Eyjablaðið


Eyjablaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 2
* EYJABLAÐIÐ fÍT Högni Sigurðsson frá Vatnsdal MINNINGARORÐ Hinn 14. þ. m. lézt einn a£ merkustu borgurum þessa bæj- ar, Högni Sigurðsson, bóti og útgerðarmaður í Vatnsclal. Hann liafði flestum öðrum mönnum fremur sett svip á bæjarlíf Vest mannaeyinga, þegar hann var í blóma lífsins. Hann var mikill að vallar sýn, þrjár álnir á hæð og gildur, hraustmenni að burðum, virðu- legur í fasi og fróðari flestum mönnurn hér um slóðir. Högni var af merku fólki kominn. Hann var 6. maður frá Högna Sigurðssyni presti á Breiðabólstað í Fljótshlíð og bar nafn þessa forföður síns. Hann var fæddur í Görðum hér í Eyjum, en það eru ekki þcir Garðar, scm nú heita svo, lieldur var þetta grasbýli suð- austur af Kirkjubæjartorfunni, nú löngu komið í eyði. Fæðing- ardagur hans var 23. september, þjóðhátíðarárið 1874. Foreldrar Iians voru Þorgerður Gísladótt- ir, ættuð úr Hvolhreppi í Rang- árvallasýslu og Sigurður hrepp- stjóri Sigurfinnsson, bónda í Yzta-Bæli undir Eyjafjöllum, Runólfssonar bónda og skálds á Skaganesi í Mýrnal. Högni ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Görðum, síðan í Boston, sem nú heitir Dalbær við Vestmannabraut og loks á Vilborgarst. Sigurður hrepp- stjóri bjóð síðar á Heiði, en þá mun Högni hafa verið farinn úr foreldrahúsum. Sigurður Sigurfinnsson hrepp stjóri var hér mikill frammá- maður á sinni tíð og sjósóknari mikill. Það var t. d. hann, sem hingað keypti erlendis frá fyrsta vélbátinn, Knörrinn, 1905. Högni hóf sjósókn með föður sínum 15 ára gamall, þá á opnu skipi og héldu þeir feðgar lengi saman í sjósókn. Snemma hneigðist Högni til mennta. Lærði hann hér latínu hjá embættismönnum og tók próf í þeirri fræðigrein. Högni var tvo vetur í Flensborgar-skóla og lauk þaðan prófi. Að því loknu fór hann til Norðfjarðar og var barnakennari í sex ár. Þar giftist hann árið 1899, Sigríði Brynjólfsdóttur, ættaðri úr Reykjavík. Þau fluttu svo til Vestmannaeyja og fengu eina af Vilborgarstaða-jörðunum til ábúðar og byggði Högni nýtt íbúðarhús neðst í túni þeirrar jarðar og nefndi það Vatnsdal, og við þann stað var hann jafn- an kenndur síðan. Fyrst eftir að Högni kom aft- ur til Eyja var hann kennari í tvö ár, en stundaði jafnhliða og lengur sjómennsku með föður sínum. Kennari var liann talinn með Högni Sigurðsson. afbrigðum góður og í skólavist sinni í Flensborg reyndist hann vera afburða námsmaður. Allt frá aldamótum var Högni þátttakandi í útgerð föð ur síns, fyrst í opnu skipi og síð ar í vélbátunum, Skeiðinni og Freyju. Hélzt félagsútgerð þeirra, þar til Sigurður lézt 1916. Þá lét Högni byggja nýj- an bát, er liann átti einn. Var það vélbáturinn Esther, er hanri gerði út allt til 1930. Jafnhliða útgerðinni stund- aði Högni búskap í stórum stíl á þeirrar tíðar mælikvarða. Bæði sat hann jörð sína með sóma og braut einnig til ný- ræktar stórt landsvæði utan hennar á svonefndri Strembu. Þegar ísfélag Vestmannaeyja ákvað að koma upp vélknúðu frystihúsi, þá vantaði mann með haldgóða þekkingu til að stjórna því. Gísli J. Johnsen, sem var frumkvöðull þeirra framfara, kom fljótlega auga á mann tilvalinn til að nema á skömmum tíma erlendis þau fræði er til þurfti, það var Högni Sigurðsson. Hann fór síðan til Danmerkur og lærði þar vélstjórn og meðferð frysti- véla á óvenjulega skömmum tíma. Þetta var fyrsta vél-frysti- húsið á íslandi og það tók til starfa undir stjórn Högna árið 1908. Þarna var Högni vélstjóri allt til ársins 1928 og leysti það starf af hendi af mikilli samvizku- semi. Þau Sigríður og Högni eign- uðust sex börn, sem voru þessi: 1. Sigurður, er bjó hér í Vatns dal, giftur Ingibjörgu Ólafsdótt- ur frá Vík í Mýrdal. Sigurður er látinn fyrir nokkrum árum. 2. Ágústa, gift Sigurði Odd- geirssyni prests í Vestmannaeyj- um. Þau bjuggu í Reykjavík. Ágústa er látin fyrir fáum ár- um. 3. Hildur, gift Tómasi Jóns- syni frá Sómastaðagerði í Reyð- arfirði. Þau bjuggu í Reykja- vík. Hildur er látin fyrir mörg- urn árum. 4. Guðmundur, bílstjóri í Vatnsdal. Dánarminning r Högni Sigurðsson, Vatnsdal, Vestmannaeyjum. Hinzta kalls þú hlýddir tónum, lirökk í brjósti lífs þíns strengur, þar með hniginn, horfinn sjónum höfuðkenmpa, snillidrengur. Þinn með lestri efldir anda, orðs að speki líkur Njáli. Maður stórra sæva og sanda, sást liið' rétta í hverju máli. Enda varstu gáfnagarpur Guðs-af náð, má hiklaust segja, á allar greinar skilnings skarpur skjótur beztu ráð að eygja. Víðlesinn og víða heima varst þú, livað sem bar á góma, lézt í hæðir lxugann dreyma hulda að grunda leyndardóma. Lærðir sögu landa og þjóða, last á hverrar tungumáli. Kunnir grip á gígju-ljóða, gneistar hrukku af andans stáli. Samtíð þinni fórstu íramar, frjóvar græddir töðulendur, voru þar að verki tamar vizka þín og traustar hendur. Vörpulegur varst’u að líta, víkingsættar lietjumaki, vildir aldrei lieimsku hlýta, hugans lyftir grettistaki. Þökkum Guði göfga drenginn, gáfumanninn dagfarsprúða, nú til móðurmoldar genginn mitt í vorsins blómaskrúða. Hún þig að sér örmum vefur, eins og móðir barni vaggar, þreyttum hvílu góða gefur glitvef undir blóma og daggar. Farðu vel til sælusala, sólarkonungs fjörru stranda, risnum upp af dáinsdvala dagur ljómar skyggnum anda. Sveinbjörn Á. Benónýsson.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.