Eyjablaðið


Eyjablaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 1
Siðleysi íhaldsins nær nýju hámarki: r Ur galtómum bæj arsj óði á að leggja Mikson til 50 þúsundir Á bæjarráðsfundi á mánudaginn var samþykkti meirihiuti bæjarráðs að veita íþróttabandalagi Vestmannaeyja allt að 50 þús- und króna styrk, til þess að launa hér þjálfara, og er styrkveiting þessi í beinu samhengi við það, að forráðamenn íþróttamála hafa ráðið hingað hinn kunna Eistlending, sem í föðurlandi sínu liggur undir ákæru um striðsglæpi og morð. ; Verkfallsalda | er risin ) Hinn 29. þ. m. skall á al-) (mennt verkfall í Reykjavfk, ( r Hafnarfirði, Akureyri, Siglu-) ) firði, Húsavík og víðar og) c fleiri verkföll cru raunar í( ) uppsiglingn, ef ekki nást) ( fram nýir kaupgjaldssamn-( ) ingar. ) ( Það mun flestra manna ( ) mál, að ekki sé jrað vonum) ) fyrr að verkalýðshreyfingin) ) lætur til skarar skríða til leið-( ) réttingar á kaupgjaldinu, sem) ( „Viðreisnarstefnan“ hefur( ) bæði lækkað í krónutölu og) ( nagað niður með stóraukinni ( ) dýrtíð. ) ) Hér í Eyjum hafa verka-) ( lýðsfélögin þegar knúið fram( ) mikilvæga kjarabót sinna fc ) (laga, þótt ekki vegi hún upj ( ) það sem af þeim hefur verið) ( rænt, og kemur hér ekki til) ) verkfalla af þeirri ástæðu. ( ) Engu að síður mun verka-) ( lýðshreyfingin hér fylgjast af( ) áhuga með gangi mála í yfir-) (standandi verkföllum og að-( ) stoða félaga sína, sem nú) (standa í eldlínunni, eftir því,( ) sem við verður komið. ( ( Ef gerðir verða víðtækir) ( samningar í lok verkfallanna( ) nú, munu samningar hér ) (þeir, sem út runnu 15. maí( ) og enn er unnið eftir, verðt) ( teknir Lil endurskoðunar og) ) samræmi'ngar þeim sjónarmið) ( um, sem ííkjandi verða við) (nýja væntanlega samninga-( j gerð. Sjómannadagurinn. Um næstu helgi fara hér fram hátíðahöld á vegum Sjó- mannadagsráðs með svipuðu sniði og að undanförnu og Sjó- mannadagsblaðið kemur þá út. Starfandi formaður Sjómanna dagsráðs nú, er Grétar Skafta- son, skipstjóri á Ófeigi III. Edvard Hinriksson, sem áður hét Mikson, var lögreglufor- ingi á ógnarstjórnartímum aft- urhaldsafla í föðúrlandi sínu Eistlandi, og er talinn hafa starfað þar að handtökum og morðum á Gyðingum og komm- únistum. Mikson á nú að verða hér íþróttaþjálfari og æskulýðs- leiðtogi. Eftir að Mikson þessi kom hér tif lands, gerðist hann mik- ill leiðbeinandi íhaldsmanna í þjóðmálum og hefur af og til síðan verið höfundur Morgun- blaðsgreina um ýmis pólitísk efni. Nú á síðustu mánuðum liefur hins vegar Jrótt minna til hans koma í því hlutverki, sökum þess að Ijóst er orðið, að í Eist- landi hafa staðið ylir mikil rétt- arhöld vegna morða á Gyðing- um og ýmsum andfasistum og úefur þar sitt af hverju komið í Ijós um fortíð þessa íhaldspost- ula. í blöðum í Reykjavík hefur verið talsvert birt af ljósprent- uðum málsskjölum þessara rétt- arhalda og útdrættir úr fram- burði vitna. Kemur þar fram, að Mikson hefur gefið út fjölda handtökuskipana, þar sem sak- argiftir voru aðeins grunur um róttækar stjórnmálaskoðanir eða gyðinglegt jrjóðerni. Ekki virð- ast þeir borgarar, sem Mikson skipaði slikar handtökur á yfir- leitt liafa átt afturkvæmt í sam- félag lifandi fólks. Og einnig er Mikson persónulega sakaður urn morð. í Reykjavík hafa þegar verið settar fram inargar kröfur um Jrað, að mál Miksons þessa verði rannsakað, en ekki hafa stjórnar völdin enn orðið við þeirri rannsónkarkröfu, enda þótt Mik son liafi nú fengið íslenzkan borgararétt. Eull trúi Alþýðubandalagsins í bæjarráði greiddi atkvæði gegn íjárveitingunni til ráðningar MikSons og benti á ömurleik þessa máls og vildi bíða rann- sóknar þess. En Guðl. Gísla- son sagði; að Mikson væri sak- laus og hefði stefnt Þjóðviljan- um fyrir meiðyrði um sig. Og Guðlaugs-dómur gildir hjá í- haldinu, svo meirihlutinn sam- þykkti að losa bæjarsjóð við þessar þúsundir handa Mikson. Það er auðvitað mikið alvöru- mál fyrir byggðarlagið, að í- haldsmeirihlutinn í bæjarstjórn skuli auðsveipur Guðlaugi í því að nota fjármuni bæjarins til annarra eins hluta og hér er gert, en í því efni eru bæjarbú- ar ýrnsu vanir. Hitt eru nýjar og sorgiegar fréttir, að forysta íþróttahreyfingarinnar reynist svo skyni skroppin urn velsæmi sem hér sér á. Rök Guðlaugs eru jafnan söm við sig. Saga hans um stefnu Miksons á liendur Þjóðviljan- um er með öllu ósönn og upp- Framhald á 3. síðu. Vestmannaeyingar eiga kröfu á svari Frásagnir Eyjablaðsins um hinar nýju tillögur, sem uppi eru hjá ríkisstjórninni u mbreytingar á rekstri Skipaútgerð- ar ríkisins, hafa að vonum vakið hina mestu athygli. 1 aðalatriðum eru tillögurnar þessar: * Herjólfur verði tekinn úr Vestmannaeyjaferðum og látinn sigla hringfetð umhverfis landið. * Rifið verði farþegarýmið úr Esju að þriðjungi. * Hekla verði seld og ekkert skip fengið í hennar stað. Það er augljóst, að tillögur þessar ganga þvert gegn hags- munum þessa byggðarlags og hljóta að vekja andúð allra skaplegra manna, sem láta sig aðstöðu Eyjanna nokkru varða. En Fylkir, blað bæjarstjórnaríhaldsins víkur sér undan að taka nokkra afstöðu til þeirra, en viðurkennir þó, að tillögur þessar liggi fyrir til athugunar. Það eru broslegir tilburðir ráðþrota manna, að halda að skainmir og illyrði um Karl Guðjónsson fyrir það, að hann kom því til leiðar, að Herjólfur var byggður til Vest- mannaeyjaferða, geti komið í staðinn fyrir afstöðu til þess máls, hvort íhalds- og kratastjórninni á að haldast uppi að taka Herjólf úr Vestmannaeyjasiglingunum eða ekki. Vestmannaeyingar eiga fulla heimtingu á því að vita, hver afstaða bæjarstjórans er til þessara tillagna.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.