Eyjablaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 1
YJABLADID 24. argangur. Vestmannaeyjum, 13. marz 1963. 5. tölublað. Taka Vesfmaitsiaeyjasamgongur algerum slakkaskipfum! Nýtt skip til daglegra ferða milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. * NÝR ÁFANGI í HAFNARGERÐ ÞORLÁKS- HAFNAR GETUR KOMIÐ EÆJASAMGÖNG- UM Á NÝTT STIG. * VESTMANNAEYJAR - REYKJAVÍK ALLA DAGA. - SJÓFERÐIN TEKUR 3-314 TÍMA. BÍLFERÐ UM ÞRENGSLAVEG 1 TÍMA. Karl Guðjónsson, Agúsr Þorvaldsson og Björn Björnsson flyrja á Alþingi frumvorp, sem valdiðgeturalgerum tímamótum í samgöngumál- um Vestmannaeyja. Frumvarp þeirra og greinar- gerð er svohljóðandi: Frumvarp til laga um smíði nýs strandferðaskips fyrir siglingaleiðina Vestmanna- eyjar—Þorlákshöfn. Flm.: Karl Guðjónsson, Á- gúst Þorvaldsson og Björn Björris son. 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að láta byggja nýtt strandferðaskip fyrir reikning ríkissjóðs. Skipið skal vera 500—1000 rúmlestir að stærð byggt til að era í förum með fólk og farar- tæki. Einnig skal i skipinu vera farmrými og hluti þess búinn kælitækjum. 2. gr. Skip það, er um ræðir í 1. gr. skal ríkissjóður reka, þannig að það verði í förum milli Vest- mannaeyjo og Þorlákshafnar og fari jafnan eigi minna en eina ferð hvora leið milli þeirra staða á dag. 3. gr. Rekstur skipsins getur rikis- stjórnin falið Skipaútgerð ríkis- ins, sveitar- eða sýslufélögum þeim, einu eða fleirum, sem hagsmuni eiga sérstaklega tengda við greiðar samgöngur á þessari siglingaleið eða hverjum þeim oðila öðrum, sem treysta má til þess að annast góðn flutn ingaþjónustu á siglingaleið skips ins með sem hagkvæmustum hætti. 4. gr. Til framkvæmda samkvæmt 1. gr. er ríkisstjórninni heimilt að taka lán allt að 10 millj. kr. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. GREINARGERÐ: Það er alkunna, að Vest- mannaeyjar bjuggu um skeið við algerlega óviðunandi sam- göngur. Á því ástandi var veru- leg bót ráðin með tilkomu strandferðaskipsins Herjólfs, er ríkið lét byggja til að annast samgöngur milli Vestmannaeyja og nálægra hafna. Það skip hef- ur vissulega bætt samgöngur við Vestmannaeyjar mikið og er nú talið svo nauðsynlegt, að margir hafa það á orði, að það sé næsta óskiljanlegt, hvernig komizt var af varðandi Eyjasamgöngur áður en það kom til sögunnar. En þótt byggt væri skip til Vestmannaeyjasiglinga, þá gat það að sjálfsögðu ekki fullnægt öllum samgönguþörfum á sigl- ingaleiðunum við Vestmanna- eyjar til langrar frambúðar. Herjólfur fer nú 2—3 ferðir á viku milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur og aðra eða þriðju hverja viku einnig eina ferð til Hornafjarðar. Á sumrin fer skip ið einnig vikulega eina ferð til Þorlákshafnar. Milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar er aðeins þriggja og hálfrar stundar sigling og eru þær ferðir einkar vinsælar. Sá er þó ágalli þeirra ferða, að sök- um ófullkominnar hafnar í Þor lákshöfn hefur til þessa verið ó- gjörningur að halda uppi reg'lu- bundnum siglingum þangað nema yfir sumarmánuðina, og einnig á þeirri árstíð hefur orð- ið að fella áætlaðar ferðir þang- að niður í óhagstæðum veðrum. Nú er hins vegar á döfinni allmikil hafnargerð í Þorláks- höfn, svo að ætla verður, að þegar lokið er þeim áfanga, er nú er unnið að, þá verði hægt að taka upp áætlunarsiglingar þangað með litlum frátökum allt árið. Opnast þá alveg nýr mögu- leiki fyrir Vestmannaeyinga og aðra landsmenn, sem fara vilja til Eyja að komast leiðar sinn- ar á tiltölulega auðveldan hátt, og þannig, að þeir geti valið sér, hvern þann dag, sem þeir vilja til ferðarinnar, hvort heldur er til Eyja eða þaðan til lands. Það styður enn að hagkvæmni daglegra sjóferða milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja, að Þrengslavegurinn nýi styttir mjög ökuleiðina milli Þorláks- hafnar og Reykjavíkur og fastar áætlunarferðir bifreiða milli þeirra staða hljóta brátt að verða teknar upp og yrðu að sjálfsögðu að vera í beinu sam- ræmi við Vestmannaeyjasigling- arnar, þegar þær kæmust á, svo sem þær eru fyrirhugaðar í frumvarpi þessu. Þeir, sem nú fara sjóleiðina milli Reykjavíkur og Vestmanna eyja eru venjulega um 10 klst. á leiðinni. Með því að þetta er með úfnustu siglingaleiðum hér við ströndina, þar sem t. d. er yfir Reykjanesröst að fara, mundi mörgum farþega þykja mikils um það vert, að geta stytt ferðatímann niður í 4]/^ klst, þar sem sjóleiðin tæki þó aðeins „Nýju fðfln." Það fer varla fram hjá nein- um, sem fylgist með því, sem skrifað er í lböðin hér í bænum, hve Fylkir verður ævareiður, ef fundið er að einhverju hér í bæjarfélaginu eða bent á það, sem miður fer. Allt heitir það á Fylkis-máli að ófrægja og níða niður bæjarfélagið. Ef bent er á að þörf sé breytinga í atvinnu- liáttunum og þeir, sem þeim málum stjórna fylgist ekki með þróuninni og dagist aftur úr, þá er það rógur um bæjarfélagið Framhald á 4. síðu. 3]/2 ^ma °S sloppið væri við röstina. Stöðugt verður það algengara, að menn vilja taka bíla sína með í ferð eða þá bifhjól, og er þeg- ar svo komið, að Herjólfur get- ur ekki allaf annað þeim bif- reiðaflutningum, sem óskað er eftir. Það yrði því að sjálfsögðu að miða gerð skips, er sigla ætti Vestmannaeyja— Þorlákshafnar— leið, við það, að auðvelt væri að flytja með því mikið af bíl- um og bifhjólum, það yrði öðr- um þræði að vera bílferja, þótt sjóhæfni og góður aðbúnaður farþega yrði að vera aðalatriðið í gerð þess. Þá yrði og að vera nokkurt farmrými í skipinu og hluti þess kældur, þannig að hag kvæmt væri til mjólkurflutn- inga. Að undanförnu hafa verið uppi háværar raddir um það, að ný skigulagning þurfi fram að fara á rekstri Skipaútgerðar rík- isins og í samræmi við það vænt anlegar einhverjar breytingar á skipakosti hennar. Allar slíkar breytingar þurfa fyrst og fremst að miða að því að bæta þá þjón ustu, sem Skipaútgerðin veitir landsmönnum. En það er mat flutningsmanna þessa frumvarps að sú breyting á skipakosti og þjónustu, sem hér er stefnt að, mundi miða vel til þeirrar átt- ar. Þótt telja verði líklegt, að Skipaútgerð ríkisins yrði falin útgerð skips þess, er þetta frum varp fjallar um, þá vilja flutn- ingsmenn þó halda opnum þeim möguleika, að öðrum að- ila eða aðilum verði falinn rekstur þess, ef það þætti hag- kvæmara. Lánsheimild sú, sem gert er ráð fyrir til framkvæmda þess- ara er auðvitað ekki fullnægj- andi til endanlegra gTeiðslna á byggingarkostnaði hins fyrirhug aða skips, en hún er miðuð við hugsanlegar þarfir á fyrstú stig- um málsins, en síðar yrði að taka málið upp í sambandi við afgreiðslu fjárlaga.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.