Eyjablaðið


Eyjablaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ Sammarkaðsbandalagið Framhald a£ 1. síðu legu svæði þess, þ. e. í Vestur- Evrópu. En því fer mjög fjærri, að þetta hafi verið okkur hag- kvæmt viðskiptasvæði á síðast- liðnum áratug. Það hefur að vísu selt okkur mikið a£ vörum, en það hefur gengið mjög treg- lega að selja okkar vörur inn á það. Samkvæmt verzlunarskýrslum áranna 1950—1959, (að báðum árunum meðtöldum), varð við- skiptajöfnuður íslands við alla liina vestrænu markaði óliag- stæður um tæpa 5 milljarða króna. Samanlagður útflutningur okk ar til allra annarra en Austur- Evrópulanda nam á þessu tíma- bili 6.230 milljónum króna. En samanlagður innflutningur frá sömu ríkjum á sama tíma nam 9.133 milljónum króna, eða ó- hagstæður viðskiptajöfnuður okkar samtals 2.903 milljónum króna. Það verður því sannarlega ekki sagt, að það sé álitlegt fyr- ir liina íslenzku atvinnuvegi að eiga að tjóðra sig í þessu mark- aðsbandalagi. Þennan umrædda áratug tóku markaðirnir í hinum sósíalist- ísku ríkjum við allri okkar fram leiðsluaukningu. Þau viðskipti fara öll fram á jafnkaupa- grundvelli og eru því hallalaus. Hallinn á vestrænu viðskipt- unum hefur hins vegar verið greiddur með hernámsvinnu, (sem auðvitað hefur dregið úr afkastagetu framleiðsluatvinnu- veganna) og með lántökum, þ. e. erlendri skuldasöfnun. Hin síðustu ár hefur verið dregið mikið úr austurviðskipt- unum, enda liefur skuldasöfn- un erlendis vaxið hröðum skref- um og nam skuldaaukningin á síðasta ári um 500 milljónum króna. Það er því greinilegt, að þátt taka okkar í Sammarkaðsbanda- laginu táknar endalok efnahags legs sjálfstæðis íslands og sam- runa okkar við hina óhagstæð- ustu markaði, þar sem land okk ar getur aðeins orðið fátæk hrá efnanýlenda undir stjórn vold- ugra erlendra auðhringa. En þjóðin verður að láta í ljós álit sitt á þessu nýjasta ráða bruggi stjórnarvaldanna og hindra, að það komist í fram- kvæmd, banna ríkisstjórninni að binda okkur á þennan klafa og vera minnug þess frá upp- hafi, að aðild að bandalagi þessu er óuppsegjanleg um ald- ur og ævi, eins og í stofnskrá þess, Rómar-samningnum, segir. Hér er því greinilega um þá spurningu að ræða, hvort við eigum nú að sökkva okkur ofan í það nýlendustig, sem blá- menn Afríku eru nú að rísa upp úr, eða halda sjálfstæði okkar og vinna að framþróun eigin at- vinnuvega. — Og það ætti ekki að vera erfitt að velja þar á milli. Nýr forstjóri í Fiskiðjunni Frétzt hefur, að ráðinn hafi verið nýr forstjóri fyrir Fiskiðj- una. Er það Guðjón Ármann Eyjólfsson, sjóliðsforingi, en hann hefur nú um skeið starf- að hjá Landhelgisgæzlunni og hefur sagt því starfi upp. Það mun vera um næstu ára- mót, sem forstjóraskiptin eiga að verða. Dragnótaraflinn 1960 Um síðustu mánaðamót lauk dragnótatímabili þessa árs. Ekki liggja fyrir endanlegar skýrslur um aflabrögðin á þeim veiðum í ár. Talið er þó, að m.b. Glað- ur muni hér vera aflahæstur á þeim veiðum í ár. Skipstjóri á honum er Þorleifur Guðjónsson á Reykjum. Fiskifélagið hefur hins vegar nýlega birt heildarskrá um drag nótaaflann í fyrra. Hann reynd- ist á öllu landinu vera 9.951,2 tonn, þar af veiddu Vestmanna- eyjabátar röskan fjórðung eða 2.500,7 tonn ,er skiptist þannig eftir tegundum í tonnatali: Þorskur .......... 143,2 Ýsa ............ 1-215,5 Ufsi ............... 4,6 Langa .............. 4,2 Keila .............. 0,2 Steinbítur ........ 52,3 Karfi ............ 1,3 Lúða ............ 15,5 Skarkoli (rauðspretta) 378,5 Þykkvalúra (sólkoli) 584,9 Langlúra .......... 98,2 Stórkjafta ......... 0,4 Skata .............. 1,7 Úrgangur ........... 0,2 * Alls: 2.500,7 Á skrá þessari kemur greini- lega fram, að mest magn er af ýsu í dragnótaraflanum, eða nærri helmingur hans, en sá fiskurinn, sem næst kemur í röð inni er þykkvarlúra (oft nefnd sólkoli eða orðskrípinu limasól, sem mun vera hljóðlíking við enska heitið á fiski þessum: le- mon soles). Það er einugis hér í Eyjum, sem þessi fiskur gefur meira magn í flatfisksaflanum en skarkolinn (rauðsprettan), en þetta er vegna þess, að hér var í fyrrasumar lögð öll áherzlan á þykkvalúruveiðina fram eftir sumri, þar eð aflinn var fluttur á markað í DanmÖrku ,en þar er ekki leyfður innflutningur skar kola. Ætla má, að dragnótaraflinn sé miklu meiri í ár en í fyrra, enda fleiri bátar við þær veiðar og bátarnir auk þess fyrr til veiðanna búnir, enda var það fyrst árið 1960, sem veiðar þess- ar voru leyfðar eftir margra ára bann. «S8S88SSSySi»*3iS^X^S.SS88888S8S8£S£8S8sasSS8SSS88888S85BSSS8S888S8SS28888*88sS88S888S8S8«aS8888S8S*8» Og nú spyr Eyjablaðið: í síðasta Eyjablaðii var greinarkorn um ósannsögli þá, sem andstæðingar Alþýðubandalagsins hafa viðhaft um af- stöðu þingmanna þess til mótmæla gegn prófun kjarnorku- vopna. Yfirskrift greinarinnar var: Ein spuming til Fylkis og Framsóknarblaðsins. En fyrir tilstilli prentvillupúkans féll sjálf spurningin aftan af giæininni. Um leið og hér skal bætt úr þessum mistökum, þykir rétt að rifja upp stað- reyndir málsins, þær sem voru tilefni spurningarinnar: Þingmenn Alþýðubandalagsins vildu ganga mun lengra í mótmælum sínum gegn prófun og notkun kjarnorku- vopna en aðrir flokkar voru fáanlegir til . Enginn flokkur annar en Alþýðubandalagið var fáanleg- ur til að mótmæla neinum kjarnorkusprengingum nema aðeins þeim, sem Rússar framkvæmdu — Alþýðubandalag- ið mótmælti þeim hvarvetna. Hvorugur stjórnarflokkurinn fékkst til að lýsa því yfir, að íslendingar bönnuðu geymslu og notkun kjarnavopna hérlendis, en það vildi Alþýðubandalagið og Framsókn gera. Tillagan, sem Alþýðubandalagið studdi í máli þessu var þannig: TILLAGA TIL ÞINGSÁLYKTUNAR UM MÓTMÆLI GEGN KJARNORKUSPRENGINGUM SOVÉTRÍKJ- ANNA OG ANNARRA KJARNORKUVJsLDA. Alþmgi ályktar að mótmœla eindregið öllum kjarnorku- sprengingum — þar með talið sprengingu Sovétríkjanna á risakjarnorkusprengju — og skorar á ftjamorkuveldin að hœtta nú þegar kjarnorkusprengingum sínum, þar sem geigvcenleg geislunarhœtta af þeim stofnar framtíðarvelferð allrar heimsbyggðar og þar með islenzltu þjóðarinnar i voða. Sérstaklega mótmœlir Alþingi neðansjávarsprenging- um, er geta stofnað afkomumöguleikum íslendinga í hœttu. Alþingi skorar ennfremur á kjarnorkuveldi heimsins að gera hið fyrsta samkomulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og öruggl eftirlit með því. Alþingi lýsir ennfremur yfir þvi, að það muni aldrei leyfa staðsetningu neins konar kjarnorkuvopna á íslandi, né að slíkum vopnum verði nokkurntima beitt frá stöðvum hér á landi. En málsgreinin, sem vantaði aftan á Eyjablaðsgreinia síðast, er þannig: Það er auk alls annars nokkur fróðleikur að bera þessar staðreyndir saman við þær rangfærslur og ósannindi, sem íhalds- og framsóknarmálgögnin hér hafa um málið sagt. — Og nú spyr Eyjablaðið: Hvað hafa aðstandendur F.ylkis og Frmsóknarblaðsins á móti tillögunni eins og Alþýðubanda- lagið studdi hana?

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.