Eyjablaðið


Eyjablaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 4
EYJABLAÐID Útgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: l'ryggvi Gunnarsson. Prentsm. Eyrún hf. Ráðstefna Alþýðusambandsins Alþýðusamband íslands hélt róðstefnu um kjaramól 30. sept. og T. okt. s. I. — Róðstefnuna sótu formenn verkalýðsfélaganna og stjrón sambandsins. Vegna rúmleysis í blaðinu er ekki hægt að birta alla hina ýt- arlegu ólyktun ,sem róðstefnan samþykkti, en hér fer á eftir síð- Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og jarðar- för konunnar minnar og móður okkar PETRU LÚÐVÍKSDÓTTU R. Sérstaklega þökkum við Einari Guttormssyni, sjúkrahússlækni. Björgvin Magnússon og börn. Tilky nning FRÁ SAMVINNUTRYGGINGUM: Oddgeir Kristjánsson, Heiðarvegi 31, hefur tek- ið við aðalumboði félagsins frá 1. október 1961. Brunatryggingar féllu í gjalddaga 1. október og ber að snúa sér með greiðslur iðgjalda til aðalum- boðsins. Bifreið til sölu Bifreiðin V—281, sem er Ford, model '58, er til sölu. Góðir greiðsluskilmálar. — Upplýsingar gefur Guðmundur Kristjánsson. •o#o*o*o»o*o«o*o*o*o*o«o»o*o*o#o*o*o«o«o*o»o*o*o*o«o*o*o*o*gfo»o*o«o#o«g*o*o«o*ofo*o#o*o«ofoto*o*ofQto*ofg« o«o«o«o«o#o«o*o*o*o»o«o»o«o*o*o*o»o*ooo*o»o*o*o*o»o*o«o«o*oíð*o«o»o#o«oio«o*o*o*o»o»o«o«oéo*ö*o*o*oéo*oéoia Ráðskona óskast á fámennt heimili, má hafa með sér barn. — Upplýsingar í sima 442. Garðyrkjumaður PÁLMI, garðyrkjumaður af Akranesi, er væntanlegur hingað bráðlega. Þeir, sem óska að njóta leiðsögu hans um skrúðgarða og und- irbúning jarðvegs fyrir gróðursetningu, vinsamlegast tali við und- irritaðan fyrir næstu helgi. Verð til viðtals í síma: 69 eða 178. STEFÁN ÁRNASON, Heiðarvegi 38. ari hluti hennar: „Ráðstefnan telur fengna af því fulla reynslu, að gengislækk un eykur samdrátt atvinnuveg- anna og dregur sízt úr erfiðleik- um þeirra, a. m. k. er frá líður. Þá er það einnig skoðun ráð- stefnunnar, að tíðar gengislækk anir rýri traust og álit þjóðar- innar innávið og útávið. Einnig af þessum ástæðum fordæmir ráðstefnan seinustu gengislækk- unina. Þá telur ráðstefnan það and- stætt öllu þingræði, að ríkis- stjórn, sem fara skal með fram- kvæmdavaldið í umboði Alþing is, skuli milli þinga hrifsa til sín ótvíræðan rétt Alþingis til að skrá gengi íslenzku krónunn- ar. Það er bert, að gengisbreyt- ingar geta raskað mjög verulega tekjuskiptingu jrjóðarinnar, sem Alþingi ákveður í grundvallar- atriðum með lagasetningu sinni. Þessi réttur er því Alþingis, en eigi ríkisstjórnarinnar. Vill ráð- stefnan mjög eindregið mót- mæla því, að rétturinn til að skrá gengið hefur þannig verið tekinn af Alþingi og fenginn seðlabankanum og ríkisstjórn- inni í hendur. Því fór að vísu f jarri, að kjara skerðing tveggja seinustu ára væri að fullu bætt með þeirri io—l2% kauphækkun, sem um samdist á síðastliðnu vori milli verkalýðssamtakanna og at- vinnurekenda. Þó telur ráðstefn an, að með tilliti til þeirra rétt- arbóta, sem einnig fengust fram með samningunum, verði þetta að teljast viðunandi lausn eftir atvikum. — Með ákvæði samn- inga um, að kaup skuli hækka um 4% á miðju næsta ári var þá líka að því stefnt að dreifa nauðsynlegri kaupgjaldsbreyt- ingu á lengri tíma og skapa at- vinnulífinu öryggi og frið næsta tveggja ára tímabil. Telur ráðstefnan-, að með þess ari lausn mála hafi verkalýðs- samtökin í samstarfi við sam- vinnuhreyfinguna ráðið mikl um þjóðfélagsvandamálum til iykta á svo farsællegan hátt, að allir ábyrgir þjóðfélagsaðilar liefðu mátt vel við una. En nú hefur enn á ný verið ráðizt svo freklega á lífskjör launastéttanna, að ekki verður við unað. Ráðstefnan telur því óhjá- kvæmilegt að vinna upp aftur þann kaupmátt launa, sem tókst að ná með seinustu samning- um, enda telur hún það lág- mark þeirra lífskjara, sem verka fólk geti við unað. Það er álit ráðstefnunnar, að undir þeim launakjörum geti íslenzkt at- vinnulíf í heild risið af eigin ramleik. Ráðstefnan telur því rétt, að kaupgjaldsákvæðum samninga verði strax sagt upp, og að leit- að verði eftir leiðréttingum á þeim með það fyrir augum, að kaupmáttur launanna verði eigi lægri en liann var 1. júlí s. 1. og ákvæði sett í samningana, er tryggi varanleik kaupmáttarins. Ef annað dugir eigi, telur ráð- stefnan óhjákvæmilegt að afli samtakanna verði þegar beitt til að knýja fram þessa leiðrétt- ingu. Svo og að beita áhrifum verkalýðssamtakanna til- þess að Alþingi og ríkisstjórn verði við kröfurn félaganna til að tryggja varanleik kjarabótanna. Ráðstefnan felur miðstjórn A. S. í. undirbúning þessarar bar- áttu í samráði við forystumenn í verkalýðsfélögunum, sem hún kveður sér til ráðuneytis. ORÐSENDING FRÁ I. B. V. Heimsókn Þróttar, sem á- kveðin var um næstu helgi, fell ur niður af óviðráðanlegum á- stæðum. Keppnin um Neta- mannabikarinn heldur áfram. Ef ágóði verður af keppninni um netabikarinn, rennur hann til styrktar Ríkharði Jónssyni og þeirra knattspyrnumanna í. SOKKAHLÍFAR, allar stærðir úr plasti og leðri. Axel 0. Lárusson Skóverzlun B. V., sem slasazt liafa í leikjum í sumar. Bandalagið hefur ráð- ið leikfimiskennara fyrir konur með sama hætti og í fyrra. TRÉTÖFLUR, nýkomnar. AXEL 6. LÁRUSSON SKÓVERZLUN. FRÁ TAFLFÉLAGI VESTMANNAEYJA Haustmót Taflfélags Vestmanna eyja hefst föstudaginn 6. 10. kl. 8 e. h. að Breiðabliki, niðri. — Teflt verður eftir Monrad-kerfi í öllum flokkum. Öllum heimil þótttaka. Stjórnin. Munið Happdrætti Þjóðviljans! Afgr.: Bárugötu 9 - Opið kl. 8-9,30 e. h.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.