Eyjablaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 1
EYJABLADID 24. argangur. Vestmannaeyjum, 27. febrúar 1963. 4. tölublað. Landhelgin og togveiðar bátanna Er leynisamningur ríkisstjórnarinnar víb stjórn hennar hótignar um það, aö enginn skuli fó oð toga meira í íslenzkri landhelgi en Bretar? Að vakið undanförnu hefur það mikla athygli bæði hér heima og annars staðar, að fjöldi fiskibáta hefur verið færður að landi, skipstjórarnir ákærðir og dæmdir í fjársektir og fangelsi fyrir landhelgisbrot. Ekki skal dregið í efa að nið- urstöður dómsLÓlanna í málum þessum munu vera í fullu sam- ræmi við gildandi lög og reglu- gerðir. Því verður heldur ekki í móti mælt með réttu, að þjóð, sem lifir á fiskveiðum verður að setja reglur um veiðarnar. Hitt er svo jafn fráleitt að haga gildandi reglum ekki í samræmi við þróun atvinnuhátt anna og þarfir þjóðfélagsins. En það getur engum dulizt, að á það brestur stórlega, þegar svo er komið, að hópur manna, sem enginn, er til þeirra þekkir tel- ur annað en heiðvirða menn, stendur uppi með fangelsis- dóma á herðum sér eða hverfur inn fyrir tukthúsveggi til að af- plána. Hér er því greinilega svo komið, að fiskveiðireglurnar annars vegar og þarfirnar og al- menn réttlætistilfinning hins vegar stangast harkalega á. Allir vita, að þess hefur ver- ið leitað og fast eftir því sótt með miklum þunga af hálfu út- vegsmanna, að togveiðar fiski- báta yrðu leyfðar á rýmra svæði en núgildandi reglur heimila. Sjávarútvegsmálaráðuneytirð hef ur líka hvern daginn sem er heimild til þess að ákveða slíka breytingu með því að gefa út reglugerð þar um. En allri mála- leitun í þessa átt hefur verið vísað á bug. Hún hefur engan árangur borið. Réttmæti henn- ai hefur ekki verið neitað, en allt að einu hefur engu fengizt um þokað. Þegar landhelgi íslands var færð út í 12 mílur árið 1958 var það ekki gert á grundvelli al- mennrar friðunar eins og út- færslan í 4 mílur á sinni tíð, heldur var 12 mílna landhelgin hreinlega ákveðin til að tryggja íslendingum sjálfum og einum rétt til fiskveiðanna á mestum hluta íslenzka landgrunnsins. Bretar voru óánægðir með þetta og höfðu uppi hernað gegn okkur um hríð, eins og muna má. £n þegar Bretar voru raunverulega uppgefnir í því stríði, tilkynnti núverandi ríkis stjórn fyrir tveim árum, að hún hefði unnið mikinn sigur í land helgisdeilunni við Breta: Þessi „sigur" hennar var í því fólg- inn, að opna íslenzku landhelg- ina til hálfs fyrir Bretum, að því er hinn opnberi hluti land helgissamningsins sagði. En það upplýstist raunar í umræðum um samning þennan á Alþingi, að hann var alls ekki allur þar sem hann var séður, heldur fylgdi honum leynisamningur til biðbótar. Þótt enn sé haldið hinni mestu leynd yfir því, hver ver- ið hafi undirmál þeirra Guð- mundar í. og hennar hátignar Breta-drottningar í landhelgis- samningnum, þá þarf nú ekki lengur mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í hug, að einn þátturinn þar í hafi verið sá, að enginn skuli fó að toga meira í íslenzku landhelginni heldur en Bretar. Það virðist því nú komið á daginn, að svo slæmt sem það var að veita Bretum veiðirétt í okkar landhelgi, sé hjtt þó enn verra, að sá höfuðtilgangur land helgisstækkunarinnar frá 1958 að íslendingar einir réðu land- helgi sinni og gætu á hverjum tíma skipulagt veiðar sinna skipa innan hennar eftir því sem þarfir kölluðu á og samrýmdist skynsamlegri nýtingu fiskstofn- anna, hefur verið fyrir borð bor- in með svikasamningi núver- andi ríkisstjórnar við Breta. Og ein afleiðing þessa er sú, að hér heima reynast úreltar reglur ó- nmbreytanlegar, en vaxandi íjöldi forvígismanna okkar i fiskveiðunum bíður tukthúss lijá réttvísinni. Sama raforkuverð um land al!f. Reykjavík selur rafmagn nú á 79 aura. — í Vestmannaeyjum kostar rafmagnið 1 kr. kwst. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, Björn Jónsson og Karl Guð- jónsson flytja á Alþingi tillögu um endurskoðun raforkulaganna til verðjöfnunar rafmagns um land allt. Tillaga þeirra og grein- argerð fer hér á eftir: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að endurskoða lög nr. 12 2. apríl 1946 (Raf- orkulögin). Endurskoðunin miði sérstaklega að eftirfarandi: 1. Að heildsöluverð raforku verði hið sama um land allt, og ef unnt er, að raforka til sams- konar nota verði seld með sama verði, hvar sem er á landinu. 2. Að athugað verði gaum- gæfilega, hvort æskileg þróun á sviði rafvæðingar, bætt skilyrði atvinnurekstrar og almannahag- ur, verði ekki bezt tryggt með því, að ríkið eigi og reki öll raf- orkuver í landinu, svo og dreifi- veiturnar, ef horfið yrði að al- gerri verðjöfnun til notenda um land allt. 3. Að dregið verði úr misræmi verðlags annars vegar á raforku tii heimilisnota og hins vegar á raforku til iðnaðar eða annarra nota. 4. Að rafvæðingu allra byggða landsins verði lokið á sem skemmstum tíma og tryggð sem fullkomnust nýting á fram- leiðslugetu orkuveranna, meðal annars með því að hraða sam- tengingu orkuveranna. Framangreindri endurskoðun verði lokið fyrir næsta reglulegt Alþingi, og frumvarp til nýrra raforkulaga í samræmi við nið- urstöður endurskoðunarinnar lagt fyrir það þing." GREINARGERÐ: Raforkulögin eru nú 17 ára gömul og framvinda raforku- málanna hefur á því tímabili Verður Hrólfur bæjarstjóri á Seyðisfirði! Eftirfarandi grein birtist í Aust- urlandi hinn 15. þ. m. undir fyr- irsögninni „Enn er bæjarstjóro- laust á Seyðisfirði? Eins og kunnugt er, hafa allar tilraunir bæjarstjórnarinnar á Seyðisfirði til að ráða bæjarstjóra misheppnazt til þessa og munu Seyðfirðingar vera orðnir lang- þreyttir á þessu ástandi. Nokkrir menn hafa verið tilnefndir til starfsins, en ekki hefur tekizt að afla neinum þeirra meirihluta innan bæjarstjórnar. Nú hefur nýr maður komið til álita í þetta starf. Er það Hrólf- ur Ingólfsson í Vestmannaeyj- um. Ekki hefur þó enn tekizt að afla honum meirihluta inn- an bæjarstjórnar, og óvíst að það takist. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins hafa lýst yfir stuðningi við Hrólf og skrifað Sjálfstæðisflokknum og farið fram á stuðning hans, en svar hafði ekki borizt í fyrra- kvöld. Óhætt mun að fullyrða, að almenningur á Seyðisfirði vill að bæjarstjórnin ráði Hrólf í starfið og firri þannig bæinn frekari vandræðum og álits- hnekki. . Hrólfur er gamall Seyðfirð- ingur, en hefur lengi átt heima í Vestmannaeyjum. Á Seyðis- firði átti hann um skeið sæti í bæjarstjórn og eins í Vest- mannaeyjum, þar sem hann var bæjargjaldkeri alllengi. Hann er því allvel að sér í sveitastjórnar- málum. í stjórnmálum hefur Hrólfur verið hálfgerður óeirðarmaður og ekki við eina fjölina felldur, en jafnan hefur hann skipað sér í hina vinstri fylkingu. í æsku sinni var hann Alþýðuflokks- maður og á Seyðisfirði vann hann sér það til frægðar að kljúfa Alþýðuf'okkinn, svo að hann hafði tvo lista í kjöri. Þeg- ar Þjóðvernarilokkurinn var stofnaður, gekk Hrólfur honum á hönd, en hefur nú yfirgefið hann fyrir nokkru, og var Fram sóknarmaður síðast þegar frétt- ist. Þessi tíðu pólitísku vista- skipti gætu bent til stefnuleysis, sem ekki hentar bæjarstjóra. verið all-ör. Það er því sízt mót vonum, þótt tími sé til þess kom inn, að endurskoða þennan laga bálk, . Meiriháttar virkjanir landsins eru ýmist fram];x'æmdar a frík- Framhí.ld á 2. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.