Eyjablaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 1
EYJABLADID
22. argangur
Vestmannaeyjum, 4. október 1961
12. tölublað.
Styrjöldin gegn
íólkinu
Við síðustu alþingiskosningar
fengu afturhaldsöflin í landinu
meirihluta á löggjafarþingi þjóð
arinnar, Alþingi, • og mynduðu
ríkisstjórn. Þennan meirihluta
fengu þau fyrst og fremst fyrir
stefnuskrá, sem flestir lands-
menn hafa nú séð, að eingöngu
var blekking og fals og, sem
þessi öfl höfðu fyrirfram ákveð-
ið að svíkja, þegar þau hefðu
náð völdunum, en því miður
voru of margir kjósendur í land
inu, sem voru það auðtrúa, að
þeir trúðu því, sem þessir lodd-
arar sögðu. Það reið bagga-
muninn og nú hafa allir launa
menn þessa lands, til sjávar og
sveita, ásamt útvegsmönnum og
smáframleiðendum fengið að
súpa af þessu seyðið.
Eru þerra virlousir menn?
Oft heyrir maður slíkri spurn
ingu kastað fram. Sumir segja,
að stjórnarklíkurnar hafi gert'
þetta allt saman í góðri trú, og
haldið að þeir væru að gera það
eina rétta, þeir hafi bara trúað
um of á hagfræðingana, sem
lagt hafi plönin, — sem sagt, að
þeir hafi ekki verið færir um
að álykta sjálfir.
Nei, þessu er alls ekki þannig
varið. Þessir náungar vita vel
hvað þeir eru að gera, og þetta
er allt saman gert vitandi vits
og þrauthugsað, og með ákveð-
in markmið fyrir augum.
Fyrirmyndin er frá srjórnum
Menderes í Tyrldandi og Sig-
mans Ree í Suður-Kóreu.
Það hafa fleiri þjóðir fengið
yfir sig samskonar stjórnir ög
þessa afturhaldsstjórn, sem við
íslendingar verðum nú að búa
við, stjórnir, sem fylgt hafa fyrir
skipunum erlendra afturhalds-
afla og kúgað þjóðir sínar eftir
erlendum fyrirskipunum og
þvingað niður lífskjör fólksins.
Þar höíum við gleggst dæmið
um Menderes í Tyrklandi og
Sigmans Rees í Suður-Kóreu,
sem báðum hefur nú verið
hrundið af stóli og þær fengið
sín makleg málagjöld, eftir að
þær höfðu markvisst stefnt að
því marki að koma mestöllum
fjármunum þjóðar sinnar eða
valdi yfir þeim á hendur fá-
mennri klíku gæðinga sinna og
henda milljónum króna í vini
sína undir allskonar yfirskini.
Jaínhliða var svo kreppt að öll-
um almenningi, að hann gat
naumast dregið fram lífið.
í fótspor þessara stjórna hefur,
ríkisstjórn afturhaldsins á Is-
landi dyggilega fetað. Hvernig
er til dæmis með fjárausturinn
í Axel í Rafha? Jafnframt hefur
hún hafið opið stríð við allt
launafólk í landinu, útvegsmenn
og smáframleiðendur, sem má
nú lepja dauðann úr krákuskel.
Þá er þetta allt áréttri leið, að
dómi stjórnarvaldanna.
En hvað meina þeir með þessu?
Þetta er spurning, sem ýms-
ir velta fyrir sér. Öllum er það
Ijóst, hvernig svo sem litið er á
málin, að hagsmunir lands og
þjóðar eru ekki bornir fyrir
brjósti. Þar er gleggst dæmið
um nýtingu síldaraflans í sum-
ar, þegar síldin loksins kom.
Það var eins og gripi þá ótti, er
fram á leið og þessi feita og
góða síld hélzt áfram að veiðast,
og' svo virtist sem sú stefna væri
uppi. að gera síldina sem allra
verðminnsta, — enda var það
ekki glæsilegt, ef sjómenn kæmu
með of miklar fúlgur í land af
síldveiðunum!
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum, að alltaf er að skjóta
upp kollinum, og er það runnið
undan rifjum þessara afturhalds
postula, þeirri skoðun, að sjávar
útvegurinn geti ekki til lang-
frama verið aðalatvinnuvegur
íslenzku þjóðarinnar, og það
verði að finna annað, koma upp
stóriðju, sem tekið geti við af
sjávarútveginum. Jafnframt þess
um hugmyndum er svo útlend-
ingum hleypt inn í landhelgina,
sem þegar hófu í hundraðatali
að skrapa botninn, sem undan-
farin ár hafði verið friðaður inn
an tólf mílnanna og var sú frið-
un þegar farin að gefa góðan ár-
angur.
Samtímis þessu öllu er sorfið
æ fastar og fastar að sjávarútveg
inum, með gengislækkunum
hvað eftir annað, án þess að fisk
verð hækki. Fiskverðinu er hald
ið í allt að því helmingi lægra
verði en hjá nágrannaþjóðun-
um. Er þetta þeim mun meira
áberandi, þegar íslenzki fiskur-
inn er yfirleitt talinn beztur á
Framhald á 2. síðu.
Stóríelld framleiðsluaukning
Aukin úrflurningsverðmæri um 500 milljónir frá fyrra óri.
Nú þegpr er Ijóst að verðmæti heildarútflutnings landsmanna
verður á þessu ári um 500 milljónum króna meira en í fyrra. Er
það meira en 20% aukning og ætti að geta staðið undir 20%
raunverulegri kauphækkun án þess, að erfiðleikum ylli fyrir efna-
hagskerfið.
Þessi stórfellda aukning staf-
ar bæði af verðhækkunum á út-
flutningsafurðum okkar og stór
auknu aflamagni af síld. Þetta
eru staðreyndirnar um verð-
hækkanirnar:
Salrfiskur hefur hækkað í
verSi um 7—17%.
Freðfiskur hefur hækkað í
verði um 10—1.5%.
Skreið hefur hækkað í verði
um 6—13%.
Fiskimjöl hefur hækkað ¦
verði um 30—50%, úr 11 shill
ingum fyrir protein-einingu upp
í 16—17 shillinga.
Tvöfalr meira fyrir síldina.
Hin mikla síldveiði hefur
fært íslendingum um það bil
tvöfalt meira verðmæti en í
fyrra, þannig, að heildarandvirð
ið mun nú nema 500—600 millj
ónum króna á móti 250—300
milljónum í fyrra. Fer því þó,
sem kunnugt er mjög fjarri að
stjórnarvöldin hafi hagnýtt afl-
ann nándarnærri eins vel og
unnt hefði verið.
Aoeins ofsræki.
Verðhækkanir og aukið afla-
magn munu eins og áður er
sagt auka verðmæti útflutnings-
ins um a. m. k. 500 milljónir
króna á þessu ári, en það er
fimmtungshækkun frá því fyrra.
Slík framleiðsluaukning og svo
hagstæð verzlunarkjör ættu að
gera kleift, að launþegar byggju
við 20% betri afkomu en í
fyrra. Ef eðlileg ríkisstjórn hefði
talið slíkar breytingar kalla á
gengisbreytingu, hefði hin rök-
rétta ályktun verið sú að hœkka
gengið en lækka það ekki. Og
alla vegana hefði hver ríkis-
stjórn átt að fagna því að fá slík
tækifæri til þess að tryggja laun-
þegum stórbætt kjör.
Núverandi ríkisstjórn hefur
farið að á þveröfugan hátt. Hún
hefur lœkkað gengið og skert
kjörin. Staðreyndirnar um stór-
auknar útflutningstekjur sýna
bezt, að sú stefna er einvörð-
ungu sprottin af ofstæki og
hefndarhug.