Eyjablaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 1
EYJABLADID 24. argangur. Vestmannaeyjum, 30. janúar 1963. 2. tölublað. Fjárhagsáæltunin fyrir 1963. Fasi'eignagjöld af íbúðum tvöfaldast. * Útsvör hækka um 18f2 %. * Niðurstöðutölur tekna og gjalda nema 20,7 milljónum króna. Á bæjarstjórnarfundi hinn hvort um sig áætluð kr. 25. janúar var fjárhagsáætlun 20.715.000,00 og helzt þar flest bæjarins fyrir árið 1963 sam- í sama horfi og að undanförnu þykkt. utan hvað víðast þrýstir hin al- Tekjur og gjöld bæjarins eru menna dýrtíð útgjaldaliðum bæj Leikfélagið fær 2,5 millj. kr. í byggingarsytk Guðlaugsklíkan varð í minnihluta á síðasta bæjar- stjórnarfundi, þegar til atkvæða kom tillaga, sem allir fulltrúar minnihlutans fluttu til þess að skapa menningarfélögum bæjarins starfsskilyrði. Leikfélag Vestmannaeyja, sem engin húsnæðisskilyrði hefur nú til starfa, reyndi um margra mánaða skeið að ná samstarfi við bæjarstjórnina um lausn sinna húsnæðismála. Það fékk engar undirtektir við sitt mál hjá bæjarstjóranum heldur aðeins vífilengjur og undanbrögð. Eitt af erindum þess lá fyrir til afgreiðslu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Allir fulltrúar minnihlutans lögðu fram svohljóðandi til- lögu: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja heitir Leikfélagi Vest- mannaeyja 2,5 milljónum króna byggingarstyrk til þess að koma hér upp leiklistar- og hljómleikasal, er tryggt verði að menningarfélög bæjarins og viðurkenndir aðkomnir listamenn, er hér vilja efna til samkomuhalds, eigi forgangs- rétt að. Fé þetta greiðir bæjarsjóður af höndum eftir því, sem fjórveiting í fjórhagsóætlun ókveður hverju sinni og oð fullu innan tíu óra, þó aldrei örar en sem nemur óföllnum bygg- ingarkostnaði. Fjórveiting þessi er bundin því skilyrði, að bæjarstjórn Vesfmannaeyja samþykki fyrirkomulag byggingarinnar, hugsanlegan sameignarsamning Leikfélagsins við aðra að- ila, er að byggingunni kunna að standa, og að eignarhlut- ur Leikfélagsins í fyrirhugaðri húseign falli til bæjarfélags- ins, ef Leikfélagið hættir störfum. Um framlag þetta verði gerður nónari samningur milli Leikfélagsins og bæjarstjórnarinnar ó gundvelli þessarar samþykktar og verði þar m. a. kveðið ó um beztu-kjara rétt allra leik- og tónlistarfélaga bæjarins um notkun hússins." Guðlaugur lagði auðvitað til, að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs, en sú tillaga hans fékk aðeins 3 atkvæði (Guðlaugur, Sighvatur og Jóhann Friðfinnsson), en 5 voru á móti (tillögumenn og Gísli Gíslason). Kom tillagan þá til atkvæða og var samþykkt með 5 sam- hljóða atkvæðum, tillögumanna og Gísla, en 4 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði. Leikfélagið mun hafa í hyggju að gera sameignarsamn- ing við Oddfellowregluna um samkomuhús við Sólhlíðina, þannig, að það eigi sinn eignarhlut í samkomusal hússins og geti fulln'ægt skilyrðum bæjarstjórnarsamþykktarinnar um forgangsrétt leik- og tónlistarfélaga um not hússins. arins upp á við. Þannig var nið- urstaða fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 1962 kr. 17,4 millj. Útgjaldaaukningin er þannig á- ætluð 3,3 millj. kr. og kemur sama aukning fram í tekjulið á- ætlunarinnar. Á tekjuliðnum er mest aukn- ing áætluð á fasteignagjöldum, en þau hækka í heild um 50% og þannig þó, að engin hækkun er á gjöldum annarra fasteigna en húsnæðis, sem bera alla aukn- inguna og hafa fasteignagjöld af íbúðarhúsum haékkað um 100%, svo sem gjaldendur eru nú óð- ast að fá tilkynningar um. Laugardaginn 26. þ. m. var nýr bátur sjósettur úr Dráttar- braut Vestmannaeyja. Þétta er lítill súðbyrtur þilfarsbátur, 8 rúmlestir að stærð, með 36 hest- afla vél. Gunnar M. Jónsson smíðaði bátinn, en eigandi hans er Jón Gunnlaugsson á Gjábakka. Bát- urinn hlaut nafnið Hvítingur. Þetta er einkarfalleg lítil fleyta, svo sem kunnugt er öll- um þeim, er leið hafa átt um innanverðan Strandveginn, því báturinn hefur staðið fullbúinn í skipasmíðastöðinni nú að und- anförnu. Útsvörin hækka um 18,2% og nema nú (ásamt aðstöðugjöld- um, en svo nefnast nú útsvör fyrirtækja) kr. 16,3 milljónir í stað 13,8 í-fyrra. Samið um kjör ræsfingakvenna V í skólunum Um miðjan nóvember síðast- liðinn undirrituðu fulltrúar Verkakvennafélagsins Snótar samkomulag við bæjarráð um kaup og kjör þeirra kvenna, er vinna við ræstingu í skólunum hér. Samningaumleitanir höfðu þá staðið yfir frá því í byrjun september, en aðdragandi þeirra var, að mikil óánægja ríkti orð- ið meðal ræstingakvenna með kjör sín. Þær höfðu engan sér- stakan samning að styðjast við og mikils ósamræmis gætti í launagreiðslum í hvorum skóla. Konur þær, er vinna við barnaskólann höfðu sjálfar náð fram smáleiðréttingu í fyrravet- ur. Var kaup þeirra eftir það miðað við 4 stundir á dag, tvær í dagvinnu og tvær í eftirvinnu á lágmarkstaxta Snótar. í gagnfræðaskólanum voru greiddir 4 tímar í dagvinnu á karlmannskaupi, þótt hluti af vinnutímanum þar kæmi á eft- irvinnu. Þar af leiðandi voru konurnar, er þar unnu með um 500 kr. lægra kaup á mánuði, en hinar, auk þess sem vinnuá- lag í gagnfræðaskólanum var miklu meira þar sem ræstinga- konurnar voru aðeins þrjár. Enn fremur tíðkaðist þar, að skóla- stjórinn skammtaði konunum „byrjunarfaun" misjáfniega lang an tíma og voru þau um 200 kr. lægri á inánuði en hinna. Urðu þær að sætta sig við þau laun þar til hann taldi þær „fullþjálf aðar í faginu.“ Var því engin furða, og þó fyrr hefði verið, að konurnar, sem unnu í skólan- um snéru sér til síns stéttarfé- lags og óskuðu eftir að málum þessum yrði komið í viðunandi horf. Nú er kaupgjald hér mest mið að við Reykjavík, en þar eru svona störf eingöngu unnin í ákvæðisvinnu, samkvæmt samn- ingi verkakvennafélagsins þar við borgarstjórn. Sá samningur tók einnig gildi í Kópavogi í haust. Ekki mátti þó bæjarstjóri heyra nefnt að slík tilhögun yrði tekin hér upp, þótt ákvæðis- vinna sé ofarlaega á baugi hjá atvinnurekendum núna, hins vegar lét hann bæjarráð sam- þykkja 1. október að greiða þessa vinnu eftir hreingerning- artaxta Snótar, þ. e. með karl- mannskaupi og var þá miðað við dagvinnu og eftirvinnu. Nokkrum dögum áður hafði skólastjóri gagnfræðaskólans sett ræstingakonum skólans úrslita- kosti. Höfðu þær óskað eftir sama kaupi og greitt var í barna skólanum og að einni konu yrði bætt við. Aldrei kvað skóla- stjóri það skyldi vérða og varðaði sig -ekkert um,- hvað greitt væri í barnaskólanum. Sat hann' við Framhald á 2. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.