Eyjablaðið


Eyjablaðið - 31.05.1961, Page 4

Eyjablaðið - 31.05.1961, Page 4
EYJABLAÐID Útgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson. Frentsm. Eyrún hf. Hvítasunn umót með íhalds-sóma Það var ekki fjölmennt á vormófi því, sem yngri deild íhaldsins boðaði hér fil um hvífa- sunnuhelgina, og það orkar líka sfórlega fvímælis, hve góðmennf þar var. Á velmektardögum sínum tókst íhaldinu stundum að t'lytja margt ungmenna hingað í bæinn á hvítasunnu mót sín. Sómi þess a£ mótunum var samt meira en vafasamur, því svo var ölæði hins aðkomna lýðs og siðlaust framferði taumlaust, að út yfir allan þjófabálk tók. Af þeim sökum lrættu þeir foi- sjármenn ungliðadeildarinnar, sem ekki voru fullkomlega sam- dauna skrílslátunum, að efna til þessara móta um skeið. Dauf þátttaka. En nú var aftur hafizt handa. Auglýsingar gengu fjöllum hærra í margar vikur. Blöð í- haldsins boðuðu dýrðina mynd- skreytta og vart varð svo opn- að útvarp, að ekki væri þar meg inmál tilkynninga um hina fyr- irhuguðu fjöldaför íhaldsung- anna til Eyja um hvítasunnuna. Og til þess að taka a£ öll tví- mæli um að hér væri ekki bara venjulegur þvælingur drykkju- róna í upþsiglingu, hljóðaði einn liður dagskrárinnar upp á messugerð Jóhanns Hlíðar, sókn arprests, í Herjólfsdal, yfir mót- inu á annan hvítasunnudag. Nú að „mótinu“ afstöðnu geta íhaldsblöðin að vísu ekki um, hver fjöldi manna hafi tek- ið þátt í Vestmannaeyjaförinni, en segja þar á móti: „Skemmtan irnar fóru hið bezta fram og voru öllum til sóma . . .“ Þess er og getið í blöðum í- haldsins, að Þór Vilhjálmsson, forseti Sambands ungra Sjálf- stæðismanna og Ragnhildur Helgadóttir, kona hans, hafi ver ið meðal gesta mótsins og þar við er látið sitja í upptalning- tinni, og hefði þó verið lítið fyrir því haft að geta þess, að auk þeirra hjóna komu 23 gest- ir til mótsins. Farkostur amerískra stríðs- manna Ijósmyndaður. í myndskreyttu raupi Morg- unblaðsins frá „mótinu“ er sýnd alllöng bílalest stödd á sunnan- verðri Heimaey og látið að því liggja, að þar sé „mótið“ á skoð unarferð um Vestmannaeyjar. Rétt mun það, að mynd sú er tekin sama daginn og hinir 25 slöngruðu hér eitthvað um. En einmitt þá voru hér aðrir gest- ir einnig á ferðinni. Það voru stríðsmenn af Keflavíkurflug- velli, og eru bílar þeirra einnig með á umræddri mynd og bend ir það til þess, að þeir hafi raun verulega verið þátttakendur í þessu vormóti íhaldsins, þótt með óformlegri hætti væri en hjá hinum 25. Þá er og sýnt á mynd með sömu frásögn slangur af fólki á vélbáti úti í Klettshelli. Það hef ur lengi verið siður stálpaðra krakka hér í Eyjum að stökkva um borð í báta þá, er upp leggja í hringför um Eyjar og brugðu þeir, sem á bryggju voru staddir auðvitað ekki vana sínum í þessu efni, þegar far- kostur þeirra komumanna lagði frá landi. Messufall í Herjólfsdal. Siikurn fámennis á „móti‘-‘ þessu varð auðvitað messufall í Herjólfsdal og var því skarð fyr ir skildi í dagskránni. En í anda einkaframtaksins var auð/itað reynt að bæta það upp, bæði með brennivínsdrykkju og inn- brotum. Ágætur athafnamaður kemur til sögunnar. í glugga á húsi einu við Báru stíginn hékk uppi auglýsing um það, hvar nokkur rússnesk tíma rit á Vestur-Evrópumálum væru fáanleg. Slíkt frelsi manna lil lesmálskaupa virtist ekki falla inn í þjóðfélagshugmynd- ir hinna ungu aðkomnu íhalds- manna, sem hér höfðu kosið að halda liátíð lieilags anda til efl- ingar hugsjón sinni. Og ein- hver ágætur athafnamaður í hppi þeirra framdi innbrot í inisið með það fyrir augum að fjarlægja svo siðspillandi auglýs ingu, og máske hefði framtaks- semi athafnamannsins ekki lát- ið staðar numið við þá athöfn eina, ef honum hefði enzt næði til að betrumbæta hús þetta, svo sem hugur hans stóð til. Það skal með öllu ósagt látið, hvort hann hefði ekki talið hugsjón sinni betur borgið með því að minnka eitthvað fjárráð verka- lýðsfélaganna, sem hafa skrif- stofu sína í húsi þessu og munu hafa geymt þar einhverjar krón- ur. En sitt er hvort gæfa og gjörfuleiki. Það sannaðist hér enn. Áður en til þess kom, að hinn gjörfulegi athafnamaður gæti gengið svo frá hýbýlum þarna við Bárustíginn, að sam- boðið væri hugsjón hans, kom raunar lögreglan á vettvang og þar með var gæfa piltsins til þjóð félagsumbóta þorriu þann dag- inn. Hann var leiddur fyrir rétt og upp kveðinn yfir honum sekt- ardómur fyrir tiltækið . Öllum til sómal! En þótt dómstólar telji ekki nema sumt af störfum hvíta- sunnumóts Sambands ungra Sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum vorið 1961 til sóma eða í anda íslenzkra laga, þá er þó allur munur, að flokkurinn sem slíkur lætur sér ekki þess háttar fyrir brjósti brenna. í síðasta Fylki segir m. a. svo um „mót“ þetta: Vorhátíð F. U. S. fór fram um hvítasunnuna og tókst mjög vel . . . Skemmtanirnar fóru hið bezta fram og voru öllum lil sóma . . . er að þeim stóðu." Þótt flestir Vestmannaeying- ar standi að vísu dálítið ókunn- ugir frammi fyrir þessu nýja sóma-hugtaki íhaldsins, þá þyk- ir Eyjablaðinu hlýða að óska því til hamingju með sóma þann, sem því nú hefur hlotn- ast, en mælast jafnframt til þess, að það haldi honum út af fyrir sig, enda munu flestir aðrir vel geta hugsað sér að vera án sóma af: þessu tagi. ÚR BÆNUM Prcst-kosning. Sunnudaginn 28. þ. m. fóru hér fram prestkosningar. Þátttaka í kosningunni var lítil, enda aðeins einn prestur í kjöri. Það voru 411 atkvæði greidd í kosningunni, en 2316 voru á kjörskrá, kosningaþátt- takan er því tæp 18%. Samkvæmt gildandi reglum um prestkosningar verða at- kvæðakassar geymdir í 3 daga (sem er kærufrestur um kosning una), en síðan sendir á biskups skrifstofuna í Reykjavík og at- kvæði talin þar. Eru ó förum til Tékkóslóvakíu. Á vegum Tékknesk-íslenzka félagsins hafa undanfarin tvö ár farið héðan nokkur börn á aldr inum 12—15 ára til mánaðar eða 5 vikna dvalar í Tékkósló- vakíu. Þessi starfsemi heldur enn á- fram og um Jónsmessuleytið fer enn liópur barna austur þangað og verða 3 Vestmannaey ingar væntanlega í þeim hópi: Ragnar Jónsson, Helgafells- braut 25. Sigurður Gíslason, Skólav. 10 Kristinn Hermannsson, Há- steinsvegi 5. Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Verkalýðsfélagið hélt aðal- fund sinn hinn 28. maí. Þá var lýst stjórnarkjöri, en stjórn félagsins hafði orðið sjálf kjörin, eins og Eyjablaðið hef- ur áður greint frá. Hagur fé- lagsins má teljast góður og hafði Styrktarsjóður félagsins á liðnu ári náð því marki að geta tekið til starfa. Var honum sett stjórn á fundinum. Eftir að lokið var dagskrá fundarins, sagði Hermann Jóns- son formaður félagsins, þætti úr ferð þeirri, er hann er nýkom- inn heim úr frá Sovétríkjun- um, en hann var einn þeirra þriggja tslendinga, sem þangað fóru í boði verkalýðssambands Sovétríkjanna til að vera við- staddir 1. maí hátíðahöldin í Moskvu, en þeir ferðuðust auk þess mikið um landið, bæði norður til LeningTad og suður á Krímskaga og dvöldu ails í hálf- an mánuð þar eystra.

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.