Eyjablaðið


Eyjablaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 2
* EYJABLAÐIÐ SiyrjöldiR gegn fólkinu Framhald a£ 1. síðu heimsmarkaðinum. Árangurinn a£ þessu er sá, að e£tir aðeins tveggja ára stjórnarstarf þessara hryllingsafla í íslenzku þjóðfé- lagi, hanga nú flest útgerðarfyr irtæki landsins á horriminni, skuldunum vafin. Frjóls verzlun — hinir gömlu góðu dagar. Þessir herrar hafa mikið gum að af því, að þeir æLli að koma á frjálsri verzlun. Þetta eru ekki ljót orð. En hvað meina þeir með hinni frjálsu verzlun? Jú, dæmin eru augljós. Nú hefur þótt tími til kominn að gefa inn flutning á bílum frjálsan. Og hversvegna er hægt að gera það frekar nú en áður? Ekki er þjóð in það ríkari af gjaldeyri nú en hún hefur oft áður verið. Svar- ið liggur beint fyrir: Stjórnar- völdin álíta, og það réttilega, að henni hafi tekizt að koma lífs- afkomu fjöldans svo niður, að það sé ekki lengur nein hætta á því, að allur almenningur fari að reyna að brasa í því að kaupa sér bíl. Bílarnir geta því verið lúxus, sem aðeins eigi heima hjá þeim, sem aðstöðu hafa í fjár- málalífinu og eru á hægra brjósti peningavaldsins. Það verður að koma á aftur hinum góðu, gömlu dögum, eins og fyrrverandi forsætisráðherra Ól- afur Thórs orðaði það. Hvert er þó markmiðið? Það er ekki furða þó spurt sé. Nú er talað mikið um að reyna að troða Islandi inn í Efnahagsbandalag Evrópu. En það þýðir: Að gera ísland háð erlendum hagsmunum, Erlendir menn gætu keypt og sett á stofn allskonar fyrirtæki á íslandi og starfrækt þau. Og þarna liggur einmitt hund urinn grafinn. Það gefur auga leið, að þegar laun verkamanna á íslandi eru orðin miklu lægri en í nokrku öðru landi, yrðu margir erlendir auðjöfrar áfjáð- ir í að nota þetta ódýra vinnu- afl við framleiðslu, og auðvitað er allt miðað við, að afturhaldið íslenzka hefði sinn hagnað. Það yrðu stofnuð hlutafélög, þar sem þeir fengju að vera með, þó að fjármagnið væri erlent. Þar með væru íslendingar orðnir vinnuþrælar erlendra auðkíf- inga, og sjálfstæði þjóðarinnar glatað. Hvað halda menn að banda- ríski herinn græði á hverjum ís- lending á Keflavíkurflugvelli til dæmis, þegar kaupið er rúral. 20 krónur hjá íslenzka verka- manninum, en lægst launaði bandaríski verkamaðurinn hefur um 50 krónur á tímann? Það er því auðséð, að það er höfuð- markmið afturhaldsins á íslandi í dag að halda niðri og rýra launakjör fólksins, meðan þeir eru að ná áhuga erlendra auð- mangara fyrir rekstri hér. Það hefur heyrzt, að einn postuli úr þessum hópi hafi látið það út úr sér, að ef verkamenn reyndu að knýja fram réttlæt- ingu á kjaraskerðingu sinni þá skyldu þeir fá á sig 50 prósent gengislækkun. Dálaglegt innræti það. En alþýðan mun svara. En í þessum áætlunum aftur haldsins hefur því alveg gleymzt að reikna með einu, það eru sam tök hins vinnandi fólks. Þau verða það sker, sem allar þessar hugmyndir afturhaldsins brotna á. Alþýðan á íslandi mun aldrei una því til lengdar að vera á ný sett niður á kjör alþýðunn- ar í nýlendunum. Hún mun rísa upp og krefjast réttar síns, hvað sem það kostar. Og þessir herrar munu fyrr eða síðar kom ast að því, þó að þeir hafi ekki áttað sig á því enn, — að þaö er ekki lengur hægt að stjórna ó íslandi lengi gegn hags munum hins vinnandi fólks til sjóvar og sveita! Barnakojur til sölu, að Hólagötu 32. MK>-Kí«KHK Athuglð! Geri við reiðhjól, barnakerrur og vagna, einnig skellinöðrur. REIÐHJÓLAVERKSTÆÐIÐ Faxastíg 27. TILK YNNING Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum: I. Verkstæðisvinna og viðgerðir: Dagvinna ................................ kr. 46,60 Eftirvinna ............................... — 72,80 Næturvinna ............................... — 87,60 Söluskattur er innifalinn í verðinu og skal vinna, sem er und- anþegin söluskatti, vera ódýrari sem því nemur. II. Vinna við raflagnir: Dagvinna ................................ kr. 43, lo Eftirvinna .............................. — 67,40 Næturvinna ............................... — 8i,xo Reykjavík, 1. september 1961. VERÐLAGSSTJÓRINN Kærufrestur til yfirskattanefndar vegna úrskurðar niðurjöfnunar- nefndar á útsvarskærum árið 1961 rennur út 8. okt. n. k. Þann dag verða kærur að hafa borizt í hendur yf- irskattanefndar. Vestmannaeyjutn, 23. sept. 1961. f. h. yfirskattanefndar, Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. TORFI JÓHANNSSON. Lögtaksúrskurður Samkvæmt fram kominni beiðni og eftir þar til- vituðum heimildum úrskurðast hér með, að lögtak má fram fara til tryggingar ógreiddum og gjald- föllnum tryggingariðgjöldum til Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja fyrir árið 1961 auk vaxta og alls kostn aðar að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurð- ar. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjuin, 5. sept. 1961. FR. ÞORSTEINSSON. (Sign) L. S. Lögtaksúrskurður Samkvæmt framkominni beiðni og með heimild í 34. gr. sbr. 28. og 29. gr. laga nr. 66/1945 og 1. gr. laga nr. 29/1885, úrskurðast hér með, að lögtak má fram fara að liðnum átta dögum frá birtingu úr- skurðar þessa til tryggingar ógreiddum, gjaldföllnum útsvörum 1961 til bæjarsjóðs Vestmannaeyja ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 21. sept. 1961. TORFI JÓHANNSSON.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.