Eyjablaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 1
EYJABLADIÐ 24. argangur. Vestmannaeyjum, 27. marz 1963. 6. tölublað. Erlingur IV. fórst. 2 drukknuðu. Hinn 22. marz hvolfdi Erlingi IV. í fiskiróðri vestur af Eyjum. Bár- urinn sökk á skcsmmri stundu. - 2 menn fórust, 8 menn björguðust. Þótt skiptapar og mannskaðar á sjó hafi verið miklir að und- anförnu, höfum við Vestmanna- eyingar þó um langt skeið kom- izt hjá þungum áföllum á því sviði, allt þar til á yfirstandandi 'vetri. En föstudaginn 22. marz varð skarð fyrir skildi í flota okkar og við máttum sjá á bak tveim- ur sjómönnum í hafdjúpið. Vélbáturinn Erlingur IV. fórst í fiskiróðri vestur eða norð vestur af Eyjum. Hvolfdi bátn- um og sökk hann þar á ör- skammri stundu undan sjóhnút, er kom aftanvert á hann bak- borðsmegin, þar sem báturinn var á siglingu vestur á neta- svæðið, sem um þær mundir var þarna um 30 sjómílur frá Eyjum, eða út af Stokkseyri og Eyrarbakka. Varla verður sagt, að þennan dag hafi verið neitt ofviðri, þótt hvasst væri, um 9 vindstig á suðaustan. En sem fyrr segir valt báturinn á stjórnborðshlið og var sokkinn eftir örfáar mín- útur, svo að ekki gafst ráðrúm til að senda út neyðarskeyti. Skipverjar voru 10 talsins. Samúel ínguarsson. Það tókst með mestu naum- indum að losa um björgunar- bátinn, en illa gekk að láta hann blása sig upp. Það tókst ekki fyrr en nokkru eftir að Erling- ur IV. var sokkinn. Blautir og hrjáðir náðu 8 menn af skips- höfninni að komast í bátinn og létu þeir svo fyrir berast á gúmmíbátnum í 3 stundarfjórð unga, en þeir gátu gert vart við sig með blysi og flugeldi, sem í bátnum var. Hið einstaka happaskip Hal- ; Guöni Fnörilisson kion, undir skipstjórn Stefáns Stefánssonar í Gerði, fann þá Erlingsmenn og bjargaði þeim og skall þar hurð nærri hælum um suma þeirra, því mjög var af skipbrotsmönnum dregið eft- ir volkið, enda sumir í nærföt- um einum klæða og skipstjór- inn auk þess meiddur eftir störf sín við að koma björgunar bátnum í nothæft ástand við hinar verstu aðstæður. ! - Framhald á 4. síðu. . Vélbáturinn Erlingur IV. Steján Stefánsson skipstjóri á ¦ Halkion. Halkion hefur bjargað 24 mónnum úr sjávarháska Það má einstakt heita, að vélbáturinn Halkion hefur, þótt hann sé yngsta skipið í Vestmannaeyjahöfn, þegar borið gæfu til að hrífa ekki færri en 24 menn beint úr dauðans greipum. Er þess þá fyrst að minnast að þegar vélbáturinn Blá- tindur frá Keflavík (fyrrum Eyjabátur) var vélbilaður í ofviðri sunnan við Færeyjar í fyrra, bjargarlaus og að þrotum kominn, þá fann Halkion hann og dró til hafn ar og bjargaði þar með áhöfn hans. Næst er þess að geta, sem enn er í fersku minni, að þegar vélbáturinn Bergur ferst vestur við Snæfellsnes á síðasta hausti, bjargaði Halki- on allri áhöfninni og var það einstök gæfa, að þar varð ekki manntjón. Og enn hefur þeim Halki- onsmönnum tekizt svo giftu- samlega, sem raun er á. Það er máske aflagður sið- ur nú á dögum, sem algengur var þó fyrr á árum, að menn bæru hug til skipa, hlýjan eða kaldan, eftir því, sem efni stóðu tií. En þó getur varla hjá því farið, að Vestmanna- eyingum flestum híjóti að þykja dálítið væiit um Hal- kion. Hann hefur svo sann- arlega til þess unnið.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.