Eyjablaðið


Eyjablaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 2
t EYJABLAÐIÐ Viðgerðin á hafnargarðinum Framhald a£ 1. síðu ha£a verið samþykktar a£ bæjar- stjórn. Það hefði því mátt ætla, þó að Guðlaugur sé ekki sterkur á svellinu í háttvísi og almennum kurteisis venjum, að hann hefði talið það skyldu sína, að boða strax að loknum hafnar- nefndarfundinum, fund í bæj- arstjórn og gera þar grein fyrir málinu og fá gerðir hafnarnefnd ar samþykktar. Nei, til svo eðlilegra skyldu- starfa hafði bæjarstjórinn ekki tíma, fyrr en að þremur mán- uðum liðnum, enda ekki við öðru að búast þegar bæjarstjóra starfið er orðið frístundadútl manns, sem er með búsetu í Reykjavík mikinn hluta úr árinu. Því þó hægt sé að stjórna starfsliðinu á skrifstofunum gengnum síma, á kostnað ríkis ins, er erfitt að setja fundi eft- ir þeim leiðum. Viðgerðin fjárhagslega ofviða — Viðráðanlegra að byggja nýjan garð! Næst er hafnargarðurinn á dagskrá nefndarinnar 6. júní, eða um það leyti sem eðlilegt hefði verið að byrja á viðgerð- inni. Þar segir svo: „Fyrir var tekið: 1. Hafnarnefnd samþykikr að fela vitamálastjóra að láta gera „módel“ af hafnargörðun- um og innsiglingunni hjá Verk- fræðiháskólanum danska í sam- bandi við hugmynd um stytt- ingu norður hafnargarðsins/‘ í öðrum lið er tilkynnt um mat, sem fram hafði farið á skemmdunum. „3. í framhaldi af framanrit- uðu tilkynnti bæjarstjóri, að far ið hefði verið fram á við At- vinnu- og samgöngumálaráðu- neytið, að það veitti fjárhags- lega aðstoð við viðgerð á garð- inum, og fylgt verði þeim for- dæmum, sem fyrir hendi kunna að vera, þegar um hefur verið að ræða skemmdir á hafnar- mannvirkjum, sem viSkomandi hefur veriS ofvaxiS fjárhagslega að ráða við...... Það er með ólíkindum, hvað ráðamenn þessa bæjar geta gert sig broslega. Á sama tíma og bæjarstjóri gengur á fund þess opinbera og sækir um styrk til handa höfninni, vegna þess að henni sé ofvaxið fjárhagslega að troða upp í gatið á garðin- um, er verið að gæla við þá hug mynd að eyða milljónatugum í það, að brjóta niður stóran hluta af garðinum og byggja hann síðan upp að nýju, aðeins norðar, því að beygjan á að vera áfram til austurs, segja þeir vísu menn, Guðlaugur og Jón, en þeir voru óvitar, þegar garðurinn var byggður og gátu því ekki leiðbeint verkfræðing- um þeirra tíma með hafnargerð ina og skilja nú ekkert í því, hvers vegna garðurinn hafi ver- ið haíður svona. Þó gizkar Guð laugur á, í áðurnefndri Fylkis- grein, að það kunni að hafa ver ið gert til skjóls bátunum í höfninni. Hvar ætlaði Guðlaugur að taka fé í nýjan hafnargarð? í síðustu fjárhagsáætlun hafn arinnar var áætlað, tekjumegin, ríkisframlag og lántaka 14 milljónir króna. Samkvæmt því átti höfnin að taka að láni á ár- inu rúmar 13 milljónir. Þegar bæjarstjóri var spurður að því, á síðasta bæjarstjórnar- fundi, 14. sept. s. 1., hvað liði lántökum hafnarinnar, þóttist hann ekkert skilja við hvað væri átt, en þegar spurningin var svo skýrt orðuð, að ekki varð komizt upp með vífilengj- ur, varð hann að viðurkenna, að ekki hefðu fengizt önnur lán á árinu en 600 þús. kr. hjá Bátaábyrgðarfélaginu, til þess að greiða fyrstu afborgun af Lóðsinum. Bæjarstjóra var falið, af hafn arnefnd og bæjarstjórn, að taka að láni, til hafnarframkvæmda, rúma milljón á mánuði al!a mánuði ársins. En svo rúin er höfnin að lánstrausti, að þegar g mánuðir eru liðnir af árinu, hefur honum tekizt að skrapa saman 66 þúsund á mánuði og það hjá fyrirtæki. sem getur inn heimt lánið aftur úr eigin hendi, vegna viðskipta við höfa ina. Svo ætlast bæjarstjórinn til að honum sé trúað, þegar hann er að afsaka slóðaskapinn í við- gerðinni á hafnargarðinum með því, að það hafi verið alvara meirihlutans að rjúka í það tugmilljónafyrirtæki, strax í vor, eins og hann sagði á síðasta bæjarstjórnarfundi, að brjóta niður garðinn til þess að færa beygjuna á honum nokkrrum metrum norðar, en þá hafi vita málastjóri tekið í taumana — treysti ekki þeim alvitru í meiri hlutanum — og vildi a. m. k. láta rannsaka málið betur. - Það væri fróðlegt að fá það upplýst, hvar bæjarstjórinn ætl- aði að lirifsa milljónatugi í nýj- an hafnargarð og hvort hann liafi ætlað að láta nægja, í stað verkfræðilegrar athugunar, vangaveltur Jóns lóðs um það, að ókyrrð í höfninni mundi ekkert aukast við það að opna hana á móti austanáttinni. Hvað tefur römmunina í Friðarhöfn? 4. liður í fundargerð hafn- arnefndar frá 1. marz, hljóðar svo: „Hafnarnefnd samþykkir, að Ólafur Ólafsson, sem verið hef- ur við reksturinn á járninu við höfnina, hætti störfum, með þvi að fyrir liggur, að rekstri járns ins verði ekki haldið áfram fyrr en á vori komandi.“ Þessi samþykkt þýðir, að á s. 1. vori átti að halda þessari römmun áfram. En eitthvað virðist tefja, ekki er hægt að af- saka þá töf með því, að fram- kvæmdin sé í athugun úti í heimi. Það skyldi þó ekki vera það, að það vantaði aura fyrir tollunum af járninu, eða kann- ski hefur bæjarstjóri gleymt þessu verki vegna þess að minni hlutinn hafi ekki komið með neina tillögu, til þess að minna hann á það. Þegar Guðlaugur er að af- saka slóðaskap sinn með því að minnihlutinn hafi ekki flutt tillögu í málinu, er hann að gera sig að meiri aula frammi fyrir bæjarbúum en efni standa til. Hvað viðkemur viðgerðinni á hafnargarðinum, var allur tillöguflutningur óþarfur. Hafn arnefnd samþykkti 15. janúar og bæjarstjórn 14. apríl, að verk ið skyldi unnið og eftir þeim samþykktum var bæjarstjóra skylt að fara. Allar vangaveltur um „hugmyndir um styttingu garðsins“ var viðgerðinni alger- lega óviðkomandi. Það er fíflska, sem ekki er sæmandi mönnum í ábyrgðar- stöðum, að halda því fram, eins og Guðlaugur gerði á síðasta bæjarstjórnarfundi, að þeir hafi ætlað að rjúka í það strax í vor að stytta hafnargarðinn, án Hversvegna vex dýrtíðinl Gengisbreytingin og aukin verzl unarálagning valda þar lang- samlega mestu. Ríkisstjórnin reynir í tíma og ótíma að koma þeirri blekkingu sinni á framfæri við fólkið í landinu, að öll verðhækkunar- skriðan, sem nú brunar fram, sé af völdum þeirar leiðrétting ar á kaupráni, sem verkalýðs- hreyfingin knúði fram á þessu ári. Eins og í flestu af því, sem stjórnin lætur frá sér fara mæl- ir hún hér gegn betri vitund. Sjálf hefur hún látið reikna dýrtíðaraukninguna út bæði í efnahagsráðuneytinu og á Hag- stofu íslands, en niðurstöður þesara stofnana eru allar aðrar en stjórninni þykir heppilegar til áróðurs og þess vegna strit- ast hún við að halda útkomun- um leyndum. Svo vill þó til, að Eyjablaðið getur skýrt frá því, hvað sér- fræðingarnir áætla um vöxt dýrtíðarinnar og oj-sakir hans. Vísitala framfærslukostnaðar í júlí var 104 stig. Á vegum stjórnarinnar er nú talið, að hún muni af áhrifum þess, sem orðið er, hækka í 120 stig eða um 16 stig. (Nú þegar er vísi- talan orðin 114 stig). Þessi 16 stiga hækkun er tal- in eiga sér þessar orsakir: Vegna kauphækkana 3*9 stig. Vegna gengisfellingar 54 stig. Vegna rýmkaðrar álagn- ingar á vörusölu 3.6 stig. Vegna hækkaðs kaups í búvöruverði 1,2 stig. Af ýmsum öðrum ástæð um (erlendum verð- breytingum 0. fl.) 2,0 stig. Samtals: 16,1 stig Og þetta eru útreikningar gerðir á vegum ríkisstjórnarinn ar sjálfrar og þar er ábyggilega ekki gert of lítið úr kaupbreyt- ingunni. (Þess má geta til glöggvunar, að hvert stig í þessari nýju vfsi tölu samsvarar um það bil 2 Framhald af 2. síðu nokkurrar athugunar á afleið- ingum verka sinna. Það kom sér að vitamálastjóri tók í taumana.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.