Eyjablaðið


Eyjablaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 4
EYJABLAÐIÐ Ltgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson. Prentsm. Eyrún hf. Eiga bæjarstjóralaunin ekki að fara að færast undir ómagaframfæri! A að lengja drag- nótartímann! Einar Sigurðsson hefur flutt frumvarp á Alþingi um að lengja dragnótaveiðitímabilið um hálfan annan mánuð, þann- ig að það nái frá júníbyrjun til nóvemberloka í stað þess, sem það nú nær frá 15. júní til 31. október. Þrátt fyrir þann ávinning, sem í þessu mundi felast fyrir sjómenn og útvegsmenn, er mál ið mjög varhugavert, þar eð slík lenging gæti leitt til þess, að dragnótin yrði með öllu bönnuð á ný. Lögum samkvæmt á Fiski- deild atvinnudeildar Háskólans að fylgjast á vísindalegan hátt með því að ekki verði ofveiði af völdum dragnótar, og er um þessar mundir mikill undirbún- ingur að því hafinn, að slíkt eft irlit verði raunhæft og ná- kvæmt. Sá fiskistofnin, sem óneitan- lega er í mestri ofveiðihættu, er ýsan. Ef bætt er við mánuði aftan við veiðitímabilið, mundi þar verða næstum eingöngu um ýsuveiði að ræða. Það væri hið alvarlegasta mál, ef út yrði þurrkaður flatfiskveiðimöguleik inn með því að slægst verði um of eftir ýsuveiðinni, því kalla má, að ekkert veiðarfæri sé til- tækt til flatfiskveiðanna annað en dragnót, en ýsuna er einnig hægt að veiða með öðrum hætti. Þakkir færðar. Öllum þeim fjölmörgu ein- staklingum og félagasamtökum í Vestmannaeyjum, sem lagt hafa af mörkum til söfnunar þeirrar, sem undanfarið hefur farið fram til styrktar aðstand- endum þeirra, sem fórust með m/s Helga frá Hornafirði í september s. 1., eru hér með færðar innilegar þakkir. Fjár- söfnunin hér í Vestmannaeyj- um á vegum undirritaðra hefur numið kr. 45.310,00 og hefur fjárhæðin, ásamt listum yfir nöfn géfenda verið í dag send til Hornafjarðar. Vestmannaeyjum, 23/11 1961. í fjársöfnunarnefnd: Ásmunduð Guðjónsson, Gústaf Sigjónsson, Jóp Hjaltason. F. h. Austfirðingafélagsins í Vestmannaeyjum Pétur Ágústsson. I Fylki 10. þ. m. var sagt, að Sigurður Stefánsson hafi verið að kynna sér greðislur til Gísla Gíslasonar í bæjarstjóra tíð hans. Þetta er mesti misskilningur hjá ritstjóra Fylkis, enda sagt gegn betri vitund. Einar Hauk- ur vill bara fá birtar þær upp- lýsingar, sem Sigurður var að leita eftir, en þær voru þessar: Á árinu 1960 fékk Guðlaug- ur Gíslason greitt úr bæjarsjóði, samkvæmt upplýsingum skrif- stofustjóra bæjarins: Bæjarstjóralaun kr. 9975,00 á mánuði, í 12 mánuði krónur 119.700,00; bæjarráðslaun kr. 10.000,00 og niðurjöfnunar- nefndarlaun kr. 6.000,00; sam- tals kr. 135.700,00. Á árinu var Guðlaugur búsett ur í Reykjavík í átta mánuði við þingstörf, en Gísli Gíslason gegndi störfum bæjarstjóra. Ef verkamenn fara fram á lagfæringu á sultarlaunum sín- um, hitta þeir ekki fyrir annan illvígari andstæðing en Guð- laug í Geysi. En sá sami Guð- laugur lætur sér sæma að taka 12 mánaðarlaun hjá bænum fyrir 4 mánaða vinnu, laun sem jafngilda árslaunum tveggja verkamanna. Nú munu kannski einhverjir halda, að hann hafi greitt Gísla laun hans, en svo er ekki. Guð- laugur taldi bæjarstjóralaunin ásamt þingfararkaupinu, fram til skatts, en svo mikill fjár- málaglópur er hann ekki — gagnvart eigin pyngju — að hann fari að greiða skatt og út- svar af launum annarra. Gísli Gíslson fékk ekkert greitt úr bæjarsjóði árið 1960. Það er þvi ekki úr vegi að fá það upplýst, eftir hvaða leiðum hann fékk kaup sitt greitt, eða á maður að trúa því, að hann hafi gegnt bæjarstjórastöríum 8 mánuði ársins án nokkurra launa, að Guðlaugur hafi raun- verulega hirt úr bæjarsjóði tæp ar 80 þús. króna, á kostnað Gísla Gíslasonar. Er þetta skýringin á því, að Guðlaugur treystir sér ekki til að nota Gísla lengur í bæjar- stjórastarfið, en felur það manni, sem hvort sem er, er á launum hjá bænum. Æskumenn íhaldsins á fundi Að tillilutan Félags ungi'a sjálfstæðismanna, var haldinn fundur í Alþýðuhúsinu, segir síðasti Fylkir. Fundarstjóri var Jóhann Friðfinnsson kaupmaður og ritari Jóhann Björnsson, póst- fulltrúi. Fundurinn virðist hafa átt að vera einhverskonar æskulýðs- samkoma, því einu félagssam- tökin, sem fengu bréflegt boð um að senda fulltrúa, var Æsku lýðsfylkingin. Að loknum ræðum framsögu manna — sem allir virtust komnir sæmilega af barnsaldri — tóku þessir æskumenn til máls: Sigurgeir Kristjánsson, Guðlaugur Gíslason, Páll Þor- björnsson, Sigfús J. Johnsen og Hrólfur Ingólfssoon og voru allir innilega sammála, — utan Hrólfur einn —, segir Fylkir. Um fundarsókn var ekki get- ið, enda þunnskipaðir bekkir. íhaldið stærir sig af því, að 12 Eyjabáfar á sífd Á haustsíldveiðarnar fara 12 bátar frá Eyjum og eru flestir þeirra fyrir nokkru komnir til Faxaflóahafna eða Grindavíkur, en að undanförnu hefur lítið gefið til þessara veiða. Allir eru bátarnir með haust síldarnætur og búnir kraftblökk til veiðanna. Tæpast verður sagt að byr- lega blási til góðrar afkomu á veiðum þessum, þar eð Eyjabát- ar hafa til þessa heldur lítinn afla fengið, en þegar er að mestu leyti saltað upp í þá markaði, sem samningar liggja fyrir um. Gera má því ráð fyrir, að ef eitthvað verulegt síldarmagn veiðist hér eftir, þá muni það einkum fara til bræðslu og það gefur ekki vonir um hátt hrá- efnaverð, en búnaður allur til veiðanna er mjög dýr og vart er að vænta stöðugra gæfta á þessari árstíð. Á hinn bóginn bendir margt til að verulegt síldarmagn sé gengið á miðin. Eyjabátarnir 12 á síldveiðun um og skipstjórar þeirra eru: Bergur — Kristinn Pálsson, Erlingur III — Bjarni Sighvats- son, Gjafar — Rafn Kristjánsson, Hannes lóðs — Jóhann Pálsson, Helgi Helgason — Finnbogi Magnússon. Hringver — Daníel Traustason, Huginn — Guðmundur í. Guð- mundsson, Kristbjörg — Sveinn Hjörleifs- son, Leó — Óskar Matthíasson, Marz — Haukur Jóhannesson, Ófeigur II — Ólafur Sigurðsson, Reynir — Páll Ingibergsson. Tveir bátanna, Ófeigur II og Gjafar hafa lagt hér upp 4—500 tunnur hvor hina síðustu daga og hefur sá afli verið frystur til beitu. það sé að efla hægrisinnaða ó- róadeild í Framsóknarflokknum og skal ekki dregið í efa, að ýmsar bakdyr þess flokks standi íhaldssamvinnunni opnar, þó hagkvæmara þyki nú að sláloka aðaldyrum. Ber þá að skilja þátttöku þeirra Sigurgeirs og Jóhanns Björnssonar í þessum íhalds- fundi ungra sjálfstæðismanna svo, að þeir séu tilkippilegir til samvinnu og bræðralags, hve- nær sem íhaldinu þóknast að kippa í spottann? Þakka lijartanlega heillaóskir, gjafir og hlý handtök á fimmt- ugsaftnÆli minu 16. nóv. s. I. Lifið heil! ODDGEIR KRISTJÁNSSON 8S8S8SSSSS8SSS8SS3SSSSSSSSSSSS3SS3SSSSS$S£SSSSSSSSSSSSS£SSSSSSSS-^SSSSSSSSSSSSS3SSS3SSSSS?S3SSS8SSSSSSSS3S3SS

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.