Eyjablaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Kosningalánin. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið um 500 millj. kr. að láni hjá ýmsum aðilum, og ætlar hún samkvæmt eigin yfirlýsingum að endurlána fé þetta til ýmissa aðila, og kallar þá starfsemi fram- kvæmdalán, en flestum hefur orðið að kalla þetta kosningalán eftir eðli málsins. Það verður þó stórum lægri upphæð, sem til útlána kemur, því margvíslegur frádráttur vegna kostnaðar verður á þessu áður en til útlánanna kemur. Auk þess fer sumt af „framkvæmdalán- unum“ til þess að borga upp samsafn gamalla vanskilaskulda sem Rfmagnsveitur ríkisins liafa efnt til á síðustu árum. Þótt ríkisstjórnin haldi fyrirætlunum sínum í einstökum lið- um stranglega leyndum ennþá, má þó telja að ráðagerð hennar um þessa starfsemi sé eitthvað á þessa leið: Lántökur ríkisins: miHja kr. Lán í Bretlandi 240 Lán í Bandaríkjunum 55 Lán hjá afvinnuleys- istryggingunum 60 Lán hjá innlendum einka- bönkum og trygg- ingafélögum 62 Lán hjá lífeyrissjóðum 25 Lán hjá rikisbönkum 50 Fyrirhugaðar lánveitingar: millj. kr. Til fiskiðnaðar, einkum síld- arverksm. sunnanlands 55 Til iðnaðar (sennil. í iðn- lánasjóð) 25 Til stofnlánadeildar landbúnaðarins 60 Til greiðslu vanskilaskulda Rafmagnsveitna ríkisins 40 Til raforkurannsókna og framkvæmda 97 Til húsnæðismála stjórarlána 65 Til hafnarframkvæmda (þar af 34 millj. í landshöfn á Rifi og Keflavík 65 Til skólabygginga ríkisins 25 Til vegagerðar (Keflavíkurv.) 20 Til íþrótta- og sýningar- hallar í Reykjavík 10 Til ýmissa annarra framkv. 10 Lántökur alls, millj. kr. 492 ! Ti, út|ána al,Sj mi||jt kr- 472 m Sj'ðan er það áform stjórnarinnar að láta lofsyngja sig fyrir örlæti fram yfir kosningar, en halda því minna á lofti, að lánin verða innheimt með viðreisnarvöxtum eftir kosningar. Höfum á lager, Seenskt masoeiil á rnjög góðu verði. Stœrð jx8 fet. Kaupfélag Veslmannaeyja VESTMANNAEY- INGAR! og aðkomufólk, athugið. Get útvegað sængur og koddo með hagstæðu verði og stuttum fyr- irvara. Hefi sýnishorn. Anna Þorsteinsdóttir. Sími 649. Austurvegi 3. Til sölu m. a. E'nbýlishús við Hásteinsveg. 4 herb. íbúð við Austurveg. 3 herb. íbúð við Austurveg Laus nú þegar. 5 herbergja íbúð við Ásaveg. Bátar af ýmsum stærðum Bílar af ýmsum stærðum og gerðum. BRAGI BJÖRNSSON lögfræðingur Vestmannabraut 31. Sími 878. Viðtalstími kl. 17,30—19,00. ÚTGERÐARMENN Höfum söluumboð fyrir: Radara, Dýptarmæla, sjálfritandi. Miðunarstöðvar, sjálfritandi( einnig með inni- og úti-loftneti. Talstöðvar. Kynnið yður verðið. — Sími 767. VÖLUNDARBÚÐ H.F. Nýkomið: KALK, Vesur-þýzkt ÞAKJÁiíN, 6—10 fetaa Þaksaumur, Þakpappi, Innanhússpappi, Varmaplast plasteinangrun, Varmaplast röreinangrun. Væntanlegt: Múrhúðunarnet, Steypustyrktarjárn, 8 og 10 m. m. Símar: 100 & 401. Timbursalan h.f. *####################################################################### Orðsending um greiðslu fasteignaskafts. Fasteignaskattur samkvæmt lögum nr. 69/1962, II. kafla, til bæjarsjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 1963, féll í gjalddaga 15. janúar s. I. Þeir, sem enn eiga eftir að greiða fasteignaskattinn, eru vinsamleg- ast beðnir að ljúka greiðslum, þar sem dráttarvextir falla á eftir mánaðamót komandi. Vestmannaeyjum, 22. marz 1963. JÓN HJALTASON. lögfræðingur Vestmannaeyjabæjar. >############################################################»########## Fyrirf ramgreiðslur upp í útsvör. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt, að innheimt verði í 4 gjalddögum, svo sem verið hefur, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní upp í útsvör 1963 sem svarar helmingi álagðs útsvars 1962. Falli niður greiðslur í einum gjalddaga, er öll fyrirframgreiðslan gjaldfallin og kræf í einu lagi. Brýnt er fyrir atvinnu- rekendum og öðrum kaupgreiðendum að greiða út- svör sín og skila útsvarsgreiðslum starfsmanna í rétt- um gjalddögum. Vestmannaeyjum, 22. marz 1963. JÓN HJALTASON. lögfræðingur Vestmannaeyjabæjar.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.