Eyjablaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 4
EYJABLAÐID Útgefancli: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Ab.: Tryggvi Gunrtarsson Prentsm. Eyrún h.f. Vandræðavaðall Guðlaugs Aðalfundir verkalýðsfélaga Sjaldan liaía sézt vandræða- legri skrif en afsakanir Guðlaugs Gísiasonar fyrir því furðulega afreki að hafa greitt atkvæði á móti máli, er liann sjálfur flutti á þingi, varðandi ríkislán til vatnsveituframkvæmda í Vest- mannaeyjum, en það afrek vann hann nú rétt fyrir hátíð- arnar. Hálfur síðasti Fyikir er vað- all manns, sem uppvís er að framkomu, sem jafnvel liann sjálfur finnur að er óverjandi. En svo sem Guðlaugs var von og vísa lætur Iiann ásakanaraus á aðra menn koma í staðinn fyrir rök um eigið framferði. Og þá fer sem vonlegt er á þá lund, að marghrakin ósannindi eru sá eini andans auður, sem tiltækur er að bera á borð fyrir lesend- ui Fylkis. Höfuðrök Guðlaugs fyrir því að vera á móti ríkisláni til vatns veitu í Eyjurn eru þau, að Karl Guðjónsson liafi svikizt um að færa út landhelgina til hagræð- is fyrir Vestmannaeyinga. Nú vita það hins vegar allir, að Karl stóð að það mikilli út- færslu landhelginnar 1958, að Guðlaugur hefur síðan talið rétt að hleypa Bretum inn fyrir þau mörk, sem dregin voru þá. En alveg sérstaklega telur Guðlaug ur Karl liafa misboðið Vest- mannaeyingum með því að láta ekki draga grunnlínu úr Geirfugladrangi í Geirfuglasker. Þetta segir Guðlaugur þrátt fyr- ii það, að sú grunnlínubreyting var látin ógerð 1958 vegna ein- dreginnar andstöðu Sigurðar Bjarnasonar fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í landhelgisnefndinni, sem þá starfaði, enda var leitazt við það þá, að fá algera sam- stöðu innanlands um þetta mál. Þannig eru „rök“ Guðlaugs alger ósannindi og ekki einasta það, heldur einnig ásakanir þær er hann ber á andstæðing sinn lireinlega verk hans eigin ffokks, svo sem oft hefur verið rakið áður hér í blaðinu. En þótt hér sé aðeins tækifæri til að líta á ásökun Guðlaugs, þá er hann tölusetur númer 1, þá gegnir ósköp svipuðu máli um þær allar. Enda er nú svo komið, að þeim mönnum fer ört fækkandi innan Sjálfstæðis- fiokksins, sem telja „röksemdir" og stjórnmálastarfsemi Guð- laugs skóbótar virði, að nú ekki sé talað um álit annarra flokka manna, sem lengur hafa lagt raunhæft mat á manninn. GET LEIGT barnlausLim hjónum, eða hjón- um með eitt barn, íbúð í vetur. Prentsmiðjan vísar á. Jötunn: Sjómannafélagið Jötunn hélt aðalfund sinn hinn 27. janúar. Stjórn félagsins varð sjálfkjörin og er hún þannig skipuð: Sigurður Stefánsson, formað- ur, Ármann Höskuldsson, vara- formaður, Gísli Þ. Sigurðsson, ritari, Þórður Sveinsson, gjald- keri, Símon Bárðarson, vara- gjaldkeri. Samþykkt var að hækka félags gjöldin í kr. 300 á ári. VélstjórafélagiS : Á sunnudaginn var hélt Véi- stjórafélag Vestmannaeyja aðal- fund sinn. Þar var félaginu kos- in stjórn, sem þannig er skipuð: Sigurður Sigurjónsson, for- maður, Sveinn Tómasson, vara- formaður, Agnar Angantýsson, ritari, Alfreð Þorgrímsson, gjald keri, Þormóður Stefánsson, fjár- málaritari. Sjómannamessa kl. 2 n. k. sunnudag í Landakirkju. TILKYNNING FRÁ VKF. SNÓT. Það varð að samkomulagi 4. des. s. 1. milli Vinnuveitendafé- lags Vestmannaeyja og Vkf. Snótar, að frá þeim tíma skal öll ræstingarvinna og vinna við heilfrystingu á síld greiðast með karlmannskaupi. STJÓRN SNÓTAR. Orðsending frá Sjóvátryggingafélagi fslands. Enn hefur það skeð, að fólk hefur misst aleigu sína í eldsvoða. Tryggið strax í dag. — Brunatryggingar. — Heimilistryggingar! SJÓVÁ-TRYGGT ER VEL TRYGGT! Sjóvátnjqqi^^ag íslandsf Umboðsmaður vor, FINNBOGI FRIÐFINNSSON Símar 450 og 485, gefur allar nánari upplýsingar. Ölmusubréf skóla- og sparisjóðsstjórans í síðasta Eyjablaði var sýnt fram á það með nokkrum dæmum, að óvenjulegur smá- smuguháttur, afturhaldssemi og fjandskapur við vinnandi fólk væri einkenni ráðandi afla Sjiilfsta'ðisflokksins í þessu byggðarlagi, og afleið- ing þess sú, að fólk flytzt nú óðfluga burt úr bænum. I Framsóknarblaðinu síð- asta er svo augljóst, að ekki vill sá flokkur að sínum hlut í áðurnefndum „höfuðdyggð- um“ íhaldsins sé gleymt. Þar minnir éinn af Ieiðtogum Framsóknarflokksins á það, að hann hafi rek ð þvottakonur úr starfi í opinbeiTÍ stofnun, þar sem hann ræður húsum. Ástæðan fyrir ]rví, að hann rak konurnar virðist þó dálít- ið langt sótt. Framsóknarleið- toginn segir, að konurnar hafi unnið verk sitt vel, svo ekki er brottrekstrarsökina þar að finna. Einna helzt verður af grein inni skilið, að sökum ódæma mannvonzku Karls Guðjóns- sonar, Fiedels Castros, Guð- mundu Gunnarsdóttur og Sigurðar Stefánssonar hafi þvottakonurnar verið réttræk ar úr starfi fyrirvaralaust. Framsóknarleiðtoginn tel- ur ekkert fráleitara en að borga korium þessum kaup fyrir svo sem mánaðar upp- sagnarfrest. Hann úrskurðar að bæjarstjórn " hafi ekki skyldu til þess samkvæmt lög- um, og svo spyr liann fullur vandlætingar: „Er rétt að g.-eiða mönn- um þúsundir úr bæjarsjóði ón þess, að þeir eigi lagaleg- on rétt til peninganna?" Það skyldi þó aldrei vera sami maðurinn, sem þannig skrifar í Framsóknarblaðið og sendir bæjarstjórninni svo- hljóðandi ölmusubeiðni: „Goðasteini 29. sept. 1962. A þessu hausti hefi ég dvalizt hér í kaupstaðnum við skólastörf í 35 ór. Af þeim hefi ég verið starfsmað- ur ríkisins í 16 ór og greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins þau órin. Áður var ég starfsmaður Vestmannaeyja- kaupstaðar og vann fyrir mun lægri laun en viðgekkst víðast annars staðar í land- inu. Fyrir starfsór mín hjó bænum fæ ég engin eftirlaun nema ég greiði í líféyrissjóð- inn kr. 13.400,00 og kaupi þannig lífeyrisréttindi fró 1930 — 1946. Eins og þetta mól er vaxið, fyndist mér eðlilegast, að Vest mannaeyjakaupstaður greiddi þettö réttindagjald fyrir mig, svo að ég nyti fullra eftir- launa að löngum starfsdegi liðnum. Eg leyfi mér því að mælast til þess við hina hóttvirtu bæj- arstjórn Vestmannaeyjakaup- staðar, að hún samþykki, að þessar kr. 13.400,00 verði greiddar úr bæjarsjóði mér til handa til þess að kaupa mér fyrir eftirlaunaréttindi. Virðingarfyllst. Þorst. Þ. Víglundsson. Til Bæjarstjórnarinnar í Vestmannaeyjum". Það var mikið, að hann skyldi ekki biðja hinar burt- reknu þvottakonur að borga fyrir sig ellilaunaréttinda- gjaldiðl!!!

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.