Eyjablaðið


Eyjablaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 8

Eyjablaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 8
— Brot úr annál ársins 1961 — Belgiski togarinn Marie Jóse Rosette strandaði d Hörgeyrarhafn- argarði io. jan. í ofviðri 22. jan. sökk hann i sœ sundurtcettur, en hafði áður brotið gat á hafnargarðinn. hefur verið siður Eyja blaðsins um nokkur und- anfarin ár að birta um ára- mót eða rétt upp úr þeim, (Jálítinn annál um atburði hér í Eyjum og þróun mála, sem miklu varða alþjóð eða þetta byggðarlag sérstaklega. Að þessu sinni verður ann- állinn nokkru fyrr á ferð- inni en oft áður og kemur nú í jólablaði. Þess vegna getur liann ekki náð til ársins í heilu lagi. Þótt enn sé á aðra viku til áramótanna og sitthvað geti auðvitað á þeim tíma gerzt, sem annálsvert væri, þá er þó þeg- ar af meira efni að taka en svo, að hér geti orðið um nema annálsbrot að ræða. * Aflabrögð Eyja-bóta. Vetrarvertíðin varð að mikl- um mun lakari en oft áður. Heildaraflinn nam 18.017 tonn- um á móti 37.218 tonnum ár- ið 1960, og 42.366 tonnum 1959. Talið er, að út hafi ver- ið gerðir 98 bátar nú, en þeir » voru 114 í fyrra. Aflahæstur varð nú svo sem oft áður Benóný Friðriksson á Gullborgu. Samdráttur aflamagnsins er af tvennum ástæðum. í fyrsta- lagi urðu algerar frátafir frá veiðum fyrstu tvo mánuði árs- ins vegna róðrabanns og verk- falla, og í öðru lagi reyndist afli mun rýrari þá vertíðarmán- uði ,sem út var gert en áður. Sumar sildveiðin gekk mun betur en á undanförnum árum. Færri bátar fóru héðan til veið anna en áður, aðeins 21, en 37 1960. Aflamagn á Eyjabáta varð Iiins vegar miklum mun meira nú en í fyrra eða 135 þús. mál og tunnur en rétt um 80 þús. í fyrra. Aflahæstur Eyjabáta varð Helgi Helgason, en skipstjóri á honum var Finnbogi Magnús- son. Humar og flatfiskur var veidd ur af kappi á heimamiðunum allt sumarið í vörpu og dragnót og gengu þær veiðar ágætlega. Nokkrir bátar voru á fiski- trolli, þ. e. veiddu bolfisk í botnvörpu og gekk vel. Sumir þeirra sigludu sjálfir með afla sinn á markað í Bretlandi og Þýzkalandi . Flatfiskur dragnótabátanna jah-.'df- oprH © *-6* onjnri-rt.v.nAif ----- Grunr.i-raji P'SkvíiA.iakmöfW. OR6ro• Bretar hhitu réttindi til veiða í islenzku landhelginni á svœðwnum, sem sýnd eru dökk á kortinu. var svo til allur fluttur ísvarinn til Bretlands og höfðu hrað- frystihúsin 4 skip að staðaldi í þeim flutningum og gengu söl- ur þeirra yfirleitt vel. Haustveiðar voru nokkuð stundaðar með línu og botn- vörpu. Gæftir voru slitróttar, en afli skaplegur. Mikil síldveiði var á hinum fyrstu vetrarmánuðum við Reykjanes og Snæfellsnes. 12 Eyjabátar voru við þær, en náðu fæstir góðum árangri í aflabrögðum. Þær veiðar standa enn yfir, þegar þetta er skráð. * Heildarafli landsmanna nær nýju hómarki. Þrátt fyrir vinnudeilur og aflaleysi hér í Eyjum á vetrar- vertíð svo og lélegan afla tog- araflotans, reyndist síldarafl- inn að sumri og vetri svo miklu meiri en áður, að heildarafli landsmanna verður yfir 600 þús. tonn, en var 513 þús. í fyrra, en 564 þús. tonn 1959. * Vinnudeilur. Á árinu urðu miklar vinnu- deilur. Þessar urðu hér í Eyj- um: Róðrabann, er Útvegsbænda- félagið liélt uppi frá áramótum til 4. febrúar. Þar var deilt við fiskkaupendur um verðflokkun á nýjum fiski, en í því efni vildu útvegsbændur í Eyjum ekki sætta sig við samkomulag, er stjórn Landssambands útvegs manna gerði þar um við Sölu- miðst. hraðfrystihúsanna. Voru nokkrar breytingar á gerðar út- gerðinni í hag, en ekki stór- vægilegar. Sjómannaverkfall var boðað af hálfu Sjómannafélagsins Jöt- uns og Vélstjórafélagsins. Stóð það frá 15. jan. til 26. jan. og féll raunar að öllu inn í róðra- bannið. Því lauk með heildar- samningi sjómanna um land allt við útvegsmenn. Efni samn inganna er niðurfelling sérstaks skiptaverðs . hlutasjómanna. .(en þéir höfðu áður biúð við -mik- ið lægra verð á lilut sínum en útvegsmenn fengu fyrir fisk). F.n um leið og sjómönnum var ákveðið sama fiskverð og út- gerðinni, var hlutdeild þeirra í aflamagni lækkuð nokkuð. Landverkafólk, karlar og kon ur, stóðu í miklu verkfalli frá 25. janúar til 1. marz og lauk með samningi, er miðað við dag vinnu nam 14,9% hækkun hjá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og 19% hækkun hjá Verka- kvennafélaginu Snót. Viðar varð ófriðsamt á vinnu markaði en hér í Eyjum. í sjó- mannadeilunni voru t. d. 38 fé- lög samtímis í verkfalli, og að vori, eftir að öllum deilum hér var lokið, kom til mikilla verk fallsátaka víðast um land, en þá gekk hér öll framleiðsla með blóma. * Landhelgismól. Allt frá því að landhelgin var færð í 12 mílur 1. sept 1958, reyndu Bretar að ná fram til- slökun af íslendinga hálfu í mál inu. Beittu þeir fyrir sig flota sínum og fór hann með vopn- uðu ofríki á fiskisvæðum, sem Bretar ætluðu togurum sínum innan 12 mílnanna, en varð næsta lítið ágengt við slíkar veið ar, og voru raunar uppgefnir á þeim yfir vetrarmánuðina. En hinn 9. apríl samþykkti Alþingi með 33 atkvæðum gegn 27 að veita þeim til þriggja ára veiðirétt í landhelginni á þeim I svæðum og tímum, sem Bretar Ihöfðu tilkynnt stjórnarvöldun- um, að þeir gætu rnetið sér full- nægjandi. Síðar voru Þjóðverj- um veitt sömu réttindi og Bret- um. Gengisfc lling. Hinn 4. ágúst gaf ríkisstjórn- in út bráðabirgðalög um nýja gengisfellingu — þannig að Seðlabankanum var fengið geng isskráningarvaldið, og hann til- kynnti gengisfellingu, sem nam 13,2% hækkun á verði erlends gjaldeyris. Dýrtíð tók við þetta nýjan fjörkipp og eru verkanir HORFT UM ÖXL Danska skipið Eduard Suenson, sem lagði hér upp landtak Evrópu-sœsímans. í þá átt enn ekki allar fram komnar. "k ie "k Strandið á Hörgeyrargarðinum. Hinn 10. jan. strandaði belg- iski togarinn Marie Jóse Ro- sette á utanverðum Hörgeyrar- hafnargarði. Togarinn hafði verið færður hér til hafnar fyr- ir landhelgisbrot og var nú á útleið úr höfninni eftir að dómur hafði verið upp kveðinn yfir skipstjóranum. Skpið var um 170 rúmlestir. Á því var aðeins 6 manna áhöfn og var henni bjargað í línustól fyrst upp á hafnargarðshausinn og síðan í land á hafnarbátnum Létti. í miklu austanveðri, sem á skall hinn 22. jan. braut tog- araflakið gat á hafnargarðinn áður en það molnaði sundur og hvarf í sjó. Tjónið á garðinum var met- ið á 2,9 milljónir kr. og fór bráðabirgðaviðgerð á því fram á haustmánuðum. Um bóta- skyldu vegna tjóns þessa eru ris in málaferli milli Hafnarsjóðs og eigenda togarans. * Nýr hafnarbótur. Hinn 4. apríl kom nýr hafn- arbátur siglandi frá Þýzkalandi. Þar hafði hann verið smíðað- ur fyrir Hafnarsjóð. Báturinn er um 100 rúmlestir og heitir Lóðsinn. Tryggvi Blöndal, sem þá var skipstjóri á Herjólfi, stjórnaði skipinu á heimsigling- unni í fríi sínu frá aðalstarfi. Skipstjóri á Lóðsinum í heima störfum er Einar Sv. Jóhannes- son. * Sæsímasamband við Evrópu. Með vori byrjaði landsíminn miklar framkvæmdir, sem sum- arlangt og raunar lengur settu svip á bæinn. Að uppistöðu til byggjast framkvæmdir þessar á því, að sæsími skal framvegis liggja á milli Vestmannaeyja og Fær- eyja, en þaðan til Skotlands og síðan tengjast við símakerfi Evrópu. Þessi sami sæsími á síð- ar að leggjast til Ameríku, þótt sá hluti bíði næsta sumars. Sæ- síminn kemur á land í Víkinni norðan undir Stórhöfða. Þaðan liefur nú verið lagður jarð- strengur að símstöðinni og marg háttuð tenging önnur, en stöð fyrir þráðlaust símasamband reist í Sæfelli og miklar jarð- símalagnir vegna hennar. Danskt skip, er nefnist Edou- ard Suenson lagði landtökin og kom þeim hér upp hinn 25. júní, en brezkt skip, Alert, lagði úthafslögnina og tengdi saman hinn 16. nóvember. Sæsími þessi er að komast í notkun um þessar mundir. * Evrópumeistarakeppni í sjóstangaveiði. f öndverðum júnímánuði var efnt til Evrópumeistarakeppni í veiði sjófiska á stöng. Kepp- endur voru 40 talsins og höfðu nokkra fiskibáta til íþróttar sinnar svo og Lóðsinn. Fór mót þetta vel fram og viðraði hið bezta á það. Bæjarbúar sýndu mikinn áhuga fyrir mótinu Framhald á næstu síðu. Fiskiskip Évrópumeistaramótsins í sjófisk-veiði á stöng sigla ut úr höfninni til veiða.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.