Eyjablaðið


Eyjablaðið - 23.12.1961, Side 1

Eyjablaðið - 23.12.1961, Side 1
EYJABLA 22. ÁRGANGUR ÞORL.ÁKSMESSU 1961. JÓLABLÁÐ VIKiVAKI ÚR SÖNGLEIKNUM „ÆVINTÝRI ÞJÓÐVÍSUNNAR" Opnast hamrahallir, hljómi strengjaglaumur, leiftri Ijós af blysum langa vegi. Nú er nótt í byggð. Vakið ólfar allir úti er svefn og draumur, stígum dans unz Ijómar loft af degi. Nú er nótt í byggð. Gnötri, nötri grundin undir geisumst þeysilétt. Gígjur knýjum, loga bogum sindri um tind og klett. Tónar hylli, trylli, villi töframóða þétt. Tefjum dag við rammaslag og fornan norna sprett. Sveiflast fat um fót. Fluglétt þjótum hnjót og grjót. Álfasnótar yndishót ör og skjót elds af rót leiftra Ijúfling mót. Leikur lokkaflóð Ijóst um brjóstin rjóð og móð. Læsist glóð um barm og blóð. Hulduþjóð, hal og fljóð, heillar nóttin hljóð. Loftur Guðmundssori.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.