Eyjablaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 16.01.1963, Blaðsíða 2
EYJABLAÐI© Svona er innræfið Framhald af 1. síðu. eindregna áskorun til yfirstjórn- ar útvarpsins um að stjórn A. S. í verði framvegis falið að undir búa hátíðardagskrá útvarpsins 1. maí." Þegar þessi ályktun var lögð fram til umræðu, kvaddi sér hljóðs Alþýðuflokksmaðurinn Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, og mót mæiti þessari ályktun og skoraði á alla þingfulltrúa að fella hana. Hann gat þess, að fulltrúi Al- þýðuflokksins í útvarpsráði myndi beita sér af alefli gegn því, að A. S. í. fengi aðgang að útvarpinu 1. maí, meðan pólitískir menn séu í stjórn A. S. í. Og svo þegar ályktunin var borin undir atkvæði, greiddi all ur fjöldi þingfulltrúa atkvæði með henni, þó sátu nokkrir Al- þýðuflokksmenn hjá, en Jón Sigurðsson greiddi einn atkvæði á móti, og var þá mikið hlegið að Jóni. Þarna sýndi Jón svo glöggt sem verða má velvilja kratanna í garð verkalýðsins. H. Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður míns BJARNA JÓNSSONAR, Svalbarða, Vesrmannaeyjum. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Ágúst Bjarnason. Kaupum uisa hæsla veröi! Sækjumtil Þorlákshafnar og Grindavík- ur. — Viljum semja við nokkra færabáta. Erum til viðtals dag og nótt. STAÐGREIÐSLA! Illugi Guðmundsson. Sími 50328. Sigurður L. Eiríksson. Sími 50595. Hafnarfirði. TILKYNNING FRÁ ÖTVEGSBANKA ÍSLANDS. VESTMANNAEYJUM. Framvegis verður sparisjóðsdeild vor opin umfram venjulegan af- greiðslutíma alla virka daga nema laugardaga frá kl. 5 - 6,30 eftir hádegi, auk þess á fcrudögum til kl. 8 eftir hádegi. SSS8S88888SS8SS8SSS888SSS*SSSSSSSSSSSSSS8SSSSS8SS8S8SSSSSSSS8288S2SSSSS8SSS3SSSSSSS28SS2SSS3S2SSS$SSSSSS^ Frá skattstofu Vest- mannaey j aumdæmis Allir þeir, sem skattstofan hefur krafið 'skýrslugerðar um greidd laun, hlutafé og arðgreiðslur, eru áminnitir um að gera skil eigi síðar en 20. janúar n. k. Frekari frestur verður ekki veittur. Þótt um engar kaupgreiðslur hafi verið að ræða, er eigi síður nauðsynlegt að skila eyðublöðunum aftur. Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra er til 31. janúar n. k. Þeir, sem atvinnurekstur hafa með höndum, þurfa þó ekki að hafa skilað framtalsskýrslum fyrr en fyrir febrúarlok. Með því að frekari framtalsfrestir verða ekki veittir, nema sér- staklega standi á, er því hérmeð beint til allra, sem geta búizt við að vera fjarverandi eða forfallaðir af öðrum ástæðum við lok framtalsfrestsins, að telja fram nú þegar. Ekki er unnt að senda skattframtalseyðublöð til framteljenda fyrr en eftir miðjan jan- úar. Hinsvegar geta allir, sem vilja, fengið framtalseyðublöð í skattstofunni. Þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa á framtalsfresti að halda, verða að sækja um frest til skattstjóra og fá samþykki fyrir frest- inum. í 47. gr. laga nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt, er kveðið svo á, að ef framtalsskýrsla berst eftir að framtalsfrestur er liðinn, skal miða skattmatið við raunverulegar tekjur og eign að viðbættum 25%. Til 31. janúar veitir skattstofan þeim, sem þess óska og eru ó- færir að rita framtalsskýrslu sína, aðstoð við framtalið. Er þeim tilmælum beint til þeirra, sem ætla sér að fá framtalsaðstoð í skattstofunni að koma þangað sem allra fyrst. Fyrir sama tíma, 31. jan. n. k. þurfa allir, sem hafa fengið hlut af kaupi sínu greiddan í sparimerkjum að sýna sparimerkja- bækur sínar í skattstofunni, enda hafi þær áður verið tæmdar á pósthúsinu. Vestmannaeyjum, 14. janúar 1963. SKATTSTJÓRI. S2,^t2!S2S2«2í2!!2S2SíX2S2S2œ^ Lögreglumenn. Staða yfirlögregluþjóns og eins lögregluþjóns í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 1. febrúar n. k. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá lögreglustjór- um. Mynd af umsækjanda ásamt upplýsingum um fyrri störf fylgi umsókninni. Lögi-eglustjórinn í Vestmannaeyjum, 12. janúar 1963. TORFI JÓHANNSSON. MW^W<#»#ltf*<^#< »»»»»»»»»»#»»»»»»»#»#»»»#»»»»»»»»»»»»»»» Mæðrastyrksnefnd Vestmannaeyja þakkar bæjarbúum góðar undirtektir við söfnunina fyrir jólin. Sérstaklega þakkar hún Bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja fyrir höfðinglega gjöf. ^»^##v###»####»##»#######»########^#####»##^#»##»####v###s################J

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.