Eyjablaðið


Eyjablaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 4
Sjómannaráð- stefna ASI í sambandi við formannaráð- stetnu Alþýðusambands íslands, sem haldin var um mánaðamót- in september-október, var hald- in sjómannaráðstefna, og var hún vel sótt af fulltrúum hvað anæfa af landinu. Verkefni ráðstefnunnar var að ræða um kjarasamninga sjó- mannasamtakanna. Það var álit allra fulltrúanna, að vel hefði tekizt til um sam- ræmingu sjómannakjaranna um land allt, með þeim heildar- samningi, sem gerður var í upp hafi þessa árs, þó nokkuð hafi skort á að full samræming næð ist. Allir fulltrúarnir voru á einu máli um það, að samningunum bæri að segja upp, í fyrsta lagi til þess að tryggja aðild sjó- mannasamtakanna að væntanleg um samningum um fiskverð, og í öðru lagi til þess að samræma þá betur en nú er. Ráðstefnan samþykkti ein- róma eftirfarandi ályktun: „Sjómannaráðstefna Alþýðu- sambandsins haldin í Reykjavík í. okt. 1961, telur að segja verði upp þeim bátakjarasamningum, er gerðir voru á s. 1. vetri, til þess að samræma enn betur kjör in í heildarsamningi en þá tókst, svo og til þess að knýja fram þá réttmætu kröfu sjó- mannasamtakanna, að þau verði ótvíræður aðili um fisk- verð ásamt útvegsmönnum, við fiskkaupmenn. Til ábendingar telur ráðstefn an nauðsynlegt að fá í hlut allra félaganna þau ýmsu aukaatriði, sem ýmis félög náðu, umfram það, sem tókst í heildarsamning unum, svo sem 200 þúsund króna trygginguna við dauða eða örorku og ábyrgðartrygg- ingu, aukagreiðslu til háseta á landróðrabátum á línuveiðum, hækkaða hlutatryggingu, 1% af heildartekjum, er renni í sjóð félaganna, hvers á sínum stað, og önnur þau atriði, sem sam- komulag verður um að bera fram. Ráðstefnan telur rétt, að feng inni reynslu, og samþykkir að væntanleg samninganefnd verði samsett og tilnefnd á sama hátt og síðast var. Þá telúr ráðstefnan og sjálf- sagt að sjómannasamtökin sem heild verði aðili um síldarverð EYJABLAÐID Útgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson. Prentsm. Eyrún hf. Æskulýðsfylkingin og Sósíalislafélagið Sameiginlegur skemmtífundur verður í Alþýðuhúsinu næstkomandi laugardag 4. nóvember kl. 8,30 síðdegis. FÉLAGSVIST — SKEMMTIATRIÐI — DANS. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Félagar, fjölmennið og fakið með ykkur gesti. Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins velkoomið. STJÓRNIRNAR. Jón Hjallason bæjarstjóri í fjarveru Guðlaugs Á síðasta bæjarstjórnarfundi var Guðlaugur Gíslason, bæjar- stjóri, inntur eftir því, á hvern veg hann hyggðist ráðstafa bæj- arstjórastarfinu á meðan hann væri á þingi. Töldu fulltrúar minnihlutans það ekki vansalaust, að bæjar- stjóri hlypi úr starfi, til lang- dvalar í Reykjavík, án þess að gera bæjarstjórn grein fyrir því, hver væri bæjarstjóri í fjarveru sinni. Guðlaugur gaf þær upplýsing ar, að á Alþingi væru nokrkir sýslumenn og bæjarfógetar og allir hefðu þann háttinn á, að láta fulltrúa sína gegna fyrir sig störfum yfir þingtímann og því væri það ekki meira að hann léti fulltrúa sinn, Jón Hjalta- son, gegna fyrir sig bæjarstjóra- starfinu í fjarveru sinni, enda lægi hér í bankanum umboð til handa Jóni Hjaltasyni að fram lengja og undirskrifa víxla væri hann sjálfur ekki viðlát- inn. (Það umboð er nú reyndar nærri átta ára gamalt og var samið löngu áður en Guðlaugur hafði nokkra von um að kom- ast á þing). Sem sagt, samkvæmt þessum upplýsingum er Jón Hjaltason bæjarstjóri í fjarveru Guðlaugs. Að honum ber bæjarbúum að á sama hátt og um fiskverð og nefnd verði skipuð á sama hátt og bátakjarasamninganefndin er undirbúi og vinni að því máli.“ snúa sér með hin ýmsu erindi, sem þeir þurfa að reka við bæj arstjóra. Hingað til hefur verið talið að Jón Hjaltason ynni fyllilega fyrir kaupi sínu við innheimtu- störfin hjá bænum og auk þess rekur hann umfangsmikinn einkarekstur sem lögfræðingur. Samt metur Guðlaugur Gísla- son bæjarstjórastarfið, — sem hann fær greiddar fyrir 10 þús. krónur á mánuði — ekki meira en svo, að hægt sé að fleygja því í mann, sem áður er störf- um hlaðinn, á tvíþættum vett- vangi. Það mátti helzt skilja á Guð- laugi, að aðalstarf bæjarstjóra væri að skrifa upp á víxla. — Ódýrar uppáskriftir þaðl Það er svo önnur saga, að minnihlutinn hefur enga á- stæðu til að vantreysta Jóni Hjaltasyni í bæjarstjórastarfinu, og telur af eðlilegum ástæðum, að samstarfið við hann ætti að geta verið árekstralaust. Hafnargarðurinn Nú er lokið við að fylla í göt- in á hafnargarðinum, að utan- verðu og unnið er að því að ljúka viðgerðinni. Það má því segja að betur .hafi til tekizt en til Var stofnað, með því að draga viðgerðina fram á haust, en svo er:fyrir að þakka veður- guðunum en ekki meirihlutan- um. Sundhöll ákveðinn staður í nokkur ár hefur verið áætl að á fjárhagsáætlun bæjarins til sundhallarbyggingar kr. 300 þúsund á ári. Vitanlega hafa þær upphæðir, sem bæjarbúar eru þegar búnir að greiða til þeirrar framkvæmdar farið í eyðsluhýtina og liefur víst ekki veitt af, svo að til sundhallar- byggingar er engin króna til í dag. En nú hillir undir kosningar og þar sem sundhallarbygging er nokkurt áhugamál sumum stuðningsmönnum meirihlutans er ekki seinna vænna að við- hafa einhverja sýndarmennsku í málinu, sem friði þá óánægðu fram á vorið. Sundlaugarnefnd var því köll uð saman nýlega og varð hún sammála um að ákveða sund- höllinni stað við Hvítingaveg, enda bænum útlátalaust þó bók að sé í fundargerð, hvar vænt- anleg sundhöll eigi að standa. Um staðarvalið má að sjálf- sögðu deila og víst er, að það er bænum mjög mikið dýrara að byggja sundhöllina við Hvít- ingaveg heldur en t.’d. norðan við Vesturveginn, en ýmsir hafa talið þann stað heppilegan til þeirra liluta. Aðalrökin fyrir því staðarvali sem ofaná varð, er nálægðin við skólana, svo léttara sé að tengja sundnámið .stundarskrám þeirra. Það hefur tekið meirihlut- ann tæp átta ár að ákveða sund höllinni stað. Hvað skyldu líða mörg ár, með sama áframhaldi, þar til hún verður opnuð bæj- arbúum til notkunar? Til sölu! 1. J Huseignin Vesturhús, 2 rúmgóðar íbúðir. 2. ) Nýtt, stórt hús við Boða- sióð. Fyilstu þægindi. 3. ) Strandvegur 43C, Skarð. Lítil útborgun. 4. ) Fiskhús og verbúðarhús. Bótar: 2i/2, 16, 17, 31, 36 og 39 tonna, ennfremur bifreið- ar. Kaupendur bíða eftir hentug- um húsum. JÓN HJALTASON, HDL Drífónda við Bórustíg. Viðtals tími kl. 4,30—6 virka daga nema laugardaga kl. 11—12. Sími 847.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.