Eyjablaðið - 27.03.1963, Síða 1

Eyjablaðið - 27.03.1963, Síða 1
EYJABLAÐID 24. árgangur. Véstmannaeyjum, 27. marz 1963. 6. tölublað. Erlingur IV. fórst. 2 drukknuðu. Hinn 22. marz hvoEfdi Erlingi IV. í fiskiróðri vestur af Eyjum. Bóf- urinn sökk ó skammri sfundu. — 2 menn fórusf, 3 menn björguðust. Þótt skiptapar og mannskaðar á sjó hafi verið miklir að und- anförnu, höfum við Vestmanna- eyingar þó um langt skeið kom- izt hjá þungum áföllum á því sviði, allt þar til á yi'irstandandi vetri. En föstudaginn 22. marz varð skarð fyrir skildi í flota okkar og við máttum sjá á bak tveirn- ur sjómönnum í hafdjúpið. Vélbáturinn Erlingur IV. fórst í fiskiróðri vestur eða norð vestur af Eyjum. Hvolfdi bátn- um og sökk hann þar á ör- skammri stundu undan sjóhriút, er kom aftanvert á hann bak- borðsmegin, þar sem báturinn var á siglingu vestur á neta- svæðið, sem um þær mundir var þarna um 30 sjómílur frá Eyjum, eða út af Stokkseyri og Eyrarbakka. Varla verður sagt, að þennan dag hafi verið neitt ofyiðri, þótt hvasst væri, um 9 vindstig á suðaustan. En sem fyrr segir valt báturinn á stjórnborðshlið og var sokkinn eftir örfáar mín- útur, svo að ekki gafst ráðrúm til að senda út neyðarskeyti. Skipverjar voru to talsins. Það tókst með rnestu naum- indum að losa um björgunar- bátinn, en illa gekk að láta hann blása sig upp. Það tókst ekki fyrr en nokkru eftir að Erling- ur IV. var sokkinn. Blautir og hrjáðir náðu 8 menn af skips- höfninni að komast í bátinn og létu þeir svo fyrir berast á gúnrmíbátnum í 3 stundarfjórð unga, en þeir gátu gert vart við sig með blysi og flugeldi, sem í bátnum var. Hið einstaka happaskip Hal- kion, undir skipstjórn Stefáns Stefánssonar í Gerði, fann þá Erlingsmenn og bjargaði þeirn og skall þar liurð nærri hælum um suma þeirra, því mjög var af skipbrotsmönnum dregið eft- ir volkið, enda sumir í nærföt- um einum klæða og skipstjór- inn auk þess nreiddur eftir störf sín við að koma björgunar bátnunr í nothæft ástand við lrinar verstu aðstæður. Framhald á 4. síðu. Samuel Ingvarsson. Guoni Friörinsson Vélbáturinn Erlingur IV. Stefán Stefánsson skipstjöri á Halkion. Halkion hefur bjargað 24 mönnum úr sjávarháska Það má einstakt heita, að vélbáturinn Halkion hefur, þótt hann sé yngsta skipið í Vestmannaeyjalröfn, þegar borið gæfu til að hrífa ekki færri en 24 menn beint úr dauðans greipunr. Er þess þá fyrst að minnast að þegar vélbáturinn Blá- tindur frá Keflavík (fyrrum Eyjabátur) var vélbilaður í ofviðri sunnan við Færeyjar í íyrra, bjargarlaus og að þrotunr kominn, þá fann Halkion hann og dró til hafn ar og bjargaði þar nreð áhöfn hans. Næst er þess að geta, sem enn er í fersku nrinni, að þegar vélbáturinn Bergur ferst vestur við Snæfellsnes á síðasta hausti, bjargaði Halki- on allri áhöfninni og var það einstök gæfa, að þar varð ekki nranntjón. Og enn hefur þeim Halki- onsmönnum tekizt svo giftu- samlega, senr raun er á. Það er nráske aflagður sið- ur nú á dögum, senr algengur var þó fyrr á árum, að menn bæru hug til skipa, hlýjan eða kaldan, eftir því, sem efni stóðu tií. En þó getur varla hjá því farið, að Vestmanna- eyingunr flestum hljóti að þykja dálítið vænt unr Hal- kion. Hann lrefur svo sann- arlega til þess unnið.

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.