Eyjablaðið


Eyjablaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ Þökkum öllum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför HÖGNA SiGURÐSSONAR, Votnsdal. Guð blessi ykkur öll. Guðný Magnúsdóttir og börn. 5. Haukur, bílstjóri Landa- götu 29, Vestmannaeyjum, gift- ur Jóhönnu jósefsdóttur frá Siglufirði. 6. Esther, gift Jóni Björns- syni, verkamanni. Þau búa í Reykjavík. Sigríði konu sína missti Högni 1921, en árið eftir gift- ist hann eftirlifandi konu sinni Guðnýju Magnúsdóttur frá Búðarhólshjáleigu í Landeyj- um. Sonur þeirra er Hilmir, raf- virki, TúngQtu 22, Vestmanna- eyjum, giftur Öldu Björnsdótt- ur úr Vestmannaeyjum. Öll eru börn Högna myndar fólk, enda hlutu þau gott upp- eldi á myndarheimili, sem Högni jafrian átti, enda konur hans báðar ágætar húsfreyjur. Högni lét ekki sinn hlut eft- ir Hggja í því að vinna hér að þróún heilbrigðs félagslífs og menningarmála. Hann var söng maður ágætur og starfaði lengi í söngflokki, sem Ágúst J. John- son, síðar bankagjaldkeri í Reykjavík ,stjórnaði hér. Högni var mikill glímumaður og tók fullan þátt í íþróttalífi sinnar samtíðar. Högni liafði jafnan óbiluga trú á mætti samtaka hins vinn- andi fólks og var fulltrúi þess í hinni fyrstu bæjarstjórn Vest- mannaeyja, einnig var hann lengi í niðurjöfnunarnefnd. Þótt Högni hafi ekki notið langrar skólagöngu á nútíma vísu, þá má segja að hann hafi komið úr Flensborg sem há- menntaður maður, því þar kom hann vel undirbúinn og þangað fór hann til að læra. í raun réttri lagði Högni aldrei frá sér bókina, hann varð snemma víðlesinn og gat jafnan miðlað öðrum af fróðJeik sínum, enda mun um margra ára skeið eng- in fræðibók hafa komið út á Is- landi svo að Högni ekki læsi hana og raunar flest, sem þá var út gefið, og hve-rgi kom þar um- ræðu manna, sem Högni gat ekki aukið þekkingu viðmæl- enda sinna. Högni átti tvö alsystkini. Það S2S2S2SSS2S2S2JÍ2!í2S2S2ÍÍSS2S2«2JÍ2!í2SSíS2S2S2S2S2S2Jt2? Mótorhjól fl-il sölu. Upplýsingar að Kirkju vegi 39. S2S2S2S2? Hús ti! sölu Nú hef ég til sölu m. a.: T.) Einbýlishús við Bakkastíg Bárustíg, Hásteinsveg og víðar um bæinn. 2.) Húseigmna Vesturhús. 3.) íbúð, 3 herbergi og eldhús á bezta stað í bænum. Lítil út- borgun og hagkvæm lán áhvil- andi. 4.) Hús í smíðum við Strembu götu. Uppsteyptur kjollari og út- veggir á hæð. Margt fleira er til sölu. JÓN HJALTASON Heimagötu 22. Sími 447. Mikson 50 þús. Framhald af 1. síðu spuni einn. Á hendur Þjóðvilj anum hefur engin kæra boriz um þetta efni og kýs Mikson a einhverjum ástæðum, sem hann mun sjálfur gleggst um vita, að hreyfa máli þessu í engu frammi fyrir dómstólum. En Vestmannaeyingar mega fara að gefa betri gaum að því, en gert hefur verið um skeið, hvert hér horfir um almenna menningu og velsæmistilfinn- ingu, þegar íhaldsforræðið er farið að leggja hér til menning- armálanna skerf eins og þennan siðasta. voru: Guðmundur, er fór til Ameríku. Nú látinn fyrir mörg um árum og Hildur, er dó ung. Þá átti Högni tvo hálfbræður. Það eru Einar hraðfrystihúseig- andi í Reykjavík og Baldur bíl- stjóri á Heiði í Vestmannaeyj- um. Högni var jarðsuginn hinn 20. þ. m. frá Landakirkju. Þar kvöddu Vestmannaeyingar einn ágætan þegn þeirrar kynslóðar sem byggt hefur upp bæinn. Jón Sigurðsson. TILKYNNING FRÁ SUNDLAUGINNI. Skráning á sundnámskeið fer fram í Sund- lauginni á fóstudaginn kl. 2-4 e. h. Sundlaugin. S2S2S282S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2SSS2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2^ Aðalskogun bifreiða í Vestmannaeyjum árið 1961. fer fram sem hér segir: Mánudaginn 5. júní ...... V-l -V-75 Þriðjudaginn 6. júní ..... V-76 —V-150 Miðvikudaginn 7. júní . . . V-151-V-225 Fimmtudaginn 8. júní .... V-226-V-310 Föstudaginn 9. júní .... Dráttarvélar og reiðhjól með hjálparvél. Bifreiðaskoðunin fer fram hjá fangahúsinu í Vestmannaeyjum ofangreinda daga frá kl. 9—12 og kl. 13—17, dag hvern. Við skoðun skai sýna kvittun fyrir greiðslu iðgjalda af skyldu- tryggingu, og kvittun fyrir afnotagjaldi af útvarpi, ef útvarp er í bifreiðinni. Bifreiðastjórar skulu sýna ökuskírteini sín. Bifreiðaskattur, skoðunargjald og ökumannatrygging skulu greidd áður en skoðun fer fram. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar, varðar það sektum samkvæmt umferðalögum. Jafnframt verður bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 24. maí 1961. Freymóður Þorsteinsson, ftr. L. S. S82S2S2SSS2S2S2S282S2SSS2S2S2S2S2S2S2S2S2S2*2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2^ Orðsending frá Verkafýðsfélagi Vest-mannaeyja. x\ð gefnu tilefni þykir Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja rétt að taka það fram sérstaklega, að félagið á engan hlut að því að banna löndun úr fiskibátum frá hádegi á föstudögum fram yfir helgar. Félagið leyfir hins vegar ekki af- greiðslu fraktskipa í helgarfríi verka- manna frá hádegi laugardags til mánu- dagsmorguns, yfir sumartímann. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja. Skrifstofuslúlka • »s óskast nú þegar eða frá 1. júní n. k. — Vélritunarkunnátta nauð- synleg. Upplýsingar um starfstíma og launakjör gefnar hér á skrif- stofunni. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 31. maí 1961.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.