Eyjablaðið - 16.01.1963, Qupperneq 4

Eyjablaðið - 16.01.1963, Qupperneq 4
Fjárhagsáætlun fyrir 1963 EYJABLAÐIÐ r Útgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson Prentsm. Eyrún h.f. Fjárhagsáætlun Vcstmanna- cyjabæjar fyrir 1963 var lögð fyrir bæjarstjórnarfund þann 11. þ. m. til fyrri umræðu. Niðurstöðutölur áætlunarinn ar, eins og hún var lögð fyrir bæjarstjórn, voru 20 milljónir, 230 þús. krónur. Útsvör og aðstöðugjöld eiga þessu samkvæmt að hækka um rösklega 2 millj. kr. Aðstöðu- gjöld eru áætluð 3,5 millj. kr., en útsvör einstaklinga 12 millj. og 330 þús. kr. En álögð og inn- heimt útsvör hafa að undan- förnu verið miklu hærri en fjár- hagsáætlun segir, þar eð alltaf er lagt á fyrir vanhöldum, sem lítil hafa reynzL að undanförnu. Þannig voru útsvör og aðstöðu- gjald í síðustu fjárhagsáætlun 13,8 millj. kr., en innheimtar voru 14,6 mill. kr. VINNINGAR í happdrætti Þjóðviljans komu á eftirtalin númer: 55088 — Land-Rover eða bif- reið eftir eigin vali. 7557 — Góðhestur með hnakk og beizli. 61833 — Sófasett frá Húsgagna verzlun Austurbæjar. 459^7 — Normende segul- bandstæki. 8335 — Normende útvarps- tæki kr. 4.400. 53122 — sama. 70704 — sama. 70531 — Normende ferða- tæki kr. 3.600. 79670 — sama. 41644 — sama. Ósóttir ankavinningar eru: 68353 — Vegghúsgögn frá Axel Eyjólfssyni. 76162 — Ferð til Evrópu með SÍS-skipi. Eiríkur Ögmundsson lótinn. Eiríkur í Dvergasteini andað- ist. 4. jan. Hans verður minnst hér í blaðinu síðar. Aukin þjónusta. Eins og auglýsing frá Útvegs- bankanum á öðrum stað hér í blaðinu ber með sér, hefur bank inn nú frá áramótum opnað kvöldafgreiðslu með opnun sparisjóðsdeildar bankans frá kl. 5—6,30 alla virka daga nema laugardaga og auk þess til kl. 8 á föstudögum. Þessi nýbreytni mun vafalaust mælast vel fyrir hjá almenningi í bænum, þar sem margur á, vegna vinnu sinn ar, erfitt með að njóta þjónustu bankans á hinum almenna og venjulega afgreiðslutíma, en á nú eftirleiðis kost á að leggja inn eða taka út úr sparisjóðs- bókum að loknum vinnudegi og mun bankinn á sama tíma innleysa ávísanir á hlaupareikn- ing og reikningslán. Blaðið vill með línum þess- um vekja athygli fólks á þessari þjónustu og á bankinn þakkir skilið fyrir nýbreytnina. Til sölu. Nú er að lifna yfir fasteigna- markaðinum að iiðnum óramót- um. Meðal annars fóst hjó mér fasteignir við eftirtaldar götur. Brekastíg, íbúð, 3 herbergi og eldhús. Brimhólabraut, einbýlishús, 4 herbergi og eldhús. Heiðaveg, glænýtt og glæsilegt einbýlishús, 2 herb. og eldhús m. m. He'magötu, glæsilegt einbýlis hús. Lan'dagötu, tveggja íbúða hús. SólhÞð, íbúð, 3 herbergi og eldhús. Vestmannabraut, einbýlishús, 3 herbergi og eldhús. Eystri-Norðurgarður, einbýlis- hús, 3 herbergi og eldhús. Vesturhús, íbúð, 6 herbergi og eldhús. Auk húseigna hef ég einnig til sölu bóta af ýmsum stærðum og gerðum og bifreiðar. Þó hef ég einnig til sölu nú þegar sandblósturs- og mólmhúð unarvélar ósamt húseign við Strandveg þeim iðnaði tilheyr- andi. Einnig verzlunar- og iðnað- arhúsnæði við Brekastíg, enn- fremur trésmiðavélor af beztu tegund. Margt fleira fæst í skrifstofu minni. JÓN HJALTASON hdl. Skrifstofa: Drífanda við Bóru- stíg. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. — Sími 847. Báta- og formannatal. Útgerð eftirtalinna bóta mun fyrirhuguð í vetur undir skipstjórn þeirra manna, er hér greinir: Ársæll: Björgvin Guðmuiidsson, Viðey. Ágústa: Guðjón Ólatsson frá Landamótum. Auður: Ingibergur Gíslason, Sandfelli. Baldur: Haraldur Hannesson, Fagurlist. Bára: Tryggvi Kristinsson, Miðhúsum. Björg: Einar Þórarinsson frá Eyrarbakka.*) Björgvin: Ögmundur Sigurðsson frá Landakoti. Björn riddari: Sigurður Bjarnason, Svanhól. Emma: Bjarni Jónasson, Brekkugötu. *) Erlingur: Hjálmar Jóinsson, Vesturveg 34. Erlingur III: Bjarni Sighvatsson frá Ási. Erlingur IV: Ásberg Lárentínusson, Hástv. 4. Eyjaberg: Sigurður Gunnarsson, Brimhólabr. 33 Farsæll: Bernharð Ingimundarson, Urðaveg. Faxi: Haukur Jóhannsson, Stað. Fjalar: Elí Bjarnason frá Reykjavík. *) Ereyja IS: Karl Guðmundsson, Sóleyjargötu. F'reyja: Sigurður Sigurjónsson, Boðaslóð 15. F'rosti: Guðm. Guðfinnsson frá Brekkuhúsi. *) Frygg: Sveinbjörn Hjartarson, Brimh.br. 4. Gammur: Kristinn Pálsson frá Þingholti. Gísli Johnsen: Oddur Sigurðsson, Dal. Gjafar: Rafn Kristjánsson, Brimhólabr. 25. Glaður: Þorleifur Guðjónsson, Reykjum. Guðbjörg: Bogi Finnbogason, Laufási. Gullborg: Benóný F’riðriksson frá Gröf. Gullþórir: GísJi Sigmarsson, Faxastíg.*) Gylfi: Hörður Jónsson, Sólhlíð 8. Gæfa: Óskar Gíslason frá Arnarhóli. Haförn: Ingólfur Matthíasson, Hölagötu 20. Halkion: Stefán Stefánsson, Gerði. Heimir: Ólafur Guðmundsson, Landagötu. Hildingur: Guðmundur Vestmann, Miðstr. 4.*) Hringver: Daíel W. Traustason, Höfðav. 1. Huginn: Guðmundur í. Guðmundsson, Skól. 27 Ingþór: Adólf Magnússon frá Sjónarhól. ísleifur: Karl Ólafsson frá Víðivöllum. ísleifur II: Guðmar Tómasson, Kirkjuv. 43. Ísleiíur III: Bjarnhéðinn Elíasson, Ásnesi. Jón Stefánsson: Sigurður Elíasson, Faxastíg. Júlía: Emil Andersen, Heiðaveg 13. Jötunn: Sigurður Oddsson frá Dal. Kap: Ágúst Elíasson, Fífilgötu. Kári: Guðjón Kristinsson, Urðaveg 17. Kristbjörg: Sveinn Hjörleifsson, Hólagötu 36. Leó: Óskar Matthíasson, Illugagötu 2. Lundi: Sigurgeir Ólafsson, Hásteinsv. 43. Maggy: Sigurður Gt.ðnason, Herjólfsg. 13. Magnús Magnússon: Invar Gíslason, Haukab. Marz: Grétar Skaftason, \7allargötu 4. Muggur: Kolbeinn Sigurjónsson, Urðav. 17. *) Ófeigur II: Ólafur Sigurðsson frá Skuld. Ófeigur III: Sigurbjörn Sigurfinnsson, Sóllii. 26 Óskasteinn: Ragnar Eyjólfsson, Laugardal. Reynir: Páll Ingibergsson frá Hjálmliolti. Sídon: Magnús Grímsson, Felli. Sigurfari: Óskar Ólafsson, Sólhlíð 5. Sindri: Grétar Þorgilsson, Vegg. Sjöfn: Þorsteinn Gíslason, Skólav. 29. Sjöstjarnan (áður Tjaldur): Sveinn Valdimars- son, Skólaveg 37. Skuld: Bergþór Guðjónsson frá Hlíðardal. Skúli fógeti: Sigurður Ólafsson, Hólagötu 17. Stefán Þór: Guðjón Pálsson, Austurvegi. Stígandi: Flelgi Bergvinsson, Miðstræti. Suðurey: Arnoddur Gunnlaugsson, Bakkast. 9. Sæbjörg: Hilmar Rósmundsson, Brimhólabr. 30. Sæfaxi: Þórarinn Fliríksson, Hólagötu 13. Sævar: Sigfús Guðmundsson, Brimhólabr. 10. Valur: Andrés Hannesson, Birkihlíð 3. Ver: Jón Guðmundssón, Miðey. Þórunn: Markús Jónsson, Ármóti. Öðlingur: Friðrik Ásmundsson frá Löndum. Örn: Sigurjón Jónsson, Kirkjuveg 70. Þá er vitað um þessa aðkomubáta: Björg NK 103: Gísli B. Gíslason. Björg SU 9: Hilmar Bjarnason. Dalaröst NK 25: Þorleiíur Þorleifsson. F'.inir SU: Böðvar Jóhannsson. Glófaxi NK 54: Sveinbjörn Sveinsson. Gullver NS 12: Jón Pálsson. Hafrún NK 80: Kristinn Marteinsson. Rán SU: Friðrik Jóhannsson. Snæfugl SU 20: Bóas Jónsson. Stefán Árnason SU 85: *) Er nú formaður í fyrsta sinn á vetrarvertið hér í Eyjum. Vitað er um 13 báta, er hér voru gerðir út í fyrra, en nú liafa heltzt vir lestinni, en tvo, sem bætzt liafa í flotann. Þessir hverfa: Andvari, Atli, Bergur, Brynj- ar, Gulltoppur, Hafþór, Hafþór Guðjónsson, Hannes lóðs, Hersteinn, Sjöstjarnan, Týr, Uggi, Unnur. Þessir liafa bætzt í flotann: Freyja ÍS og Stef- án Þór.

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.