Eyjablaðið


Eyjablaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 cmi, e£ þeir, sem bænum stjórna liefðú átt að ráða gangi sam- göngumálanna. Og um þessar mundir finnst raunar mörgum sem Vestmannaeyingar hafi nægilegar byrðar að bera vegna skipsbyggingar. Hitt vita síðan allir, að smíði Herjólfs, sem sérstaks Vest- mannaeyjaskips var ákveðin í fjárveitinganefnd Alþingis' haust ið 1956 eftir minni tillögu og í anda þeirrar skoðunar, sem ég hafði talað fyrir á hinum marg nefnda borgarafundi. Ekki studdu Sjálfstæðismenn tillögu mína í fjárveitinganefndinni, en þess Jrurfti lieldur ekki með, Jreir liöfðu ekki afl á að stöðva byggingu skipsins. Þess er líka vert að geta, að meðan á smíði skipsins stóð var Vestmannaeyjabæ gefinn kostur á að kaupa bænum vissa aðild að rekstri skipsins fyrir 2 millj- ónir króna. En fyrir því hafði bæjarstjórnin heldur ekki á- huga. Skipið er Jdví að öllu eign ríkisins. Eg get fúslega viðurkennt, að ég muni hafa brugðizt hugmynd um Guðlaugs Gíslasonar í þessu máli, en hver hér hefur brugð- izt byggðarlaginu læt ég aðra um að dæma. í dag ætla ég, að allir Vest- mannaeyingar skilji, að þjónusta sú, sem Herjólfur veitir þessu byggðarlagi er bæði mikil og góð. Hitt er augljóst mál að þessi Jjjónusta er í hættu fyr- ir ráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar. Raunar er ekkert til í land- inu, sem óhult getur talizt fyr- ir vondri ríkisstjórn. En ríkis- stjórnin er auðvitað ekkert verri en þeir, sem að henni standa, og því var rekstur Herj- ólfs aldrei betur kominn í hönd um íhalds-bæjarstjórnarinnar cn lijá Skipaútgerð ríkisins. Vestmannaeyingar hafa frá upphafi átt að mæta andstöðu Sjálfstæðisflokksins við lausn sinna samgöngumála. Það tókst samt að fá Vestmannaeyjaskip. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fann sig nokkurs ráðandi um stjórn þess, hótar hann strax að rífa niður það sem áunnizt hef- ur. Það er því deginum Ijósara, að til þess að Vestmannaeying- ar geti verið óhultir um að halda sínum samgöngum í skap legu horfi verður Sjálfstæðis- flokkurinn að víkja úr yfirráða aðstöðunni. K. G. Alþjóðlega sjó- slangaveiðimólið Þátttakendur í alþjóðlega sjó stangaveiðimótinu, sem háð var hér við Eyjar um belgina, laug ardag og sunnudag, voru 40 tals ins. Veiddu Jreir samtals 2128,5 kíló af fiski, en fisktegundirnar voru 13. Keppt var um Evrópumeist- aratitilinn í sjóstangaveiði og hreppti hann Þórhallur Jónsson, Vestmannaeyjum. í sveitakeppni sigraði banda- rísk sveit, lið Stanley Roff. 1 öðru sæti var 1. sveit Reykvík- inga, lið Guðmundar Ólafsson- ar, en þriðja í röðinni var svei Vestmannaeyinga, lið Þórhall Jónssonar verkfræðings. Stærsta fiskinn, sem keppend ur veiddu, dró Bandaríkjamað urinn W. W. Devy. Var það ií kg. lúða. Notað lófasell til sölu. Prentsmiðjan vxsar á. Sjóválryggl er vel Iryggl Finnbogi Friðfinnsson Símar 450 og 485 Sjóvátry gqi^^ag íslandsl Hús lil sölu Nú hef ég til sölu m. a.: 1. ) Einbýlishús við Bakkastíg, Bórustíg, Hósteinsveg og víðar um bæinn . 2. ) Húseignina Vesturhús. 3. ) íbúð, 3 herbergi og eldhús ó bezta stað í bænum. Lítil út- borgun og hagkvæm lón óhvll- andi. 4. ) Hús í smiðum við Strembu götu. Uppsteyptur kjallari og út- veggir ó hæð. Margt fleira er til sölu. Einnig hef ég kaupendur að litlum einbýlishúsum. JÓN HJALTASON Heimagötu 22. Sími 447. Knattspyrnufélagið Týr tilkynnlr Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður haldin dag- ana 4. og 5. ágúst 1961. íþróttabandal. Vestm.eyja vantar ‘jja til 4 herbergja íbúð nú þegar. — Upplýsingar gefur VALDIMAR KRISTJÁNSSON, Sími 701. Sundlaugin verður frá þriðjudeginum 6. júní opin sem hér segir: Kl. 8 til 10 f h. Almennur tími. Kl. 10 til 12 f. h. Drengir innan 14 ára. Kl. 2 til 4 e. h. Stúlkur innan 14 ára. Kl. 4 til 6 e. h. Kvennatími. Kl. 6 til 7 e. h. Karlatími. Á laugardögum: Almennur tími kl. 8 til 12 f. h. og 2 til 4 e. h. Á sunnudögum: Almennur tími kl. 9 til 11 f. h. Á mánudögum er laugin lokuð. Karlatími er frá 8 til 10 á kvöldin á þriðjudögum og fimmtudög- um. — Kvennatími á sama tíma á miðvikudögum og föstudögurrv. Karlmönnum verður leyfður aðgangur að drengjatímum og kon- um aðgangur að stúlknatímum ,ef óskað er. Laugin verður aðeins opin fyrir baðgesti. SUNDLAUGARNEFND. Garðeigendur! Getum útvegað garðsláttuvélar bæði véla- og handafls. Hafið samband við okkur sem fyrst. VÉLSMIÐJAN VÖLUNDUR H. F. Sími 767. Nýjung! Eg hef nú hafið smíði á steyptum legstein- um. Sýnishorn eru fyrir hendi og upplýsingar um verð. Kynnið ykkur þessa nýjung. LÚÐVÍK REIMARSSON. Símar: 249 og 500.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.