Eyjablaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ BÓK UM SYNDINA Ein aj bókunurn, sem út korn jyrir jólin er bókin um synd- ina, SYNDIN ER LÆVÍS OG LIPUR, heitir hún og ber undir- titilinn: Striðsminningar Jóns Kristójers. Svo sem d var drejjið i jólablaði Eyjablaðsins varð umsögn um bók þessa að biða vegna þrengsla i þvi blaði, en birtist nú hér. Lengi hafði ég haft fyrir jnunni mér erindi og einstakar hendingar úr því alkunna kvæði Steins Steinars, er þannig byrjar: Jón Kristófer kadett í hernum! í kvöld verður samkoman háð og lautinant Vargerður vitnar um veginn að drottins náð, án þess, að ég vissi nokkurn skapaðan hlut um þann kadett, sem þarna var Ijóðað upp á. Síðan fóru mér að berast til eyrna ýmsar upplýsingar um manninn með þessu ágæta nafni, og þótt sú vitneskja, sem ég þannig fékk væri ærið sund- urlaus, þá benti hún þó til þess, að ekki væri öldungis hversdags legur persónuleiki bak við þetta landskunna nafn. Jón Kristófer reyndist í raun veruleikanum aðeins heita Jón Sigurðsson (sem raunar er má- ske hreint ekki svo lítið). Hann hefur söðlað um, frá því að vera kadett í Hjálpræðishernum til þess að vera sergent í brezka hernum. Hann birti í Þjóðvilj- anum hugnærn eftirmæli um vin sinn og skipstjóra fyrir rúmum 14 árum, þótt sá góði maður, sem þar var kvaddur iiinztu kveðju, sé enn í fullu fjöri. Og svo var ég fyrir nokkrum árum, þegar ég starfaði í nefnd, sem úthlutaði atvinnuaukningarfé úr ríkissjóði, beðinn að sjá til með umsókn frá Jóni Sigurðssyni, sem sótt hafði um aðstoð hins opinbera til að komast yfir lít- inn bát til sjósóknar í atvinnu- aukningarskyni á sjó og landi. Eg gerði hvað ég gat í því máli með þeim árangri, að þeg- ar ég frétti, að Jón Kristófer hefði lent í hinum mestu svað- ilförum á bátnum og misst hann undan sér við Héðinsfjörð, þá fannst mér næstum ég vera svo- lítið ábyrgur fyrir lífi manns- ins. Þannig stuðlaði margt að því að mér hefur lengi þótt sem Jón Kristófer væri frekar persóna í þjóðsögu en raunveruleiki úr daglegu lífi, en framar öllu þó þannig persóna, sem manni hlyti að þykja svolítið vænt. um. Manninn hef ég aldrei séð né heyrt. Það var af öllu þessu rnjög á- nægjulegt fyrir mig að sjá það einn daginn, að Jónas Árnason var búinn að skrifa stríðsminn- ingar þessa manns, það er að segja æviminningar hans, því allt eru það stríðsminningar, hvort sem maðurinn hefur ver- ið þátttakandi í skipulegum herjum eða ekki, og er það sannast mála, að ekki minnkar þjóðsagnablærinn á persónunni, þótt lesandi „Syndarinnar" fái staðbetri þekkingu um lífshlaup stríðsmannsins heldur en sund- urleitar fréttaglefsur og óútskýrð ar ljóðlínur áður höfðu gefið. Það er í skemmstu rnáli um bók þessa að segja, að hún er hin skemmtilegasta í alla staði, einnig þar sem lesandinn hefur á tilfinningunni að söguhetjan hafi síður en svo átt neina sælu- daga. Jón Kristófer minnist upp- hafs síns í Fagurey á Breiða- firði með einkar hlýju hugar- fari. Og fallegar eru lýsingar á ömmu og móðurbróður vestur þar. En amman gerði hann að trúmanni og móður- bróðirinn að sósíalista, og það hefur hann livorttveggja verið síðan, þrátt fyrir allar lykkjurn- ar, sem hann hefur á leið sína lagt um refilstigu tilverunnar. Og Fagurey hefur raunar aldrei sleppt af honum tökum þótt höf undur og álfur bæri í millum þeirra. Jón Kristófer hefur prédikað guðsorð og hann liefur drukkið sig inn í ótal tukthús í 4 heims- álfum. Hann hefur staðið fyrir uppreisn á dönsku fragtskipi og með byltingarstarfsemi sinni forðað því frá að lenda á yfir- ráðasvæði nazista í síðari heims- styrjöldinni. Hann liefur skipað þann her, sem hernam ísland um skeið og hann hefur strokið úr þeim sama her. En hvar sem hamn hefur verið eða farið, í reisn eða niðurlægingu, þá hafa ævintýrin alltaf fylgt honum. Auk þess, sem Jón trúir ó- venju heitt á guð, þá trúir hann því líka, að andi ^ða demón liafi stjórnað öllu sínu fylliríi eða drukkið í gegnum sig eins og það er stundum kallað. Nú stað hæfir hann, að eftir 22ja ára of- drykkju eins og hann segir sjálf ur, (hvar af hann hafi verið full ur samtals í svo sem 17 ár), sé liann laus við brennivínsástríð- una. Og það er ekki að sökum að spyrja: Nú er hann ráðsmað- ur á drykkjumannahæli AA-sam takanna í Víðinesi á Kjalar- nesi. Söguþráður þessarar bókar verður ekki rakinn í stuttri blaðaumsögn, til þess drífur allt of margt á daga sögumanns. En þegar saman fer, að sá er frá segir hefur af gnótt girnilegs frásagnarefnis að taka, og skrá- setjarinn er óvenjulegur snill- ingur á sínu sviði, fer ekki hjá því, að bókmenntirnar auðgast. Maður íær Ritstjóri Framsóknarblaðsins, lögregluþjónninn Sigurgeir Kristjánsson er eins og bæjar- búar vita smekkmaður til orðs og æðis, og sannar það enn einu sinni, með því að leggja meginhluta blaðs síns undir sparisjóðsstjórann okkar Þ. Þ. V. Sú var tíð, að Þorsteinn fyllti sjálfur blað jretta með sínum heimilisvandamálum, en þó jafn an með hógværð, svo sem menn ingarfrömuði byrjar, enda hef- ur hann aldrei verið persónu- dýrkandi ekki einu sinni á sjálf- an sig. En þetta er dálítið sér- stæð blaðamennska og skemmti- leg. Ritstjórninn er hneykslaður niðrí tær yfir því, að fyrir al- mannasjónir skuli koma það sem Eyjablaðið var svo orðlivatt að kalla betlibréf. Hinn tilfinn- inganæmi ritstjóri er í uppnámi yfir þessari hryllilegu meðferð á viðkvæmri sál sparisjóðsstjór- ans, — rétt eins og þessi lögreglu þjónn liafi aldrei orðið vitni að illri meðferð á mönnum hvað þá tekið þátt í slíku athæfi sjálf- ur. Og þetta allt til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Því- líkt. (Vissum raunar ekki, að Þ. Þ. V. liefði pólitískar skoðanir). En blessaður ritstjórinn hefði mátt spara vandlætingu sína og harmagrát. Það kernur nefnilega á daginn, að ekki var hægt að gera Þorsteini meiri greiða en birta jretta merka bréf og korna honum á dagskrá. Maðurinn endurfæddist við þessa atburði, málið vekur honum kátínu, „því einn þáttur listarinnar að kunna að lifa lífinu, er að sjá hið spaugilega í tilverunni gegn um hjúp alvörunnar.“ Mikið \ar. Við vissum að vísu um ýnisa hæfileika mannsins, en í öll þau ár, sem hann hefur starf að hér, hefur aldrei bryddað á því, að hann ætti kímnigáfu til að bera, okkur fannst hann fremur leiðinlegur. Það er því sannarlega gieðilegt, að Eyja- blaðið skuli hafa orðið til þess Það hafa þær líka svo sannar- lega gert með tilkomu Stríðs- minninga Jóns Kristófers. F.n þótt syndin hafi lotið í lægra lialdi fyrir hinurn lífs- þreytta kadett, þegar hann vís- aði útsendara hennar, brenni- víns-demoninum, á bug, jiá hef ur hún enn sannað lævísi sína og lipurð með því að efla þá í staðinn prentvillupúkann til þess að útata jafngott ritverk og þessa ævisögu svo með fingra- förum sínum sem raun ber vitni. kímnigáfu að vekja upp í manninum þessa ágætu gáfu, sem þannig hefur blundað í honurn frá fæðingu og er slík gæfa ekki öllum gef- in. Fyrir þetta eitt, að bæjarfé- lagið skuli hafa eignazt húmor- ista í Þorsteini Þ. Víglundssyni, er Eyjablaðið reiðubúið til að bakka á því, að þessi endur- fæddi maður hafi ætlað sér að nota væntanlega fjármuni í eig- inhagsmunaskyni, sussu nei, enda hefur hann aldrei farið fram á launahækkun. „Og síður en svo kvelst ég af þrá eftir við- urkenningu á starfi mínu“, og þó líður honum notalegast í „kringum það allt að ráðandi menn bæjarins telja ekki starf mitt hér í 36 ár „einnar messu virði" eins og stendur í mann- kynssögunni“. Þvílíkt lítillæti, þvílík kímnigáfa. Sussu nei, elli- launin áttu að renna til Fiska- safnsins, Bliks og Byggðarsafns- ins enda liefur maðurinn aldrei úr brauðdeigi gerður verið. Sendur draugur Framhald af 1. síðu. Hvort einhver Eyjamanna verður settur jrarna neðan við apótekarann er ekki vitað, en ef marka má, hverja Framsóknar- blaðið liefur helzt að leiðar- stjörnum um þessar mundir næst á eftir draugnum, þá er líklegt, að annaðhvort Þorsteinr Víglundsson eða Sigurgeir lög- regluþjónn gætu komið sem fram bjóðendur Framsóknarlistans, þar sem starfsmannaskrá kaup- félagsins á Selfossi lýkur. Ungan, einhleypan kaup sýslumann vantar 1—2 Kerbergi nú þegar Nón- ari upplýsingar í Pren- smiðjunni. K. G.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.