Eyjablaðið


Eyjablaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 1
EYJABLADID 22. argangur Vestmannaeyjum, 20. sept. 1961. 11. tölublað. Viðreisn eymdariniiar Þeirri fjarstæðu er oft haldið fram af stjórnarflokkunum, að knúnar hafi verið fram kjara- bætur, sem séu atvinnuvegun- um ofviða. Öllum, sem af einhverri al- vöru hugsa um efnahagsmál þjóðarinnar, er það ljóst að kjör launþega hafa hin síðari ár stöðugt farið niður á við, hlut- ur þeirra hefur stöðugt minnk- að, þrátt fyrir vaxandi þjóðar- tekjur. Ef stjórnarhættir væru eðli- legir, hefði kaupmáttur launa átt að batna stöðugt. Morgun- blaðið og sumir leiðtogar stjórn arflokkanna hafa t. d. viður- kennt að kaup hefði átt að hækka um 3% að jafnaði á ári. Þannig hefði kaupmáttur kaupsins átt að vera 150 stig 1. júlí s. 1. Staðreyndin er sú, að kjör launafólks hafa aldrei verið lak ari en nú síðan 1945. Það er ómótmælanlegt, sem og vísitöluútreikningar sanna, að . 1. júlí s. 1., eftir að flest verkalýðsfélög höfðu samið, var kaupmáttur tímakaupsins aðeins 91,5 stig miðað við 100 stig ár- ið 1945. Kaupmáílur launa 109 srig fyrir kaupránið. Þegar kaupið var lækkað og núverandi stjórnarflokkar hófu aðgerðir sínar í febrúar 1959 var kaupmátturinn hinsvegar 109 stig. Með hinum nýju samn- ingum hafa verkalýðsfélögin þannig aðeins unnið upp hluta af kjaraskerðingu undanfarinna ára. yísitala fyrir vörur og þjón- ustu nam 120 stigum 1. ágúst s.,1. almennt verðlag hafði þann- ig hækkað um 2.0% síðan geng ið var lækkað í fyrra. Verðlag- ið hafði því hækkað tvöfalt meira ' en nemur þeirri kaup- hækkun, seni flest verkalýðsfé- lögin sömdu um í vor. Ríkissrjórnin lofaði og sveik. I hinni frægu hvítu bók, sem ríkisstjórnin sendi inn á hvert heimili í landinu í fvrra stend- ur á bls. 23: „Þá er það ætlun ríkisstjórnarinnar að leyfa eng- ar verðhækkanir á innlendum vörum og þjónustu vegna launa hækkana." Flestir hefðu litið svo á, að hin litla lagfæring, sem launa- stéttirnar fengu á kjörum sín- um yrði nú látin i friði, en því var nú ekki alveg að heilsa. Annan ágúst voru gefin út bráðabirgðalög, sem heimiluðu Seðlabankanum að ákveða geng isskráninguna og í forsendum laganna er því lýst yfir, að þeim sé stefnt gegn launþegum lands- ins, sem sagt, þau séu gefin út vegna þeirra kauphækkana, sem orðið hafi. Ekki þarf að efast um tilganginn. Ríkisstjórnin, sem lýsti því hátíðlega yfir í fyrra, að engar verðhækkanir yrðu leyfðar vegna launahækk- ana, rekur nú hnefann framan í íslenzka alþýðu og fjármálaráð- herrann lýsir yfir á prenti, að slík skuli viðbrögðin verða, ef verkalýðssamtökin reyni aftur að rétta hlut sinn. Gengislækkunin 4. ágúst er því ódulbúin hefndarráðstöfun gegn alþýðusamtökunum. Síðan hafa verðhækkanirnar dunið yfir, varla líður svo dag- ur, að ekki komi ný verðhækk- unartilkynning. Verðlagsefrirlit afnumið. Verðlagseftirlit hefur nú ver- ið afnumið á mörgum nauð- synjavörum og verðlagningar- . reglum breytt. Varafulltrúi Aíþýðuflokksins í verðlagsnefnd neitaði að mæta í nefndinni á fjölda funda, en aðalfulltrúinn „sjómannaforing inn" Jón Sigurðsson, hefur nú aftur tekið upp sína fyrri iðju og hamast við að rýra kjör þeirra, sem hann.er nýbúinn'að semja fyrir. Afleiðingar þessara aðgerða eru nú daglega að koma í ljós. Sérfræðingar ríkisstjórnarinn ar í efnahagsmálum lýsa því í Alþýðublaðinu 31. ágúst s. 1., að þær vörur, sem nú væri afnum- ið verðlagseftirlit á væru vörur, ,,er síður mætti telja til nauð- synjavara". Þetta er mjög sérstæð kenn- ing. Samkvæmt henni er það ekki riauðsyn fyrir fólk að ganga í ytri fatnaði, vinnufötum, bux um, jökkum og frökkum eða kjólum og kápum; undirfötin geta nægt. Ekki þarf kvenfólk heldur að ganga í nælonsokkum og skóm; það getur verið ber- fætt. Ekki er heldur nein ástæða til þess, að almenningur noti hreinlætisvörur eða snyrtivörur, né heldur að það noti baðker eða salerni; skulu menn heldur ganga örna sinna á víðavangi-. Þá er það hreinn lúxus að nota búsáhöld úr leir, menn geta lát ið guðsgafflana nægja til allra þarfa; ekki eiga menn heldur að nota lampa og ljósakrónur held ur grútartýrur; ekki sjálfblek- unga, heldur fjöðurstafi. Niður- soðnir ávextir .grænmeti og kryddvörur eru auðvitað hrein- asti óþarfi, og síðast en ekki sízt eiga menn að venja sig af þeim óþarfa að nota lamir og skrár, heldur skulu allar íbúðir standa hurðarlausar til þess að þjófar ríkisstjórnarinnar eigi auðveldara inngöngu. Þetta eru þeir lifnaðarhættir, sem Jónas Haralz og Alþýðu- blaðið boða. Hvernig væri þá að ráðuneýtisstjórinn og ritstjór ar blaðsins tækju upp sýni- kennslu í þessum efnum, spók- uðu sig á nærfötunum með ber fættar eiginkonur sér við hlið og temdu sér aðra þá lifnaðarhætti sem boðaðir eru með þessum nýju viðreknarkénningum? Nýr dýrðarboðskapur. Nú hefur ríkistjórnin sent frá sér nýtt rit um efnahagsmál. Þar er margur góður biti réttur að alþýðufólki eins og oft áður. Aðaltilgangurinn virðist vera að sanna, að kaup verkafólks megi ekki hækka. Því er t. d. Framhald á 4. síðu Umferðarmerkí Nýlega hefur verið komið hér upp nokkurri umferðar- merkingu. Mun til þess ætlazt, að Vestmannabraut og Strand- vegur verði aðalbrautir. Ekki tókst betur til en svo í upphafi, að flest umferðarmerk- in voru rammvitlaus og varð um þetta hörð rimma í bæjar- stjróninni, þar sem fulltrúar Al- þýðubandalagsins báru fram til- lögu um að hin ranga merking yrði tafarlaust fjarlægð. Á þetta vildi meirihlutinn ekki fallast og felldi tillöguna með jöfnum atkvæðum 4:4 (Sighvatur Bjarna son sat hjá). Var þá málið kært til fógeta og úrskurðar krafizt og á þann hátt var meirihlutinn knúinn til að fjarlægja sín vitlausu merki og hefur nú hinum réttu merkjum verið komið upp, en enn vantar víða nauðsynleg merki. Auðvitað er mönnum löngu hætt að blöskra heimskupör og þrjózka Guðlaugssinna, og það er alveg eins og við mátti búast af því liði, að vilja heldur hafa ranga umferðamerkingu með til heyrandi slysahættu og umferð- artruflunum en að samþykkja tillögu frá andstæðingum sín- um.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.