustu og arðsömustu þættir útgerðarinnar eiga að leggjast niður. Ef þessar tillögur verða fram- kvæmdar, liggur í augum uppi, að allir þeir þættir í starfsemi Skipaútgerðar ríkisins, sem í senn hafa aflað henni vinsælda og reynzt arðgefandi, verða kveðnir niður og hverfa úr sög- unni. En þessir þættir eru: Vest mannaeyjasiglingar Herjólfs, sumarleyfis-hringferðirnar með Esjunni og Norðurlandasigling ar Heklu. Eftir skal standa einmitt það, sem bæta þyrfti um. Eftir á hins vegar að standa óhaggað að kalla, það sem helzt er ófullnægjandi og botnlausast ur taprekstur er á í strandsigl- ingunum. 1 Herðubreið og Skjaldbreið eru svo smá skip, að engin leið er að láta þau fullnægja flutn- ingaþörfinni til hinna mörgu smærri hafna á ströndinni. Hafnarskilyrðum á viðkomu stöðum þeirra hefur hins vegar skilað það mikið fram á við, að hægt er að koma þar við talvert stærri skipum. Sökum smæðar sinnar, geta „Breiðurnar" aldrei borið sig, þrátt fyrir yfirdrifin verkefni. Þær tapa ævinlega nokkuð á 3. milljón króna hvor, þótt þær séu í fullum rekstri, eða álíka hárri upphæð og Esjan eða Hekla, þótt ekki verði það með Hafnarsjóður. Hafnarsjóður gerir ráð fyrir 18 millj. kr. tekjum á þessu ári, cn þar af er ríkisframlag og lántaka (ósundurliðað) kr. 14.475.000,00. neinu móti saman borið, hvað þjónusta hinna stærri skipa við landsfólkið er miklum mun meiri. Sagt oð Norðmenn vilji ekki hafa sérfræðingana heima. Það er alveg furðulegt, hvern ig leigu-spekingar stjórnarinnar hitta á að leggja til það fráleit- asta, sem hugsazt getur bæði í frumtillögum sínum og líka í endurskoðuðum tillögum. Og á sama hátt má það merkilegt lieita, að Jreir skuli aldrei koma auga á, hvar skórinn raunveru- lega kreppir, til dæmis það, að Herðubreið og Skjaldbreið eru úreltar og stærri skip þarf í Jreirra stað. En máske liggur skýringin í því, sem Ólafur Thors upplýsti um einhverja norska leigu-spek inga um daginn, að norska rík- ið borgar þeim sjálft kaupið við fræðiiðkanirnar hér á landi. Auðvitað borgar það sig marg- faldlega fyrir Norðmenn að hafa ekki svona spekinga heima, og auðvitað er það aðdáunarverð skarpskyggni norsku stjórnarinn ar að uppgötva, að til var ríkis- stjórn, sem var vel sæmd af svona spekingum. Jóhann Þ. Jósefsson lófinn. Hinn 15. maí s. 1. lézt Jó- liann Þ. Jósefsson á sjúkrahúsi í Hamborg, þar sem hann var staddur á heimleið frá ráðstefnu er han nhafði setið í Bonn. Jóhann var um áratugaskeið þingmaður Vestmannaeyja og liefur hann mjög komið við sögu opinberra mála meðal annars var liann fjármálaráð- heiTa um skeið. Jóhann var nær 75 ára að aldri. Ekki hafði þó tekizt í lok marz-mánaðar að ná inn í kass- ann svo mikið sem einni þess- ara 18 milljóna, heldur sýnir yf irlitið innborgun samtals að upphæð 833 þúsund kr. og er mestur partur af því skuldasöfn- un og eldri gjöld, sem ckki snerta hinar áætluðu 18 millj. kr. inntektir ársins. í þessu fjórðungs yfirliti er Lóðsinn ekkert kominn til sögu að því er séð verður, því ekkert af hinum ráðgerðu lán- tökum er talið í framkvæmd, en liins vegar hefur höfnin á þessu tímabili þó aukið skuldir sínar við viðskiptamenn sína og banka um 420 þús. kr. Allt er yfirlit þetta hið í- skyggilegasta og ekki sízt, þegar það er haft í hyggju, að ofan á þennan fjárhag munu nú bætast milljónatuga lántökur á þessu ári, bæði vegna hafnar- og raf- veitumála, auk þess sem bærinn safnar nú margvíslegum óreiðu skuldum og sér ekki fyrir neinn enda á því sukki. Eru í aflasölu erlendis. Eyjabergið er í söluferð til Englands með lúðu og ýsu. Stíguncli og Marz fóru báðir með ísaðan löngu-farm til Sví- Jrjóðar, en þar er talinn einhver markaður fyrir þann fisk á föstu verði, sem nema mun um einni sænskri krónu fyrir kg. (1 sænsk kr. er kr. 7,37 ísl.). Þá verður skál! Yngri deild íhaldsmanna á- formar nú Heimdallar-heimboð til Eyja um hvítasunnuna. Ekki er þetta nýmæli, held- ur hefur svo oft verið áður og jafnan með þeim endemum. Ölæði hinna ungu íhalds- manna liefur jafnan í slíkum heimsóknum verið miklum mun ofboðslegra en þekkzt hef ur við önnur tækifæri hér, þótt stundum liafi raunar verið sop- ið hér á um of. Hins vegar hefur stórölæði í- haldsunglinga á hvítasunnu lagst hér af um skeið, síðan Ing- ólfur á Hellu var hrópaður nið- ur í miðri ræðu sinni yfir lýð þessum fyrir nokkrum árum. Verður Herjóllur fekinn?

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.