Eyjablaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ S jálf sögð tillaga hef ur lengi beðið afgreiðslu. Það hefur orðið ijósara með hverjum mónuð- inum, sem líður, að sjóslys eru meiri og tíðari ó fiskiflota okkar en svo, að rétt.lætanlegt sé að lóta þau órannsökuð og reynt að fyrirbyggja þær or- sakir, sem til þeirra liggja að öllu því leyti, sem slíkt kann að standa í mannlegu valdi. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins fluttu um þetta svohljóðandi tillögu ó Alþingi strax ó haustdögum. Tillaga Gunnars Jóhannssonar og Karls Guð- jónssonar er þannig: „Alþingi ályktar að fela rík isstjórninni að skipa 5 manna nefnd og sé einn nefndar- manna tilnefndur af hverjum eftirtalinna aðila: Slysavarnafélagi íslands. Alþýðusambandi íslands. Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands. Landssambandi íslenzkra útvegsmanna. Ríkisstjórn skipar einn mann án tilnefningar, og skal hann vera formaður nefndar- innar. Verkefni nefndarinnar skal vera að rannsaka, eftir því sem frekast er unnt, orsakir hinna mörgu skipsskaða, sem orðið hafa við strendur lands- ins undanfarin 2—3 ár. Rannsókn þessari verði hraðað, eftir því sem frekast er unnt. Að henni lokinni verði, ef þurfa þykir, settar nýjar regl- ur um sjóhæfni íslenzkra fiski skipa, um allar breytingar á skipum til stækkunar og um staðfestingu nýrra veiðitækja um borð. Kostnaður við nefndarstörf- in greiðist úr ríkissjóði." í greinargerð fyrir tillögunni er sjóslysaskrá tveggja síðustu ára. Hún er vissulega athyglis- verð og fer greinargerðin hér á eftir: „Öllum landsmönnum hlýtur að vera það* mikið alvörumál, hvað skiptapar hér við land hafa farið óhugnanlega mikið í vöxt undanfarin ár. Skip, sem talin voru í fullkomnu siglingarhæfu ástandi og búin fullkomnustu tækjum, hafa farizt, stundum í þolanlegu veðri, án þess að liægt hafi verið að fá fullnægjandi skýringu á því, hvaða orsakir hafi legið til þess. Hér skulu nefnd nokkur dæmi þessu til sönnunar: 4. janúar 1960 fórst Rafnkell frá Sandgerði í Miðnessjó. Fór- ust þar 6 menn. 16. október sama ár sökk Straumey frá Reykjavík vegna leka, 5 mílur austur af Vest- mannaeyjum. Mannbjörg varð. 25. nóvember sama ár sökk Helga frá Reykjavík suður af Reykjanesi. Mannbjörg varð. 4. ágúst 1961 sökk Helgi Fló- ventsson frá Húsavík út af Langa nesi. Skipshöfnin bjargaðist. 5. september sama ár sökk m/b Sleipnir frá Keflavík 170 mílur austur af Ingólfshöfða. A- höfnin bjargaðist. 11. febrúar 1962 sökk togar- inn Elliði 25 sjómílur norðvest- ur af Öndverðarnesi. 2 menn fórust. 12. febrúar sökk Skarðsvík frá Rifshöfn norvestur af Öndverð- arnesi. Áhöfnin bjargaðist. 17. febrúar sama ár fórst Stuðlaberg frá Seysisfirði milli Stafness og Garðskaga. 11 menn fórust. 4. maí sökk m/b Guðbjörg frá Stapavík. Mannbjörg varð. 30. júní s. 1. sökk v/b Hamar frá Sandgerði 30 sjómílur suð- austur af Jökli. Mannbjörg varð. 28. ágúst sökk Stella frá Grindavík norður af Eldey. Mannbjörg varð. 8. sept. sökk Gunnar Hámund arson frá Reykjavík norðaustur af Fonti á Langanesi. Áhöfnin bjargaðist. Hér hafa verið talin 12 skip, sem farizt hafa á tæpum þrem árum, flest úti á rúmsjó. Þessi upptalning er þó á engan hátt tæmandi. Mörg fleiri skip hafa farizt á þessu tímabili, þó að þeirra sé hér ekki gerið. Við nánari athugun kemur í ljós, að mörg þessara sjóslysa hafa átt sér stað í þolanlegu sjó- veðri, þar sem engin sérstök hætta átti að vera fyrir sæmilega góð og vel útbúin skip. Menn liljóta því að spyrja: Erú hin nýju fiskiskip okkar yfirleitt nægilega sjóhæf? Er yfirbygging ofviða miðað við stærð skip- anna? Er kjölfesta of lítil? Er meira lagt upp úr ganghraða skipanna en nauðsynlegum stöð- ugleika? Þannig er hægt að halda áfram að spyrja, án jress að fyrir liggi viðhlítandi svör. Hér er vissulega eitthvað meira en lítið að, sem að flestra dómi verður ekki komizt hjá að rann saka, eftir því sem frekast er unnt, og þá verði jafnframt gerðar allar nauðsynlegar ráðstafanir til umbóta til öryggis fyrir alla þá, setn hlut eiga að máli. Flutningsmönnum er það fullljóst, að hér er á ferð- inni mikið vandamál, sem krefst rannsóknar hinna færustu manna. Þau félagasambönd, sem lagt er til að tilnefni menn í nefnd- ina, eiga öll mikið í húfi í þessu efni og eru líkleg til að vinna af alefli að því, að sem mest öryggi fylgi íslenzkum skipum. Slysavarnafélag íslands tr viðurkenndur aðili í öllu því, sem við kemur slysavörnum og hefur á að skipa hinum reynd- ustu mönnum á því sviði. Alþýðusantband íslands og Farmanna- og fiskimannasam- band íslands eru fulltrúar ís- lenzkra sjómanna og hljóta því að láta þetta mál mjög til sín taka. Féiagar í Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna eru í lang flestum tilfellum eigendur skip- anna og hafa því óumdeilanlega mikiHa hagsmuna að gæta. Að síðustu skal það fram tek- ið, að í flutningi þessarar tíl- lögu felast engar ásakanir á einn eða neinn aðila, og ekki er tillagan heldur frarn komin af neinu einstöku slysatilfelli. En tjón þjóðarinnar á mönnum og verðmætum á undanfórnum árum er svo mikið, að einskis má láta ófreistað um að stemma hér við stigu að öllu því leyti, sent það kann að standa í valdi forráðamanna þjóðfélagsins. Síðan þessi tillaga var lögð fyrir þingið hafa 2 Vestmanna- eyjabátar: BERGUR og ER- LINGUR IV. farizt með þei n hætti, sem öllum e.r í fersku minni. En tillagan liggur enn óaf- greidd hjá þinginu — svo sjálf- sögð og nauðsynleg sem hún er. Það væri svívirða, ef hið op- inbera sýndi enn tómlæti og léti hjá líða að gera allar þær ráð- stafanir, sem í þjóðfélagsins valdi standa, til verndar manns lífum á flotanum. „Viðreisn" í verki STAÐREYNDIRNAR TALA: Verð i kg. nema annað sé fram teliið: Des. 1958 Des. 1962. Smjörlíki, niðurgreitt .............. 10,20 19.30 Rinsó, 350 gr........................ 10,05 15,00 Sparr, 350 gr......................... 4,40 8,80 Gæðasmjör' ......................... 55.00 80,80 Ýsa, ný, hausuð ...................... 4,90 6,10 Smálúða ........................... 14,00 2°,°0 Fiskfars ......................... g,2o 13,00 Grænar baunir ........................ 6,00 12,50 Olía til húsakyndingar, 1............. 1,08 1,50 Kartöflur ............................ 2,25 7,85 Kamel-pakki ......................... 14,10 21,60 Morgunblaðið í lausasölu ............. 2,00 4,00 Áskrift að Alþýðublaðinu í des....... 27,00 65,00 Timakaup verkamanns 23,86 24,80 Verkamenn hafa nýjega feng í árslok 1958 og í janúar 1959 ið 5% hækkun á kaupi, og er var tímakaupið kr. 23,86. Núna nú tímakaup í almennri vinnu er það kr. 2,19 hærra. Hækkun kr. 26,05. Framhald á 4. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.