Eyjablaðið


Eyjablaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ Gjafir eru yður gefnar Ein spurning til Fylkis og Framsóknarblaðsins Þar sem bæði Fylkir og Framsóknarblaðið hafa haldið því fram, að Karl Guðjónsson og fleiri þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafi neitað að mótmæla kjarnorkusprengingum Rússa og meira að segja hafa blöð þessi látið liggja að því, að sósíal- istu'm séu þær kjarnasprengingar beinlínis þóknanlegar, þá þykir Eyjablaðinu ástæða til að mótmæla þessu sem alröngu og rifja upp gang þessa máls á þingi. Fyrir skömmu báru tveir þingmenn úr íhalds- og krata- flokki fram tillögu um að mótmæla sprengingum Rússa. Þegar tillagan kom fram voru þrjár þjóðir með kjarnorku- sprengingar á döiinni: Rúsar, sem framkvæmdu stærstu tilraun- irnar, Frakkar, sem rufu hið óumsamda hlé á kjarnorkuvopna- tilraununum, er staðið hafði í 2 ár, er þeir byrjuðu og Banda- ríkjamenn, sem einir manna hafa kastað slíkum sprengjum á fólk. Alþýðubandalagsmenn lögðu til að mótmælt væri öllum kjarnorkusprengingum, bæði hjá Rússum og öðrum, og einnig að Alþingi lýsti um leið yfir fyrir íslands hönd, að hér skyldu ekki leyið kjarnavopn í landi né notkun þeirra frá íslenzkum stöðvum. Tillagan, eins og Alþýðubandalagið lagði til að hún yrði, lítur þannig út: TILLÁGÁ TIL ÞINGSÁLYKTUNÁR UM MÓTMÆLI GEGN KJÁRNORKUSPRENGINGUM SOVÉTRÍKJÁNNÁ OG ÁNNARRA KJARNORKUVELDA. Alþingi ólyktar aS mótmæla eindregið öllum kjarnorku- sprengingum — þar með talið sprengingu Sovétríkjanna á risa- kjarnorkusprengju — og skorar á kjarnokuveldin að hætta nú þegar kjarnorkusprengingum sínum, þar sem geigvænleg geisl- unahætta af þeim stofnar framtíðarelferð allrar heimsbyggðar og þar með íslenzku þjóðarinnar í voða. Sérstaklega mótmælir Alþingi neðansjóvarsprengingum, er geta stofnað afkomumögu- leikum íslendinga í hættu. Alþingi skorar ennfremur á kjarnorkueldi heimsins að gera hið fyrsta samkomulag um bann við tilraunum með kjarnorku- vopn og öruggt eftirlit með því. Alþingi lýsir ennfremur yfir því, að það muni aldrei leyfa staðsetningu neins konar kjarnorkuvopna ó íslandi, né að slík- um Yopnum verði nokkurntíma beitt fró stöðvum hér á landi. En Nató-liðið vildi engu mótmæla nema aðgerðum Rússa einna og flokkar ríkisstjórnarinnar áskildu sér rétt til kjarn- orkuhernaðar frá íslandi, þótt þeir væru að segja Rússum fyr- ir um að prófa ekki kjarnavopn. Með þeirri afstöðu, sem stjórnarílokkarnir tóku til málsins voru þeir ekki að berjast gegn notkun eða prófun hinna voða- legu vopna, heldur aðeins að marka sér stöðu í hinu kalda stríði stórveldanna. Allir þingmenn Alþýðubandalagsins átöldu þá framkomu. Þrír Alþýðubandalagsþingmenn sögðust þó greiða hinni upp- haflegu tillögu atkvæði, þrátt fyrir vondan tilgang flutnings- manna, þar eð tillagan mótmælti hluta af þeim vopnaprófun- um, sem þeir væru hvarvetna á móti. Aðrir þingmenn Alþýðu- bandalagsins vitnuðu til þess, að í ljós væri komið, að Alþingi hafnaði ekki notkun kjarnavopna almennt og áskildi geymslu þeirra og notkun í hérlendum herstöðvum, þá sæju þeir ekki ástæðu til að taka frekari þátt í afgreiðslu málsins á þingi. Framhald af 1. síðu kaup verkamanna um rúm 13% eða úr kr. 23,86 í kr. í kr. 20,67, lækkun um 3,19 á hverja dagvinnustund og krón- ur 6,38 á hvern næturvinnu- tíma. Þar sem unnin er jafn mikil yfirvinna og hér í Vest- mannaeyjum, munaði þessi gíf urlega lækku allflesta verka- menn hér í árstekjum frá kr. 6000,00 og upp í 8 þúsund krónur og er það hærri skattur en hverjum verkamanni er venjulega gert að greiða í út- svar og finnst þó flestum nóg um þau. Þó þetta mikla kauprán væri mög tilfinnanlegt fyrir verka- menn, er hitt þó ekki síður al- varlegt, þegar löggjafinn leyfir sér það að ógilda á einni nóttu frjálsa samninga, sem verkalýðs- félögin og vinnuveitendur hafa gert með sér. Og sviptir þar með raunverulega verkalýðsfé- lögin samningsrétti, eins og tví vegis er búið að eiga sér stað síðan í ársbyrjun 1959. Þess vegna verður mörgum á að spyrja: ,Eru þær ríkisstjórnir, sem með völdin hafa farið síð- an 1959 að vinna markvisst að því að reyna að drepa niður verkalýðssamtökin á íslandi? Að því virðast öll rök hníga, ef dæma á eftir þeim ósvífnu árás um, sem gerðar hafa verið hvað eftir annað nú á síðustu árum. Hitt er svo annað mál, að það er undir fólkinu sjálfu komið, iivort þeim tekst það eða ekki. Hugur . stjórnarflokkanna til verkalýðssamtakanna kom svo skýrt í ljós sem bezt varð á kos ið, í áður áminnstum umræð- um, þegar einn af þingmönnum Alþýðuflokksins kvað upp úr með það, að stjórnin ætti að lækka kaupið um 4—6%, binda það þar með lögum og banna öll verkföll. Þetta hefur ávalit verið hinn fagri draumur, sem íhaldið hef- ur látið sig dreyma, en fram að þessu kynokað sér við að fram- kvæma. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin nálægust. Á stjórnar- heimilinu eru sem sé vikapiltar, sem vinna óþverraverkin með glöðu geði í von og vissu um, að bein muni hrjóta til þeirra af borðum húsbændanna. Leiðin til bættra lífskjara er að kjósa D-listann var kjörorð íhaldsins fyrir síðustu kosning- ar, og ef kjósendur vildu styðja þá til stjórnarforystu, skyldi fljót lega kippt í lag öllu því, sem aflaga hefði farið á undaförn- um árum. Þá skyldi verkamanninum ekki verða gleymt. Kaup skyldi hækka, svo að hver fjölskylda gæti lifað góðu lífi á 8 stunda vinnu. Verðbólgan skyldi fljót- lega stöðvuð, allar lántökur stöðvaðar hjá hinu opinbera, bankavextir skyldu lækkaðir, safnað skyldi digrum sjóðum í erlendum gjaldeyri. Öllum fjöl skyldum skyldi gert fært að byggja sínar eigin íbúðir, og ef þið krossið við D-listann, fáið þið örugga tryggingu fyrir því, að aldrei verði slakað til í land- helgismálinu. En þó íhaldið tapaði að vísu við þær kosningar, fékk það þó nógu mörg atkvæði til að mynda stjórn með sinni gömlu, góðu hækju. Við skulum bera þennan lof- orðalista sarnan við efndirnar. Og þá blasa við þessar áberandi staðreyndir: Verðbólgan hefur aldrei tek- ið slík risaskref og í tíð núver- andi stjórnar, þar sem allir vöru flokkar hafa hækkað frá 30— 100% og þar yfir. Ibúðarhúsa- byggingar hafa að mestu stöðv- azt. Vextir af lánum hafa hækk að um 1/3. Landhelgin hefur verið færð inn um helming. — Þetta eru efndirnar á hinum glæsta loforðalista stjórnarflokk- anna. En sumir af þingmönnum stjórnarflokkanna og jafnvel ráðherrarnir sjálfir hafa sýnt dómgreind fólksins þá fáheyrðu fyrirlitningu að halda því fram í ræðum sínum, að verðlag hafi lítið sem ekkert hækkað. En þrátt fyrir hið mikla kauprán 1959 og þrátt fyrir hinar gífurlegu verðhækkanir í tíð núverandi stjórnar, og þrátt fyrir öll kosningasvikin, sýndu verkalýðssamtökin þá einstæðu þolinmæði að láta kyrrt liggja í %\/2 ár, og láta ekki til skarar skríða fyrr en allir sáu, að viðreisnaróskapnað urinn var farinn út um þúfur. Og ekki fyrr en séð var að feng inni reynslu, að kaupmátturinn þvarr meir og meir eftir því, sem lengur leið. Og þegar út í verkföllin var kornið, gerði stjórnin allt, sem í hennar valdi stóð til að hindra samninga, þó í ljós kæmi þegar í byrjun, að vinnuveitendur vildu senrja. Þau vinnubrögð stjórnarinnar er ekki hægt að

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.