Eyjablaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 4
Hin miklu afrek. EYIABLADID Úlgcfandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson Prentsm. Eyrún h f í 4. tölublaði Brautarinnar, sem út kom 19. febrúar s. 1. er grein með fyrirsögninni: For- usta Alþýðuflokksins í húsnæð'- ismálunum. Og segir þar frá því, að Unnar Stefánsson liafi verið hér á ferð, og þann 12. sania mánaðar hafi hann kallað á sinn fund alla kratahöfð- ingja þessa bæjar, til að flytja þeim skýrslu um hin mikiu af- rek, er Alþýðuflokkurinn hefði unnið í ýmsum málum með setu sinni í viðreisnarstjórninni. Brautin er svo vinsamleg að birta útdrátt úr ræða þessa sjálf- glaða stórmennis, til að gefa vanþakklátum og fáfróðum al- múga þessa bæjar yfirsýn yfir hin miklu afrek. Að vísu hefur almúgi þessa bæjar, eins og annars staðar á landinu, fengið að þreifa á af- rekum viðreisnarinnar. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Eftir því, sem fram kemur í greininni, er Unnar sérstaklega ánægður, með þann mikla ár- angur, sem þeir hafa náð í hús- næðis- og félagsmálum á yfir- standandi kjörtímabili. Þar segir: Unnar vakti sér- staklega athygli á þeim breyt- ingum, sem Alþýðuflokkurinn liafði staðið að. Árið 1959 var úthlutunarreglum húsnæðismála stjórnar breytt til mikils hag- ræðis fyrir Vestmannaeyjar, þar sem tiltölulega mörg hús voru þar í smíðum miðað við íbúa- fjölda. Satt er það, hér var nrikið byggt árin fyrir viðreisnina. Ferðafólk, senr hingað lagði leið sína, var mjög lrrifið af þeinr miklu byggingafranrkvæmdum og hinum glæsilegu einbýlislrús um, senr nrynda orðið heil bæj- arhverfi. En er það þá ekki kaldhæðni örlaganna, að eftir að kratarnir eru búnir að vinna þetta mikla afrek að breyta öllunr lánastofn- unurn til hagsbóta fyrir Vest- mannaeyinga, að hér skuli lrafa svo gjörsamlega lagzt niður allar íbúðarhúsabyggingar. Það, sem var senr sagt dagieg- ur viðburður fyrir viðreisn, þykja nú mikil tíðindi, ef mað- ur sézt byrja á því að grafa fyr- ir húsi„ enda standa hér hús- grunnar, senr búið var að steypa upp fyrir viðreisn, óhreyfðir til dagsins í dag. Mörgum verður því á að spyrja: hvernig hefur farið í þeim plássum, sem kratarnir lögðu sig ekki sérstaklega í líma fyrir? Það má að vísu teljast til mikilla afreka að geta á tæp- um 4 árum magnað svo verð- bólguna, að allt byggingarefni skuli liafa hækkað um og yfir roo%, enda telja kratarnir þetta svo góðan árangur, að þeir í lirifningu sinni senda málskrafs skjóður sínar út um landsbyggð ina til að boða lýðnum þetta fagnaðarerindi. En þótt kratamir séu yfir sig hrifnir af þessu afreki sínu, þá mun alþýða landsins ekki vera jafnhrifin yfir þeirri þróun, að öllum öð'runr en sterkefnuðu fólki sé gert ókleift að reisa skýii yfir höfuð sér. Ef til vill léttir þessi þróun bröskurunum húsaleiguokrið, og fara þá flest- ir að skilja hrifningu kratanna. Þá eru félagsmálin önnur í röðinni, þar sem þeir telja sig lrafa náð - mjög góðum árangri með stjórnarsamstarfinu. Frá þeirra sjónarmiði má með sanni segja, að þar hafi þeir unnið minnisverð afrek. Meðan þeir voru einir í stjórn ógiltu þeir með lagaboði alla kaupgjaldssamninga verkalýðsfé- laganna og lækkuðu allt unrsam ið kaup um hvorki meira né minna en kr. 25,52 fyrir 8 st. vinnudag. Síðan hafa margir kaupsamn ingar verið gerðir rnilli vinnu- veitenda og verkafólks, en ríkis- valdið liefur ávallt ónýtt þá unr leið. Svo nú virðist ekki lengur vera fyrir hendi frjálsræði fyrir vinnuveitendur og verkafólk að semja sín á nrilli um kaup og kjör, eins og verið lrefur, og eðlilegast virðist. Nýir siðir skulu koma með nýjum herr- unr. Nú er það ríkisvaldið eða þar til kvaddir dómendur, sem segja skulu um, livað skuli vera kaup og kjör verkafólks til sjós og lands á hverjum tínra. Og ef dænra nrá eftir reynslunni frá síðasta sunrri, verður þess vand- lega gætt, að ekki séu skipaðar í þær dómnefndir aðrir en þeir, er hafa hagsmuni atvinnurek- enda að leiðarljósi. Og er það út í bláinn, þó spurt sé: Hvað er þá eftir af samningsfrelsi vinnustéttanna í þessu landi? Það má segja, að þetta er mik- ill árangur, sem þeir hafa náð á ekki lengri tínra. En þótt unrferðaprédikarar kratanna þeytist landshornanna á nrilli og reyni að telja fólki trú um, að svart sé hvítt, eða hvítt svart, þá er það efamál, að lrin pólitíska eftirtekja svari fyr irhöfninni. Ef dæma má eftir Brautar- greininni, þá hefur Unnar stillt sinni lofgjörðarprédikun mjög í hóf, þar senr hann rninnist að- eins á þann árangur, sem þeir hafi náð í þessum tveimur mál- um. Og nú er Unnar nrjög stoltur fyrir liönd kratanna, að þeir skuli hafa búið svo vel í lraginn fyrir Vestmannaeyinga, að hér skuli lrafa lagzt svo gjör- samlega niður allar íbúðarhúsa- byggingar, síðan viðreisnin tók til starfa, og að vera að mestu búnir að afnenra allt sanrninga- frelsi verkalýðsfélaganna í land- inu, sem vafalaust að þeirra dómi á að vera til mikils hag- ræðis fyrir verkalýðsfélögin. En úr því Unnar var kom- inn hingað á annað borð til að flytja krötunum skýrslu, þá hefði hann mátt, svona lauslega, drepa á fleiri mál, sem þeir hafa náð góðum árangri í og til afreka mega teljast. Svo sem: Tvær gengisfellingar á einu og sama ári. Innfærsla landhelgislínunnar um helming. Hraðari og risavaxnari verð- bólga en áður hefur þekkzt. Síþverrandi kaupmáttur allra launa. Tollar og skattar hafa tekið risaskref til hækkunar, enda fjárlög ríkisins hækkuð um meira en 100%. Allt verðlagseftirlit hefur ver- ið afnumið. STÓRHÖFÐINGLEG GJÖF. Framhald af 2. síðu. Skála undir Eyjafjölium 3. marz 1893, d. 25. sept. 1947- Foreldrar: Halldóra Jónsdóttir, Einarssonar bónda á Skála og Bjarni Einarsson, hreppstjóra, Jónssonar, einnig undir Eyja- fjöllum. Foreldrar Björns fluttu til Eyja árið 1901, hófu búskap í Hlaðbæ nokkrum árum síðar; rnerk lijón. . Björn eignaðist snemma í út- gerð. Hann þótti í fremstu röð vélstjóra og var 25 ár samfleytt vélstjóri á m.b. Emmu (átti í þeim bát). Hætti hann sjósókn árið 1945; hafði þá stundað sjó í 34 ár. Árið 1921 (12. júní) kvæntist Björn Ingibjörgu Ólafsdóttur bónda í Dalsseli, síðar Eyvind- arholti. Þau eignuðust 8 börn. Vér þökkum, ekkjunni og börnum hennar fyrir þessa stór- fenglegu gjöf og biðjura guð að blessa minningu Björns Bjarna- sonar frá Bólstaðarhlíð. E. Guttormsson. Meira vaxtaokur en nokkurs- staðar þekkist í öðrum löndum. Þetta eru bara stæni afrekin, auk ýmsra smærri, sem meira hafa verið unnin í kyrrþey bak við tjöldin, en gera þó eflaust sitt gagn. En ef einhverjir skyldu vera, sem ekki eru fyllilega ánægðir með afrekin, er óhætt að benda þeim hinum sörnu á, að þetta er allt gert til hagsbóta fyrir þá stétt, sem Alþýðuflokkurinn kennir sig við. KRUKKUR Eg er alveg undrandi á því, uÖ i starf yfirlögregluþjóns skuli vera ráðinn aðliomumaður. — Hvernig er það, eigum við ekki valinkunnan rnann, þar sem hann Pétur okkar er? Myndi hann ekki sóma sér vel í þessu háa embœtti? — elsti starfandi þjónn réttvisinnar i bcenum fyrir utan Jóa, vin minn, sem bráðum fcer hvildina eins og Stebbi. Hrólfur Ingólfsson róðinn bæjorstjóri á Seyðisfirði. Samkvæmt síðustu fréttum hefur Hrólfur Ingólfsson, fyrr- verandi bæjargjaldkeri og bæjar fulltrúi hér, verið ráðinn bæjar- stjóri á Seyðisfirði. Hrólfur er uppalinn á Seyðisfirði og fluttist hingað þaðan. Hann mun taka við bæjarstjórastarfinu þar eystra núna me$ vorinu. Gjofir fil Krabbavornar. Sigurður Guðmundsson, Eið- um o gfjölskylda kr. 2.000,00; M. J. 100,00; S. J. 200,00; Með innilegum þöttkum móttekið. E. Guttormsson.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.