Eyjablaðið - 13.02.1963, Side 1

Eyjablaðið - 13.02.1963, Side 1
EYJABLADID 24. árgangur. Vestmannaeyjum, 13. febrúar 1963. 3. tölublað. Ríkisstjórnin viðurkennir ranga stefnu sína í kjaramálum Hinn 7. febrúar lagði ríkisstjórnin fram launa- samningstilboð til ríkisstarfsmanna. Telur hún tilboð- ið vera 16% kauphækkun að meðaltali. Er þetta hrein yfirlýsing um það, að koupkúgun sú, sem hefur verið æðsta hugsjón stjórnarinnar til þessa, sé rang- lót og óverjandi. KAUPBINDINGARSTEFNAN. Það er víst flestum enn í minni þrotlausar prédikanir stjórnarinnar og hennar tals- manna um það, að atvinnuveg- irnir þyldu næstum engar kaup- greiðslur til starfsfólksins er við þá vinnur og að minnsta kosti engar kauphækkanir, hvernig sem dýrtíðin beljaði fram í verðlagi hverskonar varnings. Hvergi lieyrðist ráðherra tala orð til síns lýðs, án þess að uppi staða ræðuhaldsins væri: Þjóðfé lagið þolir ekki kauphækkanir, og allur blaðakostur landsins tók undir þetta, að málgögnum Alþýðubandalagsins undanskild- um, söng þennan sarna söng, einnig málgögn Framsóknar- manna, enda höfðu Hermann og Eysteinn rofið vinstri stjóin- ina, vegna þess að þeir fengu ekki framgengt kröfu sinni um almennar kauplækkanir. „VIÐREISNIN", KER.FI KAUPLÆKKUNARMANNA. í framhaldi af þeim beinu kauplækkunum, sem íhaldið og Kratarnir lögbundu 1959 með hlutlausu samþykki Framskón- ar, veltu hinir fyrrtöldu flokk- ar svo hagkeríi þjóðarinnar til á ýmsa lund og kölluðu breyting arnar „Viðreisn“. Allt var það kerfi fyrst og fremst krókaleiðir til að ná því marki, að misskipta tekjum þjóðarinnar frekar en áður var, til hagræðis fyrir kaupsýslustétt- ina og meiriháttar framleiðend- 111 í öðrum greinum en útvegi og landbúnaði. Að sama skapi hliitu atvinnutekjur að rýrna. „Viðreisnin" er sem sagt hag- kerfi launakúgunar, kerfi vax- andi misskiptingar þjóðartekn- anna — og sem slík hefur hún heppnast nú um skeið. Ef einhver - skyldi efast um þennan tilgang, þá er þeim hin- um sama vert að minnast af- stöðu ríkisstjórnarinnar til vinnudeilna þeirra, sem orðið hafa á „Viðreisnartímabilinu“. Við hér í Eyjum getum til dæm- is minnst þeirra átaka, sem hér urðu í vertíðarbyrjun 1961, þeg- ar ríkisvaldið hélt hér öllu í helgreipum hálfa vertíðina með því að banna atvinnurekendum að gera eðlilega samninga við verkafólk sitt, (og þeir reyndust nægilega lítilmótlegir til að láta tjóðra sig þannig eins og sauð- kind í túni). Hinu liefur svo aldrei staðið á hjá stjórninni sjálfri, að þeg- ar einhver kaupbreyting hefur orðið upp úr vinnudeilum, sem stjórnin lagði kapp á að gera sem erfiðastar og lengstar, þá hefur hún látið kaupbreyting- una ná til þess fólks, sem hún hafði húsbóndavald yfir, þ. e. til ríkisstarfsmanna. NÚ Á STJÓRNIN SJÁLF í SAMNINGUM Því er engan veginn að neita, að stjórnin hefur náð árangri í kaupkúgunarbaráttu sinni. Verkalýðshreyfingin hefur ekki megnað, sökum áhrifa atvinnu- rekenda og ríkisstjórnarinnar innan hennar, að ná fram kaup hækkunum til jafns við dýrtíð- araukninguna. Ríkisstarfsmenn, sem lengst af hafa getað látið sér nægja að taka til sín árangur launabar- áttu verkalýðshreyfingarinnar, finna nú liag sínum illa komið, þegar aðrir færa þeim ekki leng- ur neinar stórar kauphækkanir heim. Þeir hafa því uppi sjálf- stæða kaupkröfugerð um þessar mundir. Ekki væru þeirra kröfur tald- ar sanngjarnar á hærri stöðum, ef þær kæmu frá verkalýðshreyf- ingunni. TJÓÐURSAUÐIRNIR EKKI SPURÐIR RÁDA. En nú bregður svo við, að þegar stjórnin er sjálf í sömu sporum og Sighvatur og Gústi Matt. voru í 1961, þá spyr hún ekki þessa fyrri tjóðursauði sína, hvort kaup megi hækka eða hvað megi bjóða. Nú leggur stjórnin einfald- lega fram tilboð um 16% kauphækkun, en þar með er sag an ekki fullsögð. Allir vita, að því tilboði verður ekki tekið og þá fer málið fyrir sérstakan kjara dómstól. Það er á allra vitorði, að eitthvað muni sú stofnun fara bil beggja milli kröfunnar Framsóknarmenn í þessum bæ gátu í hvorugan fótinn stig- ið eftir bæjarstjórnarkosningarn ar í vor, svo voru þeir upp með sér eftir þann sigur, sem þeir unnu. Nú töldu þeir sig orðna stóra karla, sem gætu gert sig gildandi, ekki einasta heima í héraði, heldur og ekki síður ætluðu þeir að gjörast stórráðir í kjördæmisráði Framsóknar á Suðurlandi og í Framsóknar- flokknum á landsmælikvarða. Segir nú ekki af vaskleik þeina félaga um skeið, en ekki er það að efa, að sigurvegarar hata borið höfuð hátt, hvar sem þeir áttu að skipa málefn- um Vestmannaeyja í flokki sín- um. En þótt um skeið færi fáum sögum af vopnaburði hinna sig- urreifu lietja, þá má nú sjá, að langhundar HelgaBergs eru teknir að birtast á hverri for- síðu Framsóknarblaðsins sem út kemur, og það segir sína sögai. Nánar tiltekið er sú saga á þá lund, að fyrir nokkru var hald- inn kjördæmisráðsfundur Fram sóknarmanna til að ákveða fram boð flokksins í Suðurlandskjör- Frá Snót 4. febmai : . i. var gen ið irá samkomulagi milli Vinnuveit- endafélags Vestmannaeyja og Verkakvennafélagsins Snótar um 5% hækkun á öllum kauptöxt- um félagsins og gildir sú hækk- un frá 28. janúar s. 1. Þann 5. þ. m. var undirritað- ur samningur sá, er gerður var í nóvember s. 1. milli bæjarráðs og Verkakvennafélagsins Snótar um kjör ræstingakvenna í skól- um bæjarins. Hafði verið boðuð vinnustöðvun í Barna- og Gagn- fræðaskólanum fi'á og með 8. þ. m., hefði samningurinn eigi verið staðfestur fyrir þann tíma. Samkvæmt þessum samningi er fast mánaðarkaup ræstingar- kvenna nú kr. 3072,90 með or- lofi, og er hin nýja 5% hækk- un þar innifalin. Ennfremur eru ákvæði um veikindadaga, slysabætur og uppsagnarfrest. Allar konur, er vinna að í skólunum skulu samkvæt samn ingnum vera meðlimir Verka- kvennfélagsins. dæmi í megindráttum. Sigurvegararnir í Vestinanna- eyjum höfðu auðvitað í huga, að gera þar kröfu til þess, að Vest- mannaeyjamaður skipaði eitt af vonarsætum framboðslistans við næstu kosningar. Ekki mui. hugur þeirra þó hafa stefnt hærra en á þriðja sætið. En þar var blásið á þá. Þar var settur Helgi Bergs, kontóristi úr Reykjavík ,maður- inn, sem glutraði því sæti síð- ast, þótt fyrri kosningatölur segðu það sæti cruggt. Sigurvegararnir úr Vestmanna eyjum tóku við afturgöngunni jDegjandi og hljóðalaust. En svo svelgdist þeim á frammi fyrir draugnum, að þeir gerðu ekkert tilkall til 4. sætisins. í það vai settur kaupfélagsstarfsmaður á Selfossi, Óskar Jónsson. Þá vöknuðu hetjurnar og heimtuðu 5. sætið. En í þeirri orrustu vegnaði sigurvegurunum héðan úr Eyj- um eins og þrek þeirra stóð til. Þeir voru barðir niður, og sætið afhent öðrum starfsmanni Kaup félags Árnesinga, apótekaranum Matthíasi Ingibergssyni. Framhald á 2. síðu Framhald á 4. síðu. Stjórn Snótar. ]3að cr búið að scnda þcim draug! Framsókn hefur roöað í efstu sæf-i list-a síns á Suöurfandi.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.