Eyjablaðið


Eyjablaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 10

Eyjablaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 10
ÍO JÓLABLAÐ EYJABLAÐSINS Horft um öxl. Magg8aa8m»awiWiMMtiBMigiKMB8B88aa8aag8a«a8gga8gagas88Kssaawae«a Framhald. og fjölmenntu jafnan á bryggju, þegar skip keppenda komu að iandi. Þórhallur Jónsson, bæjarverk fræðingur í Vestmannaeyjum hreppti Evrópumeistaratitilinn. * Prestur kemur, prestur fer. Halldór Kolbeins, sóknar- prestur á Ofanleiti, sagði lausu embætti sínu og fluttist til Reykjavíkur á vordögum. Var honum áður haldið fjölmennt kveðjusamsæti. Að afstöðnum prestkosning- um, sem fram fóru hinn 28. maí, var Þorsteinn L. Jónsson, áður prestur í Söðulsholti í Hnappadalssýslu, skipaður prest ur í stað Halldórs Kolbeins, en Þorsteinn var eini umsækjand- inn um brauðið. Hvorugur prestur staðarins mun nú óska eftir að búa á prestssetrinu, Ofanleiti, enda hefur það verið auglýst til sölu. * Ný vél í rafstöðina. í rafstöð bæjarins hefur ver- ið bætt nýrri og stórri vélasam stæðu. Er hún 2500 hestafla og því miklum mun stærri en nokk ur af þeim samstæðum, sem þar eru fyrir. Stækkun dálitla varð að gera á húsrými stöðvarinnar vegna þessarar vélakostsaukning ar. * Umb rðarmerki komo fril sögunnar. Nýjar reglur um umferð á götum bæjarins gengu í gildi á árinu og var komið upp nokkr- um umferðarmerkjum af því tilefni. Það gekk þó ekki skrikkjalaust. Svo illa tókst til í upphafi, að sett voru upp merki, sem enginn skildi, hvað táknuðu. Eftir að uppgötvað var, að þau voru röng og allsendis óvið eig- andi, felldi bæjarstjórn þó að taka þau niður, en varð að beygja sig í þessu efni fyrir valdi fógeta, eftir að málið hafði verið kært til hans. Síðan voru sett upp merki, er leiðbeina vegfarendum og njóta þau meiri vinsælda en hin, sem rugluðu fólk. * Helztu mannamót. í almennum útihátíðum bar nú sem mörg undanfarin ár hæst Þjóðhátíð Vestmannaeyja, sem haldin var í hinu ákjósan- legasta veðri í Herjólfsdal 4. og 5. ágúst við mikið fjöl- menni. Knattspyrnufélagið Týr sá um hana og vandaði vel til, enda var þetta líka að nokkru 40 ára afmælishátíð félagsins. Af öðrum mannfagnaði má nefna Sjómannadaginn og 17. júní, en aðaldagskrár þeirra beggja fóru fram á Stakkagerð- istúni. * Menningarmólin. Svo sem oft áður voru það einkum Lúðrasveitin og Kirkju kórinn, sem að sér létu kveða í músíklífinu, en Karlakór Vest- mannaeyja var og að störfum. Myndlistarskólinn starfaði með svipuðum hætti og áður. í honum eru milli 40 og 50 nem- endur. Veturliði Gunnarsson og Páll Steingrímsson eru kenn arar. Helgi S. Bergmann, málari, sem hér er mörgum að góðu kunnur frá fyrri tíð, hélt sýn- ingu á teikningum og málverk um í Akógeshúsinu í nóvember mánuði, mest andlitsmyndir og fantasíur um broslegri hliðar tilverunnar. Leikfélagið setti Þrjá skálka Gandrups á svið í tilefni síns fimmtugsafmælis og þótti vel takast. Auk Ieiksýninganna heima skrapp það með Skálk- ana til Keflavíkur og Kópavogs og fékk góðar viðtökur. Meðal nýrra bóka á jólamark aði er Rauði kötturinn, eftir Gísla Kolbeinsson á Búastöðum, skipstjóra á Gullþóri. Bókarefni hans er sunnan frá þeirri frægu eyju, Kúbu, en þangað mun hann hafa siglt, er hann var farmaður, áður en hann gerð- ist fiskimaður í Eyjum. * Fallnir fró. Á árinu hafa 4 fyrrverandi bæjarfulltrúar látizt: Árni Guð- mundsson frá Háeyri og Jóhann Þ. Jósefsson, sem báðir voru um skeið forsetar bæjarstjórnar, Högni Sigurðsson í Vatnsdal og Magnús Bergsson, bakaram. EVJABLAÐ3D Útgefandi: Sósíalistafélag Vestmannaeyja Ábyrgðarm.: Tryggvi Gunnarsson Prentsmiðjan Eyrún h. f. ÚTGERÐARMENN Höfum söluumboð fyrir eftirtaldar vélar: Industrie .... Volvo-Penta ... frá frá 75- 1725 ha. frá 5- 200 ha. frá 11- 50 ha. frá 25- 50 ha. frá 42- 86 ha. frá 3- 75 ha. frá 3- 60 ha. Utanborðsvélar: Johnson ..............frá 3 Gale ............... Einnig höfum við söluumboð fyrir léttbáta tilvalda fyrir síldveiðibáta. Leitið yður frekari upplýsinga. VÉLSMIÐJAN VÖLUNDUR. SSSSSSSS3SSSSSSSSSSSSSS3SSSSS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS^S3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS£ I«0«0f0»0*0t0*0a0f0#0*0f0#0«0«0*0«0f0f0«0«0*0«0*0 Skipiljérar og skipshafnir! Góður skipstjóri og skips- höfn sér um, að bátur þeirra sé í góðri hirðu og örugglega sé frá honum gengið í höfn. Gleðileg jól! Gæfuríkt komandi ár. Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja. ÍS£S£5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS8SSSS ÍSSSSSSSSSSSSSSI

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.