Eyjablaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 1
EYJABLADID
22. argangur
Vestmannaeyjum, 16. júní 1961.
10. tölublað.
Karl Guðjónsson:
Strandsiglingar og hugsjónirnar á bæjarskrifstofunum
Eftir að kunnugt varð, að
ríkisstjórnin er að velta því fyr
ir sér, hvort hún eigi að taka
Herjólf úr Vestmannaeyjasigl-
ingunum eða ekki, en það hafa
erlendir fræðimenn hennar og
innlend „hagsýslunefnd" lagt
til, hefur verið talsvert um að
vera hjá þeim bæjarskrifstofu-
mönnum ,Einari Hauki og Guð
laugi Gíslasyni. Þeir virðast þó
ekki hafa lagt sérlega hart að
sér til að fá stjórnarómyndina
sína til að hverfa frá þessari fá-
sinnu, og það hefur raunar
þurft mikla eftirgangsmuni til
að fá það á hreint, hvort bæjar-
stjórinn væri tillögum þessum
meðmæltur eða andvígur.
Það, sem þeim hefur hinsveg
ar þótt máli skipta í þessu efni
og þeir hafa lagt vinnu í, er að
telja fólki trú um, að ef ríkis-
stjrónin tekur Herjólf af Vest-
mannaeyjaleiðinni, þá sé það
mér að kenna.
Nú þykir það ekki nema miðl
ungi trúleg saga, að ég segi rík-
isstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðu-
flokksns svo fyrir verkum, að
hún hlýði. Þess vegna er sú
saga látin fylgja, að allt sé þetta
því að kenna, að ég hafi brugð-
ist vonum borgarfundar, sem
haldinn var fyrir allmörgum ár-
um, raunar löngu fyrr en farið
var að draga nokkra líríu í Herj
ólf á blað.
Þótt auðséð sé á skrifum
þeirra bæjarskrifstofumanna, að
ekki eru þau ætluð mér til
hróss, þá verð ég að játa, að ég
verð alltaf svolítið upp með
mér, þegar ég les ritgerðir þeirra
um þetta mál, og þegar þeir
bíta hvað fastast á jaxlinn yfir
pappírsblöðunum sínum og sjá
fyrir sér „Karl í snörunni", eins
og ein af hetjulegri rigerðunum
heitir, þá líður mér vel í þeirri
snöru, og alveg sérstaklega er ég
þeim þó þakklátur fyrir að rifja
einu sinni ennþá upjD borgara-
fundinn sæla.
Sú samkoma var haldin í Akó
geshúsinu. Eg mætti þar og tal-
aði fyrir þeirri hugmynd minni,
að það væri skylda ríkisins, sem
ræki almennar strandferðir hér
við land, að byggja á sinn reikn-
ing skip til að halda uppi full-
nægjandi siglingum til Vest-
mannaeyja. Ýmsir aðrir ræðu-
menn töluðu um, að Vestmanna
eyingar ættu að byggja slíkt skip
sjálfir. Svo var kosin nefnd til
að fjalla um málið, og var ég
meðal þeirra, sem í nefndina
voru kjörnir.
Þegar nefndin kom saman til
fundar hélt ég sömu skoðun
fram og ég hafði gert á fundin-
um.
Meðal samnefndarmanna
minna voru ýmsir stólpar Sjálf-
stæðisflokksins, en sá flokkur
liafði þá stjórnarforystu. Eg
bauð þeim samvinnu míns
flokks um að fá smíði Vest-
mannaeyjaskips samþykkta á Al-
þingi, en því var hafnað, og
þetta tilboð mitt var í Fylki
kynnt sem sérstakt illræði við
Vestmannaeyjar.
Svo liðu árin.
Framhald á 2. síðu.
Eru Guðlaugur og Ingólfur hlaupnir
f rá lof orðinu um þverbraut á völlinn?
Nú er orðið svo lágt risið á íhaldinu, að það hefur ekki
lengur rænu á að raupa of fyrirætlunum sínum og finnst það
illmæli í sinn garð, ef minnzt e'r á eitthvað af loforðunum,
sem í fyrra þóttu svo sjálfsögð.
íhaldið, er jafnan hefur reynzt
dragbítur á flest framfaramál
Vestmannaeyinga, belgdi sig ó-
skaplega út um það í fyrra, að
nú þyrftu Vestmannaeyingar
ekki lengur að bíða eftir því að
gerð yrði þverbraut á flugvöll-
inn hér. í ótal ræðum og mörg-
um blöðum var það tilkynnt,
að byrjað yrði á gerð þverbraut
arinnar þá um sumarið (í fyrra).
Um þetta segir orðrétt í
Fylki hinn 22. apríl 1960, eft-
ir að oreint hafði verið frá
Þegar ráðið var við mynd-
un núverandi ríkisstjórnar,
að Ingólfur Jónsson, fyrsti
þingm. Sunnlendinga, færi
með flugmálin í ríkisstjórn,
var mál þetta um leið komið
á nýtt stig. Guðlaugur Gísla-
son, alþingismaður, ræddi
það strax við hann, og fyrir
þeirra tilstilli er málið kom-
ið á þann rekspöl, að hafizt
verður handa um flugvallar-
gerðina á þessu sumri."
Það má nærri geta, hvort
hálfrar milljón kr. framlagi til einföidum íhaldsmönnum hefur
flugvallarins á fjárlögum þess
árs, (sem raunar var lækkun
frá fyrra ári):
„Eins og fram kemur að of-
an, er veitt framlag til bygg-
ingar þverbrautar á flugvöll-
ekki hlýnað um hjartaræturnar
við að uppgötva þau „sannindi"
að það jafngilti þverbraut hér
á flugvöllinn, að svo miklir
menn og ágætir sem Ingólfur
ráðherra frá Hellu og Guðlaug-
inn, kr. 500 þús. Hefur þetta ur Gíslason hefðu talað saman.
lengi verið áhugamál Vest- Og svo var þetta dándismanna-
mannaeyinga og málið hvað samkvæmi ökonómískt, að einu
eftir annað verið flutt á Al- gil". þótt framlagið til flugvall
þingi. Ekkert hefur samt geng arins væri lækkað í tlefni þess-
ið í því, hvað sem valdið hef- ara framkvæmda!
ur fram til þessa. Já, það fór svo sem ekki fram
hjá neinum, að þverbraut á flug
völlinn var hið brennandi á-
hugamál í hjörtum forráða-
manna bæjarins. Þegar Guð-
laugur Gíslason flutti ræðu við
komu Herjólfs hingað til Eyja,
^þá var aðalefni ræðunnar: þver
braut á flugvöllinn.
En því miður verður ekki
nein nothæf flugbraut úr ræð-
um og blaðagorti einu saman,
þar þarf að koma til ýmislegt
annað, og því fór sem fór.
Það var ekki byrjað á neinni
þverbraut í fyrrasumar og ný
fjárveiting var til hennar lögð
á síðustu fjárlögum. Nýtt sum-
ar er runnið upp, og Guðlaug-
ur bæjarstjóri og Ingólfur ráð-
herra hafa vafalaust ræðzt við
og líklega langt mál, en þver-
braut á flugvöllinn virðist vera
álíka fjarlægt hugtak og áður
en þessir merku menn hófu sín
samtöl. Hitt er raunar grunur
margra ,að ný flugbraut væri
ekkert síður líkleg til að verða
að veruleika, þótt þeir heiðurs-
mennirnir Guðlaugur og Ingólf-
ur fengju sér eitthvað annað
umræðuefni og yrðu leystir frá
embættum sínum og Viðreisnar-
stjórn.