Eyjablaðið - 16.01.1963, Side 1

Eyjablaðið - 16.01.1963, Side 1
EYJABLAND 24. árgangur. Vestmannaeyjum, 16. janúar 1963 1. tölublað. Ætla þeir að tæma bæinn ? Kurfshóttur og ihaldssemi hofa um langt skeiS verið þau öfl- in, sem mest hafa mótt sín í þessu bæjarfélagi, jafnt í yfirstjórn atvinnulífsins hér ó staðnum sem og í bæjarstjórninni. Er nú svo komið, að órangur þessara stjórnarhótta skilar stórbrotnum ór- angri ,er sjó mó í samdætti í útgeðinni, hnignun í fiskvinnslunni og almennum fólksflótta but úr byggðarlaginu. Ofstopi, dramb og hroki. Það hefur um langt skeið ver ið áhyggjuefni allra framsýnna manna hér í Vestmannaeyjum, hversu forpokuð og afturhalds- söm stjórn þessa bæjarfélags hef ui verið. Þar hefur flokksof- stæki íhaldsins íklætt fáfræði og almennri heimsku langt umfram það, sem venjulegt getur talizt, verið leitt til öndvegis. Það hef- ur óskorað ráðið öllum málum bæjarfélagsins og sett svipmót ofstækis, drambs og hroka á stjórn svo til alls atvinnulífs á staðnum. Vaknað við vondan draum. Lengi var allt of stór hluti vinnandi fólks hér sinnulaus um afleiðingar þessa stjórnarfars eða jafnvel ánetjaður þeim liug- myndum, sem íhaldsforkólfar staðarins boðuðu. En nú vaknar margur, er áð- ur trúði á íhaldið upp við vond an draum, þegar afleiðingarnar af óskoraðri stjórn þess leyna sér ekki lengur. Bátum fækkar. Á vertíðinni 1960 voru héðan gerðir út 114 bátar. Næsta ár 1961, fækkaði þeim niður í 98. I fyrra varð enn samdráttur í útgerðinni hér, og við upphaf þeirrar vertíðar, sem nú er haf- in vita allir, að tugur báta, sem Iiéðan gekk í fyrra er nú horfinn úr rekstrinum hér, og harla veik von er til þess, að sumir þeirra báta, sem áformað er að gera út komist til veiða sökum mann- eklu. Fiskiðnaðurinn dregst saman. Fiskvinnslustöðvarnar eru fá- liðaðar og geta ekki nýtt nema hluta af afkastagetunni. Aðsókn aðkomufólks hingað til Eyja fer þverrandi. Til þess knnna ýmsar ástæður að liggja, en ekki rnunu þær staðreyndir vega þar hvað minnst, að verka- fólk úr fjarlægum héruðum hefur orðið að greiða hér mjög háan uppihaldskostnað, trygg- ingarlaust um atvinnu og oft atvinnu- og tekjulaust vikum saman, eftir að það var til verka kallað. Engin sjómannastofa eða samastaður aðkomufólks er heldur til hér. Fólkið flytur ó burt. Hið alvarlegasta er þó ótalið, en það er hinn ört vaxandi burt flutningur fólks úr bænum. Um hann liggja máske ekki fyr- ir geigvænlegar tölur ennþá, en drjúgur hópur er héðan farinn á síðasta hausti og fjöldi fjöl- skyldna býr sig til brottfarar. En íhaldið virðist hafa sett sér þaS mark að tæma bæinn. En forvígismennirnir virðast ekkert af öllu þessu læra. Ein- mitt sömu dagana og þessar stað reyndir blasa við með öllum þeim afleiðingum, sem hver venjulegur maður sér, að þær liljóta að hafa, þá eru enn hafð- ir uppi beinir prettir og lítil- mótleg undanbrögð, til þess að láta fólk hér ekki ná sambærileg um kjörum við það, sem önnur byggðarlög veita. Sem dæmi um þetta má nefna: Konur sviptar kaupi í kvöldverðartíma. Frystihúsaeigendur eru þessa dagana að reyna að skjóta sér undan því að borga kvenfólki því, sem vinnur að verkun síld- arinnar, kaup fyrir kvöldverðar tímann eftir samningi verka- manna, enda þótt samningar segi, að í þessari vinnu eigi að borga konum karlmannakaup. Kennarar sæta verri kjörum en boðin eru ó sambærileg- um stöðum. Kennarar í ilestum nágranna- bæju mokkar og þorpum fá um tooo kr. mánaðariega staðarupp bót á kaup sitt. Þetta hetur fræðsluráðið hér einnig sam- þykkt að mæla með að Vest- mannaeyjabær greiði. En bæjar- stjórnarmeirihiutinn hér sting- ur þeirri samþykkt undir stói og ieggur hana einu sinni ekki fyrir bæjarstjórnina til ákvörð unar, þegar bæjarstjórn fjaiiar um að áætla tekjur og gjöld bæj arfélagsins á þessu nýbyrjaða ári. Níðst á ræstingar- konum. Þegar skólastjóri gagnfræða- skólans hefur án allra saka rekið þvottakonur skóla síns úr starfi, þá neitar bærinn, sem atvinnu- rekandi þeirra ekki einasta að rétta þeirra hlut, heldur einnig að greiða þeim kaup fyrir eins mánaðar uppsagnarfrest, sein alJ- ir aðrir menn þó viðurkenna að starfsmenn þeirra eigi. Ef byggðarlagið á að blómg- ast verða þeir að vikja úr völdum. Hér hafa aðeins verið nefnd þrjú lítil dæmi um það, hvern- ig algerir fyrirhyggjuleysingjar geta hagað sér jafnvel eftir að fólksflutningar úr bænum eru orðnir svo miklir sem raun er á. Byggðarlagið má sízt af öllu við því, að hér sé hafður frammi kurfsháttur við fólk, sem leggur byggðarlaginu til þjónustu sína. En það er nú deginum Ijósara að íhaldið hér lærir ekki af reynslunni. Gagnvart því eiga Eyjabúar aðeins eins kostar völ, ef þeir vilja bjarga byggðarlagi sínu frá frekari hrörnun. Þeir verða að láta það víkja úr völd- um. Svona er innrætið Á 28. þingi Alþýðusambands íslands, sem haldið var í Rvík á s. 1. hausti, lögðu þingfulltrú- ar Iðju á Ákureyri fram éftir- farandi ályktun: : ,,28. þing A.' S. í , h'aldið í Reykjavík í nóvember 1962, mótmælir harðlega þeirri ákvörð un útvarpsráðs að meina fjöl- mennustu stéttarsamtökum landsins, A. S. í., að flytja út- varpsdagskrá sína í ríkisútvarp- ið 1. maí á hátíðis- og baráttu- degi verkalýðsins. Jafnframt samþykkir þingið Framhald á 2. síðu. Guðlaugur gerisl skemmfikraffur í nóvembermánuði s. 1. skýrði Fylkir frá því í tveim ur greinum, annarri undir fyrirsögn yfir þvera forsíðu, að Guðlaugur Gíslason hefði nýlega flutt frumvarp á Al- þingi um að heimila ríkinu að taka 12 millj. kr. lán og;! endurlána það Vestmanna- eyjabæ til vatnsveitufram- kvæmda. Allar voru greinar þessar fram settar af þvílíku steigurlæti, að almennur blaða;; lesandi hlaut að finna, að loksins hefði Guðlaugur nú sannað það, að hann hefði, þrátt fyrir allt, átt eitthvert erindi á þing. Og Fylkir gaf í skyn, að;; hann mundi jafnharðan og lið fyrir lið gefa lesendum sínum kost á að fylgjast með málinu og dást að þjónustu leiðtoga Sjálfstæðisflokksins hér við hag og heill Vest- mannaeyja á hærri stöðum. ;„Bæjarbúar munu fylgjast af áhuga með framgangi þessa máls, því flestir skilja þýð- ingu þess . . .“ segir Fylkir; | Hins vegar bregður svo við, að síðan hefur Fylkir ekkert orðið lesendum sínum innan handar um upplýsingar um gang málsins. En Eyjablaðið:; er meðal þeirra, sem áhuga hafa á málinu og leyfir sér því að koma eftirfarandi upplýsingum um gang máls- ins á framfæri: Mál, sem eru þess eðlis, að þau heimila ríkisstjórninni lántökur, eru oftast afgreidd sem liður í fjárlögum, enda jafnan tryggð greiðust afgieiðsla slíkra málaþannig. Ekki sinnti Guðlaugur því að koma málinu til atkvæða- greiðslu á þann hátt. En Karl Guðjónsson flutti tillögu Guðlaugs um þetta mál orð- rétta sem breytingartillögu við fjárlögin. Þótt Guðlaugur þyki frem ur leiðinlegur almennt þá verð hann þó skemmtikraftur í þessu máli. Allir þingmenn íhaldsins og kratanna greiddu atkva:ði á móti tillögunni, þeirra á meðal Guðlaugur sjálfur og; gaus þá upp hlátur í þingsal,; er hann sagði sitt nei. Þar!l með virtist málið því miður vera úr sögunni, að minnsta kosti mun Guðlaugur sjálfur telja að svo sé, því ekki ætlar hann eyri á fjárhagsáætlun bæjarins til vatnsveitnfram- kvæmda.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.